M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Blogghistorik: 2014 Denna post är låst. Klicka för att öppna.

25.08.2014 12:28

Smá grams



Þessi 650 Kawi var á sýningunni 17.júní fyrir norðan í sumar.

Scania 1300

Á safninu fyrir norðan er líka að finna 1 af 5 Z1 900 sem kom nýr til landsins 1973, þessum var breytt töluvert fyrir nokkrum áratugum og er þannig enn.

Z 1000 eins og Heiddi átti og notaði mikið á götunni sem og í spyrnukeppnum, og hjálmurinn sem Heiddi notaði oft á Kawanum er á speglinum. Hjólið er reyndar úti í horni og nýtur sín engan veginn, en þetta hjól átti Benni Guðna nýtt hér í eyjum 1978 (að ég held)


Frá götumílunni....   Gummi PÚKI að gera sig klárann fyrir íslandsmet í 1/8 mílu.


18.08.2014 09:22

Nokkrir úr síðustu ferðini okkar.




Hér eru systursynirnir Darri og Hermann. Báðir eu þeir þrælvirkir í klúbbnum okkar Drullusokkum. Strákarnir eru ættaðir frá Háeyri en mömmurnar eru Herdís og Edda Tegeder.



Og svo tveir bræður úr Hornaflokknum Erlu og Sigga Labbasynir. Tryggvi og Addi Steini sem er að koma frískur inn eftir mörg ár í drullumallinu. Er það nema furða að ferðirnar hafi verið kallaðar frændaferðir hér áður en Drullusokkarnir voru stofnaðir.



Hér eru kvikindin saman komin á Hjalteyri.



Hér eru svo Ekki frændurnir Viggi og Siggi Óli en þeir sváfu samt saman alla ferðina umhverfis landið.

15.08.2014 00:32

Sniglamílan...........

Sniglamílan sem átti að vera um helgina hefur verið aflýst vegna lélegrar þátttöku.

12.08.2014 22:15

Sniglamílan


Hér er meira um míluna um helgina...

Til að taka þátt þarftu að hafa: 
Gilt ökuskírteini
Skoðað mótorhjól
Hjálm
Vera meðlimur í akstursíþróttarklúbb innan MSÍ
Skráð ökutæki þurfa vátryggingarviðauka en óskráð keppnistæki ekki
 
Þeir flokkar sem í boði:
 
Krossarar
F-hjól, ferðahjól og önnur hjól
Hippar
Götuhjól að 900cc
Götuhjól yfir 900cc
Breytt götuhjól
Opinn flokkur
Unglingaflokkur
 
Nánar um flokkanna
 
Skráningarfrestur.
Formlegri skráningu lýkur fimmtudaginn 14 ágúst kl. 22:00

Keppnisgjöld:
Keppnisgjald verður 5.000 kr. og það er hægt að greiða það á 2 vegu
Annarsvegar kaupa keppnisgjaldið í gegnum vefverslunina okkar eða leggja inn á klúbbinn.
Vefverslun - http://kvartmila.is/is/vorur
Reikningsnúmerið er: 0544-26-111199 Kennitala:660990-1199
Vinsamlegast setjið kennitölu keppanda með í skýringu
 
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt vinsamlegast fylltu út eftirfarandi form:
https://docs.google.com/forms/d/1QmvKsCU5RqwPfu1xZdMn4O6D1EKhdgXU3D2-urUfHB4/viewform?usp=send_form
Skráning telst ekki gild fyrr en skráningargjald hefur verið greitt.
 
Dagskrá:
 
9:30 - 10:00   Mæting Keppanda
9:30 - 10:30   Skoðun
10:00      Pittur lokar
11:00      Fundur með keppendum
11:15 - 12:10   Æfingarferðir
12:10      Tímatökur hefjast
13:20      Tímatökum lýkur
13:20 - 13:50   Hádegishlé
13:50      Keppendur Mættir við sín tæki
14:00      Keppni Hefst
15:30      Keppni lýkur - Kærufrestur Hefst
16:00      Kærufrestur liðinn
16:15      Verðlaunaafhenting á pallinum

Nánari upplýsingar

í síma 692-2323 eða í E-maili: [email protected]

Sigurjón


12.08.2014 22:12

Bullhorn Brunans


Óli er í pennastuði þessa dagana og er það bara jákvætt fyrir okkar síðugesti,, hér koma nokkrar stuttar (bull)sögur.

