M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Blogghistorik: 2009 N/A Blog|Month_3

28.03.2009 10:01

18. sept 2007


Eftirfarandi er Frétt úr Vísi, 18. sept. 2007, en þá vorum við drullusokkar ca. 124 talsins. Í dag erum við hinsvegar 194 sem er gífurleg fjölgun og erum við Drullusokkar stoltir af því. Þeir lengi lifi. 


Yfir 100 Drullusokkar í Eyjum

 

mynd
Tryggvi Sigurðsson formaður Drullusokkanna í Eyjum.

Mótorhjólaklúbburinn Drullusokkarnir í Vestmannaeyjum hélt aðalfund sinn nýlega með miklum stæl en klúbburinn hefur nú 124 meðlimi innan sinna raða sem telja verður einhverskonar Íslandsmet miðað við höfðatölu eyjaskeggja. Tryggvi Sigurðsson formaður klúbbsins segir í samtali við Vísi að þar að auki séu þeir með útibú á "Norðureyjunni" eins og hann kallar fastalandið.

"Það eru tvö skilyrði fyrir því að gerast meðlimur í Drullusokkunum," segir Tryggvi. "Í fyrsta lagi þarf viðkomandi að eiga mótorhjól og í öðru lagi verður hann að hafa átt heima í Vestmannaeyjum einhvern hluta æfinnar."

Það liggur ljóst fyrir að hluti meðlima býr nú á "Norðureyjunni" en Tryggvi segir að sérstakt embætti innan klúbbsins, Íslandsjarlinn, sjá um málefni þeirra. Núverandi Íslandsjarl er Steini Tótu. Hinn þekkti Vestmannaeyingur Árni Johnsen er ekki meðlimur sem stendur þar sem nokkuð er síðan hann seldi mótorhjól sitt. "Ef Árni kaupir hjól á ný gerum við hann að heiðursfélaga um leið," segir Tryggvi. "Árni er okkar maður í Eyjum."

25.03.2009 22:51

Smá hugleiðingar ritstjórnar


Okkur síðuhöldurum þykir leitt hve slappir Drullusokkar eru að tjá sig þar sem þetta er nú síðan okkar allra, og þar með erum við að renna svolítið blint í sjóinn með það hvort við séum að gera góða eða slæma hluti. Allar myndir af atburðum og fleira eru vel þegnar til þess að gera síðuna fjölbreyttari. Nú er klúbburinn að verða þriggja ára eftir rúman mánuð og félagar að verða um 200 talsins, en það eru kannski 4 til 5 sem hafa skrifað inn á síðuna að einhverju gagni. Við viljum helst ekki að þetta lognist út af. Við hljótum að geta gert betur "please,,. Ef einhverjum dettur í hug eitthvert umræðuefni er hægt að hafa samband við síðustjóra ([email protected]) sem kemur þá þeim málaflokki inn. Fer þá allt spjall um það málefni fram innan þess flokks, ekki eins og í gestabókinni, eða allt í belg og biðu. Í lokin, allar gamlar sem nýjar mótorhjólasögur eru vel þegnar.

25.03.2009 22:35

Böhmerland


Hér gefur að líta eitt fallegasta hjól allra tíma að margra mati og það var framleitt í Tékkóslóvakíu en týpan er OHV Long-Touring. Finnst ykkur það ekki fallegt? Kvikindið er 598cc

16.03.2009 15:24

Bifhjólanámskeið




"Bóklegt bifhjólanámskeið verður haldið í Vestmannaeyjum dagana 25. og 26. mars 2009, ef næg þátttaka fæst. Verð kr. 18.000,- Nauðsynlegt að skrá sig tímanlega!  Námskeiðið er bæði ætlað þeim sem hyggjast læra á þung bifhjól sem og þeim sem ætla að læra á létt bifhjól (skellinöðrur).  Námskeiðið verður haldið í Stjörnusal á Hótel Þórshamri.

Eftir að þátttakendur ljúka bóklegu námskeiði- og prófi er svo ætlunin að kenna verklega hlutann í Vestmannaeyjum og ljúka þar verklega prófinu með vorinu.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið og fá allar frekari upplýsingar með því að hafa samband við Sigurð í síma 822 4166 eða með því að senda tölvupóst á
[email protected]."

Kær kveðja,

Ökukennsla
17.is sf,
Sigurður Jónasson

14.03.2009 18:44

Umhu, umhu, Raymond Douglas Davies


Drullusokkur # 183 Þórleifur Ásgeirsson (Raymond Douglas Davies) Mr. Kinks

Dr. Bjössi fann ljósið í Sandgerði. Þar breyttist hann í Súkkusugu

Þeim leiðist ekki að hafa fundið hvorn annan. Umhu, umhu.

14.03.2009 18:03

Yfirlögregluþjónninn mátar fákinn




Trúboðarnir fylgjast með the Black Bomber


Tvisvar sinnum Black Bomber sjá bjartari framtíð í höndum kuml-foringjans



Biggi breti brosir breitt á japana. Þeir eru sjaldséðir hvítu hrafnarnir

04.03.2009 20:38

Glæsilegur reiðfákur


Félagi Símon #34 í Vík í Mýrdal sendi okkur þessa mynd og eru flest öll hjól þeirra
Víkur-búa í svipuðum stíl. Það væri ekki amalegt að hafa svona glæsigrip á milli
lappanna og ríða á honum um götur bæjarins.

04.03.2009 20:32

Gleði ungsokka





Ungsokkar breytast í sukksokka, þetta eru algerir Drullusokkar

04.03.2009 20:22

CBX væntumþykja


Greinilegt að Drullusokkum þykir vænt um hjólin sín
  • 1
Antal sidvisningar idag: 631
Antal unika besökare idag: 47
Antal sidvisningar igår: 4447
Antal unika besökare igår: 61
Totalt antal sidvisningar: 1413132
Antal unika besökare totalt: 86312
Uppdaterat antal: 23.11.2024 14:38:45