M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2011 Maí

31.05.2011 10:58

Afmælisgjöfin frá Göflurunum.




Um helgina síðustu færðu félagar okkar úr Göflurunum þessa glæsilegu gjöf í tilefni 5 ára afmælis okkar en Gaflarar eru vinaklúbbur Drullusokka.



Hér er nærmynd af skyltinu sem er á plattanum. Við þökkum kærlega fyrir okkur en gaflararnir heiðruðu okkur með nærveru sinni á afmæli okkar um helgina





Hér er hluti Gaflara sem eru í okkar röðum en að vísu er Iddi þarna á myndini ekki einn þeirra en hann er jú Drullusokkur, hinir eru allir úr Hafnarfirði og eru hér að taka á móti Gunna Jóns sem var að fá sér Harley Davidson  hjól en Gunni er gamall mótohjóladúd úr Hafnarfirði og hefur gengið til liðs við Drullusokkana enda verið búsettur hér í mörg ár

29.05.2011 16:23

Meira frá stórsýninguni okkar




























Já hún var stórglæsileg sýningin okkar um helgina og mikil þáttaka í henni og stanslaust rennirí af fólki allan opnunartímann, en það eru bara til svo mörg falleg og vel hirt hjól hér í eyjum og alveg ástæðulaust að fara með þetta upp á land til að sína það enda er mikið betra að fá frekar fólk hingað til að skoða ef það vill á annað borð sjá hvað eyjamenn hafa upp á að bjóða í mótorhjólaflóruni.
Um kvöldið var svo farið út að borða og eitthvað var nú drukkið með þessu öllu og veðurguðirnir voru okkur mjög velviljaðir enda sól og blíða alla helgina

28.05.2011 11:15

Stórsýning Drullusokka 2011


Jæja þá er búið að opna sýningu okkar og koma hér nokkrar myndir sem ég tók í gærkvöldi þegar uppsettningin var á fullu en þarna er samankomin flóra mótorhjóla Vestmannaeyjinga en það voru komin yfir 100 hjól í gær þegar við lokuðum og átti eftir að bætast í hópinn. Það er um að gera fyrir bæjarbúa að kíkja á þetta en þarna er margur fallegur gripurinn til sýnis.

Hér eru svo nokkrar myndir frá í gærkvöld

























Svo er bara að drífa sig og skoða þetta með eigin augum.

26.05.2011 10:43

Myndir frá sýninguni 2008

 


















Svona til að minna á að við ætlum að halda sýningu á mótorfákum af öllum stærðum og öllum gerðum nú um helgina að þá koma hér nokkrar myndir frá síðustu sýningu  Drullusokka en hún var haldin árið 2008.
Nú er bara að fjölmenna í Íþróttahúsið á Laugardaginn og gera þetta barasta skemtilegt.

24.05.2011 21:20

Stórsýning Drullusokka 2011.




Jæja þá er komið að stórsýningu Drullusokka árið 2011 og eru allir velkomnir og vonandi að við náum að toppa síðustu sýningu okkar frá árinu 2008 sem þótti glæsileg í alla staði
Þeir sem eru tilbúnir að aðstoða við uppsetningu sýningarinar eru beðnir að hitta okkur upp við Íþróttamiðstöð á Föstudaginn næstkomandi á milli kl 1600 og 1700 en þá fáum við salinn afhentan.
Eins eru öll hjól velkominn ef menn vilja lána okkur þau til þess að sýna.
Með samstilltu átaki getum við gert stóra hluti saman.

24.05.2011 14:16

Hljómsveitin Logar frá Vestmannaeyjum




Hér er gömul mynd af Logunum sem var aðalhljómsveit eyjamanna á bítlaárunum og langt fram á 8 áratuginn en hér eru strákarnir allir á Hondum að sjálfsögðu, fremst er Henrý Erlends á CB 450 Black Bomber næstur er Helgi Hermans á CB 160 þá Geiri í Háagarði á 125 Hondu næst er Siggi Stefáns trommari á CB160 og í endan er Grétar heitin Skaptason á CB 160 myndin er sennilegast frá árinu 1967.

23.05.2011 11:25

Á Selfossi árið 1968




Hér eru myndir frá Bigga Jóns úr safni Sverris bróður hans sem teknar voru á Selfossi árið 1968, þarna eru fremst splunkunýtt BSA Ligthning 650 sem Ágúst Guðmundsson í Rvk átti siðan er það Matchless 500 árg 46 en þarna átti hjólið Stebbi Jóns síðan sést Harley Davidson 1200 cc Panhedd árg sennilega 1955 en þetta hjól átti strákur sem Eiríkur hét  eða heitir en hann flutti með hjólið til Svíþjóðar, og næst er Triumph Bonneville sem Sverrir Jónsson átti, í endan er Yamaha 90 cc, árg 1967 eitt af þeim allra fyrstu sem komu til landsins en Kristján Jens Kristjánsson heitir sá er það átti.