Stuttar "sannar" sögur um Eyjapeyja:

Eyjapeyi einn ók Hamarsveginn á ca. tvöföldum leyfilegum hámarkshraða, þegar hann sér í baksýnisspeglum hjólsins blá blikkandi ljós og þarna er tugtinn/löggan mætt, peyinn hugsar með sér ég næ nú alveg að stinga þessa Volvo druslu af, svo hann gefur bara í, en sér fljótlega að þetta gengur ekki og hann stöðvar hjólið. Lögreglumaðurinn gengur rólega að honum og þetta er svona lögga á vel miðjum aldri. Löggan spyr peyjann þú veist um hámarkshraðann, síðan um ökuskírteinið og að lokum segir hann: Heyrðu góði þar sem vaktinni minni er að ljúka og ég í góðu skapi, skal ég sleppa þér með munnlega áminningu ef þú kemur með nógu góða afsökun um af hverju þú ókst svona hratt. Peyinn sem er nú líka á miðjum aldri segir ja það var þannig að fyrir ca. mánuði síðan þá stakk konan mín af með annarri löggu og ég hélt að þetta væri hann að reyna ná mér til að skila helvítis kerlingunni aftur !!!

 

Ungur eyjamaður einn sem á mótorhjól situr útí garði heima hjá sér í góða veðrinu (já já þetta gerðist fyrir þremur árum) er að fá sér einn kaldann og bara hafa það huggulegt. Hjá honum liggur hundurinn hans og sefur í rólegheitunum. Þá kemur þarna löggubíll og útúr honum stígur svona fósturvísir (mjög ung lögga) og gengur valdsmannslega að unga manninum og segir með mikilli áheyrslu: Átt þú þennan hund ?? Já segir ungi maðurinn og fær sér annan sopa af bjórnum. Þá segir löggan já þú ert í slæmum málum góði minn (góði minn er vinsælt hjá löggunni) því það er búið að kæra hundinn fyrir það að elta mann á mótorhjóli og það er sko alveg bannað. Ungi maðurinn segir: Er það öruggt að það sé minn hundur, ég tel þetta helvítis lygar, hundurinn minn er próflaus, á ekki mótorhjól og að auki ef hann ætti mótorhjól þá gæti hann ekki ekið því, hann er svo slæmur af gigt vegna aldurs og gæti aldrei kúplað eða tekið í handbremsu. Ekki fer sögum af svari löggunnar !!!

 

Tryggvi ók um sveitarveg einn fyrir austan fjall og ekur þar fram á bónda einn sem er þarna á hestbaki og með honum er hundurinn hans og einnig svört rolla (kind). Tryggvi spyr bóndann má ég ræða við hundinn þinn ? Bóndinn segir Snati kann ekki að tala. Tryggvi segir þá Snati hvernig hefur þú það ? Snati segir: Bara gott mér líður vel. Bóndinn trúir ekki sýnum eigin eyrum þegar hann heyrir Snata svara. Og Snati bætir við já hann gefur mér að borða, fer með mig í göngutúra og notar mig alltaf í smalamennsku, já mér liður bara vel. Bóndinn horfir opinmynntur á þetta allt saman. Nú spyr Tryggvi bóndann hvort hann megi tala við hestinn hans ? Bóndinn segir hann Skjóni kann ekki að tala. Tryggvi segir við Skjóna: Hvernig hefur þú það Skjóni minn ? Skjóni segir ég hef það bara flott, alltaf nóg að gera, nóg að éta, gott húsaskjól og mér líður bara virkilega vel skal ég segja þér. Bóndinn er nú alveg orðin orðlaus og skilur ekki neitt í neinu. Að lokum spyr Tryggvi bóndann, má ég ræða við svörtu rolluna þína. Þá er bóndanum öllum lokið og segir með miklum látum: Þessi helvítis rolla er bara bölvaður lygari !!!

