M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

12.05.2015 19:16

Mr. Burn

Það er löngu kominn tími á einn brunapistil,, ágætishugleiðingar hjá karlinum, og skemmtileg skrif eins og oft áður.       


   Umræða um landráð !!!!

 

Á umræða um landráð heima á heimasíðu mótorhjólafélags ?? Nei eflaust ekki !! En það er auðvitað nálægt landráði að segja að mótorhjól framleidd í hrísgrjónalandi eða þar sem Broken Motor Works (BMW) er framleiddur sem og fræg vatnsdæla sem ber nafnið Mótor Gussi séu betri en Bresk (breskt er best) mótorhjól. En svona fullyrðingu las ég fyrir nokkru í ónefndu mótorhjólablaði sem okkar á milli er gefið út í Englandi=Landráð !!

 

Saga breskra mótorhjóla er auðvitað með þeim elstu og því ætti framleiðsla þeirra og gæði  vera langt um fremri en framangreindra, auðvitað vitum við öll að á tímabili voru bretarnir lang lang bestir, það þarf ekki skoða söguna lengi til að sjá það sjáum t.d. Vincent, Brough Superior sem t.d. Lawrence of Arabia taldi besta hjólið í heiminum, síðan má nefna Norton sem á tímabili átti TT keppnina á Isle of Man með Manx-inn, síðan tuga hraðameta sem Triumph átti, svona má mjög lengi telja og allt of langt mál að skrifa um og það þarf auð- vitað ekkert að sannfæra alvöru bretaaðdáendur um Breskt er best.

 

En síðan breska heimsveldið var uppá sitt besta hefur mikið vatn runnið til sjávar og í nútíma umhverfi og umferð hvort eru betri bresk mótorhjól framleidd fyrir ca. árið 1975, eða japönsk, þýsk og sum hjól frá ítalíu ??? Þarna verður margt að skoða, t.d. viðhald, hvernig er að koma hjólinu í gang, geta bæði kyninn notað græjuna o.s.frv. Stórt er spurt og þetta verður kannski ósanngjarn samanburður, því framleiðsluaðferðir voru svo ólíkar og byggðar á mjög ólíkum ja hefðum. Tökum t.d. byrjun japana í stærri hjólum þ.e.a.s. 450cc og stærri. Þeirra fyrstu hjól voru í raun eftirlíkingar frá Englandi, nema japanir voru með svo til nýjar verksmiðjur og ekkert um verkföll annan hvorn dag!! Síðan voru mótorar settir saman þversum en bretinn setti sýna mótora saman langsöm=meiri hætta á olíuleka.

 

Japanir voru t.d. ekki lengi að sjá að það væri miklu betra að vera með rafstart (konutakka) heldur en að þurfa að snúa græjunni í gang, reyndar komu mörg hjól frá japan með rafstarti og sveif. Síðan þótti japönum leiðinlegt að vera með bensínlykt af fingrum sýnum svo þeir voru með blöndunga sem ekki þurfti að dæla inná handvirkt, svo fannst þeim líka fljótlega betra að vera með diskabremsur heldur en borðabremsur allavega að framan, yfirliggjandi knastása ofl. Þjóðverjinn var líka á undan bretum með ýmsa tækninýungar á þessum síðustu árum breska heimsveldisins, ég ætla ekkert sérstaklega að tala um spagetti framleiðsluna !!

 

Hvurslags myndi unglingurinn spyrja er bara verið að "dissa" bretann, ertu búin að skokka á staur eða hvað ??!! Nei BRETAR voru búnir að gera þetta alltsaman, en eigendur t.d. BSA, Norton, Ariel og Triumph fyrirtækjana hugsuðu bara um eitt: peninga og því ættu þeir að breyta einhverju sem hafði gengið í tugi tugi ára. Þó að ungir hönnuðir kæmu með góðar hugmyndir og þær jafnvel reyndar þá endaði þetta alltaf á spurningu eiganda hvað kostar þetta. Svo var auðvitað ekkert mikið hugsað um breska verkalíðinn sem hafði fyrr á árum verið stoltur af sinni framleiðslu og sögu, en það breytist eins og margt annað í sögunni um breska mótorhjólaframleiðslu. Þessar bresku verksmiðjur fóru á hausinn hver á eftir annarri, t.d. fór BSA undir Triumph og síðan Norton og svo bara dó þetta alltsaman= Japönsk heimsyfirráð.

