M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

19.05.2011 12:59

Stebbi Jóns og Triumph hjólið hans árið 1972.


 

Hér er Stefán Jónsson eða Stebbi Lee eins og hann er oftast kallaður, þessi mynd er frá árinu 1972 en hann ásamt nokkrum hjólastrákum fóru í ferð norður á Akureyri ( Möl alla leiðina) en hér er Stebbi við Triumph hjólið sitt sem hann á enn og er búinn að eiga síðan 1968 þarna bilaði gírkassinn og þurfti að senda hjólið aftur suður held að þetta sé tekið við Blönduós.Stefán er þarna með Easy Rider sólgeraugun sem voru mikið í tísku á þessum árum.




Hér  er önnur mynd á sama stað þarna eru Stebbi,  Daði heitinn Sigurðson en þennan granna strák þekki ég ekki hjólið á miðri mynd er Suzuki T 500 hjólið hans Daða en hann átti Súkkuna á undan 750 Kawanum sem hann átti sem lengst.Þetta var eina svona hjólið sem kom til landsins og var það af árg 1970,einig sést þarna í Hondu CB 350, þessar myndir koma frá Didda í Sólheimatungu

Flettingar í dag: 403
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 760
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 830395
Samtals gestir: 58209
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 12:37:26