 

Sagt er að mótorhjólaKARLMENN og þá aðallega Eyjapeyjar séu skilningslausir og skilji ekki þarfir kvenna sinna !! Eyjapeyi einn kemur heim eftir góðan hjólatúr með félögum sínum og eins og venjulega gengur hann beint að ísskápnum og sér þar stóran handskrifaðan miða sem á stendur:

Þetta virkar ekki lengur ég er farin heim til mömmu aftur. Peyinn opnar ísskápinn, ljósið inní honum kviknar, bjórinn er kaldur viðkomu og hann hugsar með sér hvaða helvítis bull er þetta nú !!!

 

Tíu atriði sem fráskildir karlkyns Eyjapeyjar telja sé betra að eiga og nota mótorhjól en að vera giftur eða í sambúð með konu:

1.     Það er ekki lögbrot að geyma önnur mótorhjól heima hjá þér

2.     Mótorhjóli þínu er sama þó það sé bundið niður til flutnings svo það hreyfist ekki

3.     Mótorhjóli þínu er sama þó þú skiptir við félaga þinn á mótorhjólum í smá tíma

4.     Mótorhjólinu þínu er sama hve mörg mótorhjól þú hefur tekið í

5.     Mótorhjólið þitt verður ekki afbrýðissamt þó þú komir með annað mótorhjól heim

6.     Ef mótorhjólið þitt er of hávaðasamt setur þú bara á það betri hljóðkút

7.     Það er ekkert gaman að hjóla í regngalla

8.     Þú verður ekki handtekinn þó þú takir vel á hjólinu í akstri

9.     Þú getur notað mótorhjólið þitt þó það leki olíu hluta mánaðarins

10.  Það telst plús að kaupa mótorhjól með alls konar aukadóti og sparar þér stór pening



Svo svona að lokum smá könnun og "sönn" saga um hvað það taki margar Fésara (þeir sem nota Facebook mikið) að skipta um ljósaperu:

1.     Einn fésara sem skiptir um ljósaperuna og sendir mynd af því til allra "vina" sinna.

2.     Síðan deila allir vinir hans (690) þessu og segja frá sínum aðferðum við vini sína sem og ljósmyndir.

3.     Síðan koma 29 til að vara vini sýna við um hættuna af því að skipta um ljósperu.

4.     Þá koma 99 og ræða um það hvort það sé ekki nóg að segja skipt um peru frekar en ljósaperu.

5.     Síðan koma aðrir 101 og segja hvað þessir 99 séu vitlausir að ræða um hvort sé réttara.

6.     Fimm fagmenn/rafvirkjar koma með sýn álit og leiðbeiningar.

7.     15 rafmagnsverkfræðingar leggja sitt til málanna og segja rafvirkjana ekkert vita.

8.     Aðrir 30 sjálfskipaðir sérfræðingar segja að allt sem fram sé komið sé vitleysa.

9.     Síðan 66 sem telja alla þessa umræðu um ljósperur séu af hinu góða.

10.  Þá birta 2010 myndir af sýnum ljósperum.

11.  Nú eru 5000 manns að ræða um þetta flókna mál.

12.  A

13.  A

14.  A

15.  A

16.  A

17.  A

18.  A

19.  A

20.  Sex mánuðum eftir upphaf þessa ljósperumáls þá sér einhver póst frá einhverjum og hefur málið uppá nýtt. Eða bara lækar o.s.frv. Já fésið er sko málið, ekki einhverjar dauðar heimasíður eða þannig sko !!!!!!

 


10.08.2014 22:47

30 ára afmælishjólamíla Snigla.



Næstkomandi laugardag 16.ágúst verður haldin kvartmílukeppni í tilefni af 30 ára afmæli Sniglanna. Það verða eingöngu mótorhjól í þessari keppni og margir flokkar. Markmiðið er að fá sem flesta hjólara til að mæta sama hvernig hjólum þeir eru á og sama hvort þeir hafi einhverja keppnisreynslu eða ekki, því flokkarnir eru fjölbreyttir og til að gera daginn sem skemmtilegastann þurfa sem flestir að taka þátt. Gaman væri að safna saman nokkrum Drullusokkum í keppnina og taka þátt í flottu framtaki Sniglanna og Kvartmíluklúbbsins.

Hér að neðan er auglýsing tekin af sniglar.is.



