M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Blogghistorik: 2011 Mer >>

28.06.2011 11:12

Ótitlað

Á meðan sumir leika sér á hjólunum í Færeyjum, dunda sumir sér í sveitinni við hjólin sín eins og félagi Siggi #147


fagursmíði


Enn aðrir fara bara út og láta taka myndir af sér með hjólinu sínu


Þau eru misjöfn áhugamálin okkar þegar kemur að hjólunum...

28.06.2011 11:03

Ótitlað

Hér er ein gömul....
 

Frá vinstri.  Baldvin Jónsson, heitinn sem síðar keypti nýja BSA Lighning ´72,  Ég,....
Man ekki hver tók myndina.,,,,  Óli Bruni....,,  Gústi Guðmunds og svo man ég ekki hver er
lengst til hægri.  Allir á H::::::: 50.cc.
 
Á þessum tíma voru margir í dag ekki einu sinni byrjaðir að gerlast í pungnum á Pabba sínum!!!
 
Haukur #79.

27.06.2011 22:56




Í Vík í Myrdal á leið austur á Seyðisfjörð eftir kjötsúpuna góðu hjá Bárði og Huldu.



Við dánarstað Heidda í Öræfum.



Hér er Snjólfur kappakstursmaður á Breiðdalsvík á racernum öfluga en hann er teyngdasonur Tóta heitins í Turninum.



Í Færeyjum úti á flugvelli í Vágar



Í bensínstoppi á Eysturoy



Tveir ungsokkar með Dadda millisokk en hann ku vera orðin of gamall til að flokkast í ungsokkana



Menn að gera sig klára í ferð út í Klakksvík



Svampurinn tók upp á að brenna rafkerfið en hann læknaði sig svo að segja sjálfur hafði rafmagnsnúrur með sér og svo voru þarna líka vélstjórar bifvélavirkjar vélvirkjar plötusmiðir trésmiðir bóksali leigubílstjóri og ekki gleyma skipstjórum í kyppum sem stjórnuðu viðgerðum á vettvangi. En nú er svampurinn kallaður manna á milli hér í Færeyjum stóri DAXINN enda með bensíntankan undir sæti eins og littli Daxinn.



Hér eru Vestmannaeyjingar í Vestmanna.

26.06.2011 22:49

Í Færeyjum í gær.


Það er allt gott að frétta af okkur sokkum í Færeyjum og allir við hesta heilsu og slógum við upp heljarinar grillveislu og eru nokkrar myndir hér að neðan frá í gærkvöldi



Hér er hópurinn allur saman vantar bara ljósmyndarann


Allir að detta í gírinn



Hann smakkast vel ærisinn.



Mjólkurskeggið bragðast vel


Hér er nýbakaði afinn



Allir í stuði í Færeyjum



Það er betra að hafa auga með þessu


Huginn að kíkja á nýja hjólið.



Daddi að hugsa málið.


Svo eru það kvennsokkarnir bara svona til að passa upp á strákana svo þeir verði nú ekki fullir.

21.06.2011 23:48

GÓÐA FERÐ TIL FÆREYJA...

Formaður Drullusokka... rétt eftir að hann var narraður á barinn

Þetta var greinilega mjög erfið ákvörðun...eins og sést á myndinn :)

21.06.2011 13:34

Kíkt á planið í gærkvöldi.




Skrapp á planið í gær á Svampnum góða  ( GL 1000 ) og tók þessar myndir.



Hér er Baddi Óskars á 1000 Súkkuni sinni.



Og Haukurinn # 79 var mættur á sínu Kawasaki ZRX hjólið er útpreppað og glæsilegt í alla staði hjá gamla.



Hér er Höskuldur # 122 á Yamaha hjóli sínu en hann á einig rauðan 1400 Kawa heima.



Einar Malboro maður var þarna á vel breittum Sportster



Hún er glæsileg þessi Aprillia



Hér er hirðljósmyndari mótorhjólafólks á Islandi Guðmundur stórgreifi en hann er fastur á planinu  með myndavélina ár eftir ár eins og Öndvegisúlurnar hans Ingólfs.

