M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

Færslur: 2012 Júlí

22.07.2012 03:12

Í Héðinsfirði 2012


Set hér nokkrar úr Héðinsfirði sem við tókum í gær.Það eru allir greinilega í góðum gír enda frábær ferð hjá okkur í alla staði. Meira seinna.

20.07.2012 21:10

Nokkar frá í gær.
Hér er Magni nýkominn úr slipp en það þurfti að setja undir nýja barða enda gömlu eins og Yul Brynner var um höfuðið slveg sköllóttur.

 

Hér er Gummi Páls á Repsol græjuni sinni.Við minnismerkið hans Heidda í Varmahlíð.Fallið heitir þetta frábæra  minnismerki um látna mótorhjólamenn. Höfundur verksins lést í mótorhjólaslysi ári eftir að verkið var sett upp árið 2005.Meira síðar úr ferðini en við erum 12 drullusokkar á hjólum ásamt fylgifiskum sem telja fullt af glæsilegum konum.

20.07.2012 12:41

Á Akureyri 1976
Nú eru Vestmannaeyjiskir Drullusokkar á Akureyri og því upplagt að koma með eina mynd frá fyrstu heimsókn okkar til Akureyrar árið 1976. Þarna eu allar fjögura cylindra Hondur á Islandi á þessum tíma saman komnar, á myndini eru frá vinstri talið Steini Tótu, Bragi Fimboga og Svenni Guðmunds.Þarna eru Steini Tótu og Einar Arnars. í Skagafirði að undirbúa dráttinn til Akureyrar en keðjan hjá Steina brotnaði inn í mótorinn.Hér er svo ein tekin á sama stað 36 árum síðar,svo það er eins gott að ath keðjuna.

17.07.2012 19:42

Smá uppstilling.


                                                                                                                Myndataka Sindri G.

17.07.2012 13:47

Akureyrarferð Drullusokka 2012


Akureyri 2012Jæja þá er ferðin okkar til Akureyrar um næstu helgi en eins og áður hefur komið fram verður hver og einn að sjá um sína gistingu sjálfur þar sem við hreinlega getum ekki áætlað hve margir ætla með og frekar fúlt að panta og borga fyrir 20 til 30 manns og svo mæta bara 10 eða 15 við vitum ekki fjöldan fyrir fram sorry. Ég og Erla leigðum íbúð fyrir mánuði síðan og geta 4 gist hjá okkur. Og var það þannig að fyrstur kemur fyrstur fær eins og komið hefur fram áður. Þeir sem með okkur verða eru eftirtaldir 
 Jenni # 7,Siggi Óli # 69, Hermann # 59, Darri # 61.
Við ætlum að fara með Herjólfi fyrstu ferð á fimtudaginn og leggja í ann frá N 1 í Mosfellsbæ kl 12.00 þar sem reiknað er með að fara Þingvallaleiðina frá Landeyjarhöfn. Það eru allir velkomnir að koma með okkur norður enda ætlun okkar að hafa bara gaman af enda sumarið stutt á Islandi.

16.07.2012 22:12

Katana hittir fyrrum eiganda

Bræðurnir Hilmar og Adólf kíktu í skúrinn hjá Sigga Kollþrykktum til að kanna ástandið á æskuástinni hans Adólfs.

Adólfi minnir að það hafi verið í skárra standi þegar að hann átti það.

Það væri gaman að fá myndir af hjólinu frá því í gamla daga.

Þarna gæti hann verið að hugsa ; Jú veistu það leit betur út.

16.07.2012 20:34

Þrautabraut á hjóladögum 2010

Hér er sigurvegarinn í keppninni 2010.

16.07.2012 07:40

Um helgina nýliðnu.
Stebbi Jóns heimsótti Eyjarnar um helgina og hengdum við að sjálfsögðu nælu á kallinn.Sko hann Stebbi var mótorhjólamaður þegar ég var á Honda 50 og það er sko langt síðan og aldrei slittnaði ferillinn hans Stefáns og ef naðran bilaði hjá manni þá reddaði Stebbi því ekki málið sagði hann.

 Þessir byrjuðu allir að hjóla fyrir meira en 40 árum síðan.En samt svona ungir......skrítið.
Það er aldeilis búin að vera brakandi blíðan ekki bara síðustu viku heldur vikur.

15.07.2012 12:39

Syllukallarnir í Drullusokkunum


Flestir muna eftir Prúðuleikurunum úr sjónvarpinu í den en þar voru ofarlega Syllukallarnir sem sátu í stúku og tuðuðu svona í gríni um sýninguna. Nú eru drullusokkar búnir að eignast sína eigin syllukalla en kíkjum aðeins á þetta nánar.Hérna eru kvikindin.Og hérna eru syllukallarnir á sylluni þessir orginal.Hér eru svo syllukallarnir okkar Drullusokka, Biggi og Gilli báðir flottir og standa ávalt þétt saman á móti formanninum. Það skal skýrt tekið fram að þetta er allt í góðu enda bara gaman að vera til.

15.07.2012 00:50

Úti í London vorið 1981
Hér eru Helena X1, Addi bróðir, Einar Sigþórs og Tjalli fyrir utan fræga búð í London sem seldi allt milli himins og jarðar í mótorhjól sem voru jú lífið á þessum árum.Hér erum við svo, Ég, Einar og Addi vel mettir eftir að hafa verslað í Big Bike búðini, svo þegar við komum þarna aftur árið 1983 þá var búið að loka sjoppuni og veröldin hrundi enda lítill heimurinn hjá guttunum.


13.07.2012 20:16

Fleiri myndir á ferð.


Það er gaman af þessum myndum sem teknar eru á ferð, hér koma nokkrar sem að Sindri Georgs tók í lok síðasta sumars.
11.07.2012 18:31

Siggi Árni á Harley hjólinu sínu.
Hér er mynd sem Jón Högni hennar Stefaníu # 200 sendi okkur af Sigga Árna # 6 þegar hann átti Harley Davidson hjólið. flott mynd svona tekin á ferðini.

11.07.2012 12:27

Steini kokkur prufar Hondu cb 500
Hér sjáum við Steinar Ágústsson eða Steina kokk, Steini var nú aldrei neinn mótorhjólamaður en brá á leik fyrir utan skýlið á fimmtudeginum fyrir þjóðhátíð árið 1980. Það lá vel á kalli enda eitt alsherjar fillirí framundan hjá Steina en kallinn var eins og Njáll á Bergþórshvoli honum óx ekki skegg.

Eldra efni

Flettingar í dag: 116
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 428
Gestir í gær: 83
Samtals flettingar: 5246272
Samtals gestir: 673901
Tölur uppfærðar: 7.3.2021 07:37:33