Næsta laugardag, 16. ágúst, verður afmælishjólamíla Snigla haldin á Kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni. Mílan er haldin í tilefni 30 ára afmælis Snigla er og hún haldin í samstarfi við Kvartmíluklúbbinn. Að sögn Sigurjóns Andersen, stjórnarmanns í KK og fyrrverandi stjórnarmanns Snigla, verður keppt i mörgum flokkum. Reynt verður að fá fólk til að keppa i hippaflokki, skellinöðruflokki, fornhjólaflokki og svo auðvitað hefðbundnum flokkum, yfir og undir 800 rsm.

Hægt verður að skrá sig inn á kvartmila.is strax annað kvöld og skráningu lýkur á fimmtudagskvöldið. Staðfest er að Hilmar Lúthersson, Snigill nr. 1, hafi boðað komu sína og verður hann örugglega elsti keppandinn á brautinni, 76 ára gamall. Tæmerinn, eins og hann er kallaður, er ekkert ókunnugur því að keppa í kvartmílu því á stofnári Sniglanna vann hann hjólaflokkinn í keppninni 10. júlí á Yamaha FJ1200 og fór hann brautina á tímanum 11.36 sek.

Sniglar hvetja alla sem áhuga hafa á að taka þátt að skrá sig á kvartmíla.is og vonumst við til að sjá öfluga keppni í bæði hefðbundnari flokkum sem þeim óhefðbundnari.


Við Drullusokkar (og ekki sokkar) gætum auglýst keppnina til að trekkja að fleiri keppendur og áhorfendur að á margvíslegan hátt. T.d. svona :

Hilmar (tæmer)  sokkur #0 ætlar að mæta og þenja græjuna, Óli bruni ætlar að kveikja í afturdekkinu á gömlum breta á burn-out svæðinu, Tryggvi og Addi Steini ætla að endurtaka spyrnuna "Bræður berjast" á nýskveruðum hjólum, Daddi mætir á nýjasta ZX10 landsins, Darri sýnir aflið í alvöru hjóli með FJÓRUM pústum, Biggi, Laugi og Símon koma með 6900cc á brautina, Hörður og Bjöggi taka ítalíueinvígi og Gauji, Maggi, Helgi og Egill keppast um að eiga besta tímann innan Drullusokka á V-rod/Street-rod 


Ef þetta myndi ekki trekkja að þá veit ég ekki hvað....

Hvað segja menn ???  Er einhver áhugi ???


10.08.2014 22:37

Bullhorn Brunans........

Nú verður kynntur nýr liður á síðunni
og ber hann yfirskriftina "Bullhorn Brunans"


"Sannar" hetjusögur mótorhjólamanna  !!!!