 

 

 

En bökkum aðeins og förum svona ca. til ársins 1968-69, japanir koma með fjögurra strokka (já já Honda) græju, með rafstarti og yfirliggjandi knastás og diskabremsu að framan, bretar svara með þriggja strokka græju (BSA og Triumph), startsveif og borðabremsum að framan og aftan. En hvor hjólin voru betri á kappakstursbrautum heimsins ?? Jú auðvitað bretinn með Triumph Trident og BSA Rocket Three, það tók japani nokkuð mörg ár að ná bretunum og það snerist aðallega um smíði grinda. Það er ekki fyrr en árið 1975 að Triumph Trident T160 og Norton Commando MKIII komu með rafstarti, reyndar hægt að setja spurningamerki við virkni þessa svokallaða rafstarts á Norton. Þessi tvo hjól komu einnig með diska bremsum bæði framan og aftan sem og að skiptipedali var færður á vitlausa hlið þ.e. vinstra megin, sko útaf því að í USA gátu þeir ekki lært muninn á hægri og vinstri hlið. En á þessum tíma var BSA dáið.

 

Það spyrja margir hvað ekkert rætt um Móto Gussa, Dúkka eða Bimma, ja allavega þrír !!, jú aðeins skal rita um þá, en hér á landi var mjög lítið um þessi hjól og ræðandi um gæði og akturseiginleika ofl., þá má kannski segja að Bimminn átti fullt af gæðum með tveggja strokka voffavélina en kannski ekki mikið meira (jú aðeins), svipað með Gussann, en Dúkkinn átti útlitið og síðan frábæra frammistöðu á kappakstursbrautum, en gæði ja þeirra rafmagns sérfræðingar fengu 10 í rafmagnsfræði frá skóla LUCAS sem fann upp myrkrið, en svona að gamni skoðið myndir af GT dúkka eða SS dúkka frá árunum eftir 1970 og þið sjáið varla fallegri hjól.

 

En hver er niðurstaðan ?? Allt smekkur manna og jafnvel trúarbrögð, ekki rétt ??!! Hver vill eiga hjól sem lekur olíu og þarf að snúa í gang ?? Hver vill eiga hjól sem er karekterlaust og er bara. Það getur engin í raun sagt að ein tegund sé betri en önnur. Allavega verður sá sem fullyrðir slíkt að getað stutt slíka fullyrðingu með eigin reynslu= að hafa átt og notað viðkomandi tegund. Svona í niðurlagi þá vona ég að einhvern daginn muni öðlingur einn sem heitir Hjörtur Jónasson endurbirta (var í Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum minnir mig) ferðalag sitt á Triumph Trident T-160 árg. 1975, þegar hann ók um norðurlöndin sem og hluta evrópu, hann ók um km 10000 og án þess að gera nokkurn tíma við græjuna, síðan bætti hann við ca. 5000 km á fósturjörðinni sama ár, síðan má einnig nefna það að Triumph er að gera virkilega góða hluti í dag og hjól þeirra seljast eins og heitar lummur, allavega annars staðar en hér. Norton er líka endurfæddur og hægt að kaupa slíka græju ef menn eiga slatta af peningum. Læt nokkrar myndir fylgja og tek fram að ég er alveg hlutlaus !!!

 

Óli bruni

 

Á bæði gömul bresk sem og janpanskt












Flettingar í dag: 824
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 372
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 787836
Samtals gestir: 55904
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 15:22:42