19.06.2011 10:56

Enn eru það Færeyjar sem heilla




Árið 2007 fóru Drullusokkarnir síðast til Færeyja og taldi hópurinn 16 manns og nú verðum við aftur 16 manna hópur á þessari mynd sem tekin er hjá Eyþóri á Seyðisfirði má  sjá þá þrjá sem fara aftur nú Stebba Jóns, Hermann Haralds og Tryggva Beikon.



Og hér eru svo Hermann og Tryggvi en þeir tveir hafa farið í allar ferðir Drullusokkana frá upphafi en þær ferðir eru orðnar nokkuð margar og alltaf jafn gaman að hjóla og bulla út í eitt en það heldur sálatetrinu ungu í góðum hóp stráka sem búnir eru að þekkjast síðan þeir voru smá guttar, ég tala nú ekki um öll árin sem mótorhjól hafa verið stórt áhugamál en þar eru áratugirnir orðnir margir.



Hér er vertinn á kaffi Láru á Seyðisfirði, Eyþór en það verður skyldumæting að fá sér einn sveittann hjá honum á miðvikudaginn



Það er ekki laust við að manni sé farið að hlakka til Færeyjaferðarinar eftir nokkra daga. og gaman að kveðja Seyðisfjörð um borð í Norrænu.



Hér er Doktor Bjössi búinn að narra okkur í glas um borð í Norrænu.



Hér er svo ein frá Tórshavn en þarna ættum við að vera eftir nokkra daga .

17.06.2011 11:44

Færeyjaferð 2011


Jæja nú styttist óðfluga í Færeyjaferð okkar Drullusokka en við eigum að sigla frá Seyðisfirði fimtudaginn þann 23 júní eftir því sem ég best veit að þá eru 16 manns búnir að skrá sig í ferðina.

Við hér sem búum í Eyjum ætlum að fara með fyrstu ferð Herjólfs miðvikudaginn 22 júní sem er eftir 5 daga. Svo við ættum að vera komnir upp á þjóðveg 1 fyrir kl 10,00 um morguninn en þar munu bíða eftir okkur félagar af norðureynni, síðan leggjum við bara í ann austur og ættum að vera á Hornafirði á milli kl 1300 og 1400 og ef við förum alla leið á Seyðisfjórð ættum við að vera þar á milli kl 21,00 og 22,00 um kvöldið. Við eigum að vera mætt kl 07,00 á fimtudags morguninn. í afgreiðslu Norrænu en hún siglir kl 09,00

Ef veður verður vont að þá gætum við gist á t,d Stöðvarfiði og vaknað snemma fyrir ferðina á Seyðisfjörð en við verðum bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og gefi okkur gott veður á leiðini.eins vonum við að Færeyjisku veðurguðirnir verði jafn góðir við okkur og síðast.Samkvæmt langtímaspánni verður veðrið gott á miðvikudginn sem vonandi gengur eftir.

Minnum ykkur á að hafa græna kortið fyrir hjólið meðferðis en án þess fáum við ekki að fara með hjólið úr landi það er hægt að nágast það hjá Tryggingafélagi hvers fyrir sig og tekur það ekki langan tíma nema menn skuldi i hjóli sínu,Við erum jú engir útrásavíkingar en þeir máttu fara með miljarðana úr landi í tonna vís ekkert mál en ef þú skuldar 50 þúsund eða svo i hjóli þínu þá ertu í nokkura daga stappi við að fá græna kortið afhent

Svo höfum bara gaman af þessu og njótum þess að vera til og heilsum upp á frændur vora í leiðini enda gaman að hjóla þar flottir vegir og göng inn í annað hvert fjall við sáum aldrei löggubíl á ferðini síðast þegar við vorum þarna svo þetta verður bara snildin ein þó ég sé nú ekki að kvetja til hraðaksturs síður en svo enda eru Drullusokkarnir löghlíðnir menn fram úr hófi.

Tryggvi.

16.06.2011 11:09

Slátur af cb 750 breitt í hjól




Það var árið 1999 að ég komst yfir þetta slátur úr tveimur 750 Hondum af árg 1976 önnur hafði verið seld í kössum á milli manna og í árana rás búið að tína hátt í helmingnum úr henni,hin hafði brunnið upp við Rauðavatn um 1990 og var vægast sagt illa farin það hafði einhver gutti komist í hjólið og átti vinurinn járnsög sem hann notaði óspart á hjólið og var ætlunin að breita hjólinu í rottuhjól en það hafði bara ekkert verið gert meira en að saga grindina í tættlur.