Við höfum allir/öll heyrt sögur um ofsahraða á mótorhjóli, hafa stungið lögguna af, rétt sloppið við að lenda á stórum vörubíl, slæma vegi, hrikalegt veður o.fl.  o.fl. Jæja alltaf hægt að bæta við "sönnum" sögum, því alltaf þegar mótorhjólmenn hittast þá koma sögur af hinu og þessu. Þessi hér gerist á bensínstöð þar sem gamall jálkur sem vinnur á stöðinni sér þegar ungur maður á mótorhjóli stöðvar við næstu bensíndælu:  Sá gamli segir, þetta er helvíti flott mótorhjól sem þú ert á, hvað er þetta, Harley, Kawasaki eða Honda ?? Nei segir sá ungi þetta er 450 Husaberg !! Nú segir sá gamli eitthvað nýtt frá hrísgrjónalandi !! Nú frá Svíþjóð, ég hélt nú bara að þeir gætu bara framleitt félagsmála-vandamál þessir Svíar !! Hvað kemst þetta hratt segir sá gamli, nú ekki nema í 140 km, uss uss þegar ég var ungur átti ég Harley Davidson árgerð 1949 og hann sko komst í 130 í öðrum gír skal ég sko segja þér og þegar maður skipti í þriðja lyfti hann framdekki !! og þín græja kemst bara í 140 !! Ja hérna segir sá gamli. Nú er þetta bara notað utanvega að mestu leiti, já nú skil ég betur, með þessi ræfilslegu dekk og þetta er allt svo lítið og hálf hallærislegt finnst mér segir sá gamli, bara með einn dempara að aftan. Hvað er svona græja þung, nú ekki nema 130 kg, uss uss maður verður nú að hafa einhverja vigt undir sér til að kalla þetta mótorhjól, gamli Harleyinn minn var sko yfir þrjúhundruð kíló, það var sko alvöru mótorhjól og fjöðrun var eins og á Kadilják. Maður þarf sko vigt og afl til að geta sagt að maður sé á mótorhjóli segir sá gamli. Heyrðu ungi maður segir sá gamli við hérna á stöðinni seljum sko fullt af bætiefnum í bensín, eitt þeirra eikur afl um ca. 30% þér veitti nú ekki af því að fá þér svoleiðis svo þetta sænska undur komist nú eitthvað áfram, ég seldi einum Hondu eiganda þetta efni um daginn og meira segja á Hondu komst hann yfir 200 km hraða skal ég segja þér, já alveg satt sagði mér það sjálfur og þessi Honda var bara 500 kúbik og tveggja strokka skal ég segja þér. Þetta er mjög ódýrt miðað við gæðin skal ég segja þér maður lifandi, nú þú vilt þetta ekki, skil ekki þennan ungdóm í dag. Heyrðu segir sá gamli hvaða dæld er þetta á hljóðkútnum hjá þér ?? Sá ungi orðin þreyttur á öllu bullinu og segir ég var að reyna að stökkva yfir Almannagjá og náði ekki alveg yfir. Nú segir sá gamli það er nú ekkert ég man hérna fyrir mörgum árum að ég og vinur minn Heimir sem sat aftaná vorum á langt yfir 200 km hraða á malarvegi þegar allt í einu að rolla með lamb í eftirdragi, hleypur í veg fyrir okkur, þú skilur það þíðir ekkert að reyna að hemla á mölinni sko, svo ég heyri Heimi öskra: Torfi Torfi, ég heit sko Torfi skítur sá gamli inní, beygðu til hægri !!! beygðu til hægri og ég gerði það segir sá gamli og hvað heldurðu ég Heimir og Harleyinn fljúgum fram af háum kanti, örugglega langt yfir 20 metra skal ég segja þér, svo ég öskra á Heimi að halda sér fast. Og nú eru góð ráð dýr segir sá gamli því fyrir neðan okkur Heimi er bara fullt af stóru grjóti, en svona 5-10 metra til vinstri við okkur er smá sandræma svo ég halla Harleyinum í loftinu og næ að lenda á þessum eina stað sem auður var af grjóti segir sá gamli og er nú orðin rauður í framan að rifja þetta allt upp !! Við Heimir lendum bara snyrtilega og þar sem það er sko alvöru fjöðrun á Harley þá er 20 metra stökk ekkert mál skal ég segja þér maður lifandi !! Jæja við náðum sko að stöðva á tveimur metrum, sko það voru sko alvöru borðabremsur á Harley. Við fáum okkur smá Pilsner til að róa taugarnar en sjáum svo fljótlega að það verður eftir að komast upp aftur úr þessu gili segir sá gamli. Nú segir Heimir við mig: Torfi þú bara ert ekki nógu kaldur að keyra nú tek ég við, því það þarf að taka á þessum græjum. Jæja segir sá gamli við reyndum við háa brekku uppúr þessu gili, en Harleyinn var bara of aflmikill svo við þurftu að hleypa aðeins úr afturdekki sko til að fá betra viðnám skal ég segja þér, þetta er sko gott að vita ungi maður að hleypa aðeins úr !! Þetta vissir þú ekki er það !!

 