Hér er önnur mynd frá Selfossi en á þessum árum voru bræðurnir Sverrir og Stefán að læra bifvélavirkjun hjá Kaupfélags bílaverkstæðinu.



Hér mátar Beggi í Sölvholti BSA hjólið en seinna þetta ár keypti hann svo eina 650 Triumph Trophy hjólið sem kom til landsins en það var af árgerð 1968, flest þessara hjóla eru enn til í dag og það í flottu standi þótt liðin séu 43 ár síðan myndatakan fór fram. Þarna má sjá Ágúst Guðmundsson BSA mann krjúpandi og Stebbi Jóns boginn að honum  og einnig Sverrir sem stendur fyrir aftan Bísuna. Í dag er BSA hjólið sem nýtt og er það á Selfossi ásamt Triumph hjólinu hans Begga sem er þá komið heim aftur.

20.05.2011 21:39

Úrslitinn úr spyrnuni kunngerð.




Jæja þá er spyrnan afstaðin og er hér einn helsti stuðningsmaður Hondunar Maggi Breti það er ávalt erfitt er að fá upp afstöðu Magnúsar en hann gefur aldrei neitt upp. En Maggi mætti í þessari kapp peysu og segir liturinn á peysuni allt um það með hvorum hann stóð. Hér eru bláu félagarnir saman



Hér er lagt af stað niður eftir og all í rólegheitum lilli fékk að vera á undan.



Hér er búið að stilla upp og allt klártí að láta vaða



Hér er gamli á fullum damp en hvar er Addi á ofurgræjuni er hann fyrir framan eða er hann fyrir aftan ?



Jú þarna eru þeir báðir.



Þessi heppnaðist nú illa allavega fyrir Adda



Hér er ein úr spyrnu no 3 en hún tókst best af þessum 3 spyrnum sem teknar voru allavega fyrir Adda.



Hér sígur svo fortiðin svo örugglega fram úr Ofurdrullumallaranum ógurlega,Já sú gamla er greinilega enn svolítið GRÖÐ og spræk þrátt fyrir háan aldur það má nú segja enda fóru leikar 3 - 0. Geri aðrir betur.



Hondan seig örugglega framúr á hraðanum



Það er nú ekki oft sem þetta sést að Betarnir standa fullum fetum saman með Honduni en þarna lögðust allir götuhjólastákarnir á eitt og stóðu saman enda var heiður gömlu kallana allra í hættu.Það var ljúft að fá sigurkossinn frá þessum tveim það má nú segja.



Svo var bara að rasskella Lilla bro í orðsins fyllstu.Sem sagt tíminn vinnur allt meira að segja þessa spyrnu.


20.05.2011 12:54

kl 20,00 Race is on þið vitið hvar.

"Bræður munu berjast"
Já nú veður skorið úr þessu með mallarann og gamla krómhlunkinn kl 20,00 ef hann hangir þur




Hér er annar raecerinn sem framleiddur var rétt eftir miðja síðustu öld ásamt knapanum sem hana mun sitja.



Sú gamla ku vera í fanta góðu formi þótt kominn sé vel undir fertugt og hlakkar bara til að takast á við pjakkinn á nöðruni.



Og hér er svo ofurmallarinn ásamt knapa en veðbankarnir eru honum mun hliðhollari og eru líkurnar 75% honum í vil en veðbankar geta klikkað við sáum það í  Eurovision.



Lilli bro er vígreifur á græjuni og kanski að hann geti brosað breitt í kvöld. En þótt sumir séu eldri og kílóin hlaðist upp í árana rás svo ekki sé nú talað um gráu hárin þá getur gamli verið seigur og gamla Hondan sem nú flokkast undir fornhjól að þá lummar hún á afli sem ekki margar græjur á hennar aldri hafa. Það má stundum vera vondur við litla bro en bara stundum og er dagurinn upplagður í að flengja nú lillan enda verið gert áður með góðum árangri.

19.05.2011 12:59

Stebbi Jóns og Triumph hjólið hans árið 1972.


 

Hér er Stefán Jónsson eða Stebbi Lee eins og hann er oftast kallaður, þessi mynd er frá árinu 1972 en hann ásamt nokkrum hjólastrákum fóru í ferð norður á Akureyri ( Möl alla leiðina) en hér er Stebbi við Triumph hjólið sitt sem hann á enn og er búinn að eiga síðan 1968 þarna bilaði gírkassinn og þurfti að senda hjólið aftur suður held að þetta sé tekið við Blönduós.Stefán er þarna með Easy Rider sólgeraugun sem voru mikið í tísku á þessum árum.




