M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

19.11.2011 18:50

Smá brot af sögu Honda Gold Wing


Árið 1975 kynnti Honda nýtt hjól til sögunar sem jaframt var fyrsta Japanska hjólið sem búið var boxer mótor og var hann vatnskældur og einnig með drifskafti, ekki féll þetta hjól vel í kramið hjá ungum hjólamönnum en varð strax geisivinsælt sem ferðahjól og er það reyndar framleitt enn þann dag í dag að visu mikið breitt frá upphaflega Gold Wing hjólinu, en kíkjum aðeins á þetta



Hér er fyrsta gerð Honda GL 1000 árg 1975 en það kom eitt nýtt svona hjól til landsins á sínum tíma.



Árið 1976 var hægt að fá GL 1000 hjólið í LTD útgáfu og var það með gullituðum felguhringjum



Árið 1978 var fyrsta breitingin á GL 1000 hjólinu en það var framleitt bæði 1978 og 1979 svona með fyrstu gerð af álfelgum og mælaborði á tankanum  ásamt ýmsum smábreitingum. En samt að þá er þetta GL 1000 cc hjól það síðasta sem ég flokka sem alvöru mótorhjól því næsta gerð flokka ég undir Limma eða bara teppi allavega farið að fjarlægjast venjulegt mótorhjól mikið.



Hér er svo farið að breita Gold Wingnum í þá átt sem hann átti svo út eftir að líta út í og árið 1980 var hann orðin 1100 cc.



Hér er 1100cc hjólið árg árg 1982.



Hér er hjólið af árg 1985 en þarna er það 1200cc 4 cylindra síðasta gerðin  af fjögura strokka mótornum



Hér er Gold Winginn af árg 1993 þarna er hann orðin 6 cylindra og búinn 1500 cc mótor.



Hér er hann orðinn 1800cc en þessi Gold Wing er af árg 2008

Flettingar í dag: 38
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1437
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 788487
Samtals gestir: 55911
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 00:42:52