Hvað ertu að flýta þér segir sá gamli við unga manninn á Husaberginu, heyrðu þú lætur það nú eftir mér að heyra söguna til enda segir sá gamli. Jæja við sko komust uppúr gilinu og sko spólandi alla leið, en skömmu síðar þá varð Harleyinn bensínlaus maður lifandi. Það voru um 50 km í næstu bensínstöð. Þá segir Heimir við mig: Torfi sérðu vörubílinn sem nálgast okkur, ég húkka sko far með honum !! Já sko segir sá gamli Heimir grípur bara í afturhluta vörubílsins þegar hann ekur fram hjá okkur og við bara teikum (þetta orð þekkja allir eldri borgarar, en það þíðir að hanga aftan í bíl) að næstu bensínstöð og þar sem Harley er svo lipurt mótorhjól þá var þetta ekkert mál þó við værum tveir á hjólinu, sko hann Heimir er sko hraustur maður skal ég nú segja þér, er sko enn að æfa þó gamall sé. Nú við bara rúllum þetta áfram, en svo allt í einu þá beygir helvítis vörubíllinn áður en við komum að bensínstöðinni, Heimir sleppir en þá höfðu gömlu skórnir hans fest í einhverju á vörubílnum (laus sóli),  ég öskra Heimir Heimir þér var nær að hafa ekki tímt að kaupa þér nýja mótorhjólaklossa !! Nú segir sá gamli ég hélt að löppin myndi bara rifna af aumingja Heimi, en hann er sko svo hraustur maður lifandi. En svona vorum við sko dregnir áfram í allavega 5 klukkustundir skal ég sko segja þér, hvað ekki fara ungi maður segir sá gamli,ég er ekki búin með söguna !! Sá gamli heldur áfram það var sko eins gott að við áttum nóg af pilsner og vorum líka með brauð sem við borðuðum þarna í þessum drætti. Við höfðum reynt að öskra á vörubílstjórann en hann heyrði ekki neytt, þá datt Heimi snjallræði í hug tók eina tómu pilsner flöskuna og henti henni fram fyrir vörubifreiðina svo hún lenti á húddinu (vélarhlíf) og þá stöðvaði loksins helvítis vörubílstjórinn eftir 5 klukkustunda ferðalag !! En nú var annar skórinn hans Heimis alveg ónýtur segir sá gamli. Nú við fengum sko enga hjálp frá þessum helvítis vörubílstjóra, hann bara skildi okkur eftir þarna bensínlausa og með ónýtan mótorhjólaklossa, drykkjar og matarlausir maður lifandi. Nei nei bíddu aðeins ekki fara segir sá gamli við unga Husaberg manninn, sko þá allt í einu kemur þessi líka flotta blondína á svaka flottum bíl, hún var sko með þau stærstu brjóst sem ég hef séð sko. Nei nei ekki fara segir sá gamli við þann unga, en Husaberg maðurinn er bara rokinn í burtu og sagan ekki öll sögð, óþolinmæðin í þessu unga fólki í dag segir sá gamli við sjálfan sig, má ekki vera að neinu, ekki einu sinni að hlusta á góðar sannar mótorhjólasögur.

 

Óli bruni.


10.08.2014 10:35

Maxinn hans Hermanns Haralds.




Hér er Yamminn hans Hermans Haralds sokks # 59 en þetta hjól er af fyrstu árgerð V Max hjóla eða frá árinu 1985. Hermann er búinn að vera að breita því eftir sínu höfði í gegnum árin og árangurinn bara frábær.



Flott myndin á afturbrettinu hjá Hemma.



Glæsilegt hjól í alla staði.

02.08.2014 10:31

Nokkrar frá fimtudeginum fyrir þjóðarann.


Hér eru nokkrar myndir teknar á fimtudeginum síðasta en það er orðin löng hefð fyrir rúnt mótorhjólapeyja (Kalla) hér að taka saman rúnt og man ég eftir þessu alveg frá árinu 1970 þegar bretapeyjarnir voru að rúnta saman á þessum degi og eru sterkastir í mynninguni Sigurjón Sig, Biggi og Stebbi Jóns, Pétur Andersen, Sævar Sveins, Gylfi Úra og eitthvað af Nínonbræðrum.



María litla í dalnum.





Það var ekki nógu gott veðrið á fimtudeginum en við létum okkur hafa það samt.







Hér er Tommi Marshall á Yamaha R6 hjóli sínu.



Hér er Davíð Einarsson á Busuni sinni.



Og Metta litla á CBF 1000 Honduni sinni. En öll komu þau úr Rvk til að hjóla með okkur. En veðrið lék svo við okkur á föstudeginum og var þá tekin alvöru rúntur um eyjuna okkar.
  • 1
Antal sidvisningar idag: 554
Antal unika besökare idag: 47
Antal sidvisningar igår: 4447
Antal unika besökare igår: 61
Totalt antal sidvisningar: 1413055
Antal unika besökare totalt: 86312
Uppdaterat antal: 23.11.2024 14:17:41