Það var strax farið í að búa til mótorhjól úr þessu gramsi allt sorterað og það hirt sem mögulega var hægt að nota og svo var Ebay notað alveg óspart.



Gamli fílaði sig í tætlur þegar að hann sá hjól fæðast út úr þessu gúmolaði það var mikið pússað blásið slípað og snuddað áður en árangurinn sást af vinnuni og veskið léttist líka.



Hér er svo árangurinn eitt stykki Honda cb 750 af árg 1976 hjólið er í fínu standi og virkar bara þræl vel.Það er hægt að labba bara inn í umboð og versla hjól það er lítið mál en svona er ekki auðvelt að versla í dag í topp standi en það er hægt að búa svona til ef maður hefur smá grunn til að byggja á

16.06.2011 09:42

Meira af Velocettinu góða






Hér er meira af Cettinu eins og Steini kallar það hér er Hilmar að skoða gripinn góða.

15.06.2011 11:40

Ferðaklósettið hans Steina Tótu.




Hér er Vellosettið hans Steina tótu eftir að Hilmar Lúthers eða Tæmerinn komst í það en kallinn er pípulagningarmeistari og var það ekkert mál fyrir gamla að breita Velosett hjólinu í ferðaklósett og hér prufar fyrsti ökumaðurinn gæjuna en hún var beinteingd við holræsakerfi Reykjavíkurborgar.

14.06.2011 09:31

Ein síðan 1978




Hér er ein sem tekin er árið 1978 frá vinstri talið Oddgeir Úraníusson á Suzuki GS750,Steini Tótu á Honda CB 750.Sigurjón Sigurðsson á Suzuki GT 750  Water buffalo, Gunnar Darri Adólfsson á Norton 850.og Sigurjón Adólfsson á Kawasaki 900.

13.06.2011 10:35

1968 BSA hjólin hans Hjartar Jónasar




Hér er BSA Ligthning 650 hjólið hans af árg 1968



Og hér er Spitfire 650 árg 1968



Bæði eiga þessi BSA hjól sér langa sögu héðan úr Eyjum Spitfire hjólið kom fyrst hingað árið 1969 og var hér fram að gosi 1973 og svo aftur árið 1998 til 2010.

 

Ligthning BSA hjólið kom fyrst hingað árið 1980 og var hér alveg til ársins 1994



Þetta eru glæsilegir gripir sem hann Hjörtur á og ótrúlegt að þau skuli vera orðin 44 ára gömul og nánast eins og ný ef ekki bara betri.





Hér er Hjórtur við Bísuna sína.



Hér er undirritaður sokkur 1 að skoða gripina en kvikindið náði að eiga þau bæði meðan þau voru í eyjum

11.06.2011 09:27

Drullusokkur # 2 í það heilaga í dag




Í því tilefni að Svenni Matt og Harpa Gísla ætla að láta pússa sig saman í dag að þá óskum við Drullusokkar þeim innilega til hamingju með daginn.



Hér tekur Svenni svo eina létta æfingu fyrir kvöldið.

10.06.2011 13:25

Það styttist óðum í Færeyjar




Set hér inn nokkrar myndir úr síðustu Færeyjaferð okkar árið 2007.Svona til að minna á að stutt er í ferðina OKKAR 2011 til Færeyja





















Hér eru Sukksokkarnir 2007 en enginn þeirra kemur nú með enda kláruðu þeir kvótan síðast.



Hér eru Ellisokkarnir en Stebbi kemur með aftur nú svo hann heldur uppi merki þeirra.



Svo er bara að hafa gaman af þessu strákar og stelpur en það verða 2 konur með í för nú svo það verður hægt að mynda kvennsokka,og kanski líka reglusokka og hver veit nema það komi nýjir sukksokkar hver veit



 

Hér eru svo allir graðsokkarnir úr síðustu ferð.

Antal sidvisningar idag: 631
Antal unika besökare idag: 47
Antal sidvisningar igår: 4447
Antal unika besökare igår: 61
Totalt antal sidvisningar: 1413132
Antal unika besökare totalt: 86312
Uppdaterat antal: 23.11.2024 14:38:45