Hér  er önnur mynd á sama stað þarna eru Stebbi,  Daði heitinn Sigurðson en þennan granna strák þekki ég ekki hjólið á miðri mynd er Suzuki T 500 hjólið hans Daða en hann átti Súkkuna á undan 750 Kawanum sem hann átti sem lengst.Þetta var eina svona hjólið sem kom til landsins og var það af árg 1970,einig sést þarna í Hondu CB 350, þessar myndir koma frá Didda í Sólheimatungu

18.05.2011 10:41

Tveir prjónarar í einu




Hér sjáum við tvo unga drengi á afturhjólinu að sjáfsögðu en þetta eru Gaui Gunnsteins á nýju 1100 gpz Kawasaki af árg 1982 og fjær er Egill Sveinbjöns á KZ 650 Kawasaki hjóli af árg 1980 myndin er frá árinu 1983.
Þetta var vinsælt sport hjá okkur niðri á bryggju en þar máttum við vera í friði og oft gaman enda margir peyjar oft á ferðini þarna á góðum degi.

17.05.2011 16:12

Kappaksturshjólið hans Adda Steina




Hér er stoltur drullumallari við kappakstursmallarann sinn



Addi Steini á sér draum og er hann á þá leið að stinga af gamla 37 ára 750 Hondu upp hjá Krók eigum við að leifa honum að fá martröð og vakna upp með skelfingaröskri og tilheirandi svitabaði þegar gamli á gömlu snýr stráknum við í nærbrókunum í miðri brekkuni.en þá þarf aðra spyrnu til að snúa þeim aftur svo tippagatið snúi nú fram hjá guttanum á mallaranum.

17.05.2011 01:05

Viltu flytja inn gamalt hjól frá USA ?



Ef þú vilt henda þessu inn á heimasíðuna hjá ykkur væri það vel þegið.

Er að flytja heim nokkur gömul japönsk hjól frá New York á næstu vikum. Er búinn að kaupa 5 hjól og laust pláss fyrir 3 í viðbót. Það er hægt að fá sumar týpur nokkuð ódýrt í USA núna, sérstaklega Hondur og Súkkur. Komin eru tvö CB750, eitt Yamaha XS650 (get fengið fleiri), Suzuki GS850 og loks eitt Triumph 1958. Tek 20 feta gám heim svo að menn skipta með sér kostnaði við flutninginn, en ég fer út til að ganga frá þeim sjálfur í gáminn sem er mun ódýrara en að láta sjá um það fyrir sig. Myndin er af fyrstu sendingunni til mín en ég geymi hjólin hjá frændfólki rétt hjá Orange County Choppers vitleysingjunum.

Hjólakveðja til Eyja, Njáll Gunnlaugsson

16.05.2011 09:55

Sverrir Jónsson


Hér eru tvær myndir sem Ásbjörn Ólafsson ( Diddi ) tók úti í Aberdeen árið 1968 af Sverri Þór Jónssyni heitnum En Sverrir var bróðir Bigga og Stefáns Jónssona og var hann á milli þeirra í aldri fæddur árið 1948.Líkt og bræður sínir hafði hann gríðarlega mikinn áhuga á mótorhjólum. Sverrir lést langt fyrir aldur fram í Mótorhjólaslysi rétt rúmlega tvítugur að aldri.



Sverrir Og Diddi fóru óhefðbundna leið til að komast út til Bretlands þeir félagar fengu að fara með fiskibát héðan úr eyjum sem var á leið í siglingu með fisk.Fargjaldið borguðu þeir með því að standa stímvaktir á leiðini út, síðan tóku þeir lest frá Aberdeen niður til London og var sko ekki  farið á hefðbundna ferðamannastaði í London heldur voru mótorhjólabúðirnar þræddar enda áhuginn mikill þar. þeir félagar áttu báðir ný hjól heima í eyjum Sverrir með Triumph Bonneville 650 og Diddi með Hondu CB 450 Black Bomber


Hér situr Sverrir á BSA  A10 örlítið breittu í raece stílinn.
Þessar myndir eru úr safni Didda og þökkum við fyrir lánið á þeim og gaman að fá þær inn í safn mynda okkar af litríkri mótorhjólasögu okkar hér á eyjuni litlu.
Flettingar í dag: 164
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 580
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 1344573
Samtals gestir: 82603
Tölur uppfærðar: 30.10.2024 03:53:24