M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

12.08.2014 22:12

Bullhorn Brunans


Óli er í pennastuði þessa dagana og er það bara jákvætt fyrir okkar síðugesti,, hér koma nokkrar stuttar (bull)sögur.

Stuttar "sannar" sögur um Eyjapeyja:

Eyjapeyi einn ók Hamarsveginn á ca. tvöföldum leyfilegum hámarkshraða, þegar hann sér í baksýnisspeglum hjólsins blá blikkandi ljós og þarna er tugtinn/löggan mætt, peyinn hugsar með sér ég næ nú alveg að stinga þessa Volvo druslu af, svo hann gefur bara í, en sér fljótlega að þetta gengur ekki og hann stöðvar hjólið. Lögreglumaðurinn gengur rólega að honum og þetta er svona lögga á vel miðjum aldri. Löggan spyr peyjann þú veist um hámarkshraðann, síðan um ökuskírteinið og að lokum segir hann: Heyrðu góði þar sem vaktinni minni er að ljúka og ég í góðu skapi, skal ég sleppa þér með munnlega áminningu ef þú kemur með nógu góða afsökun um af hverju þú ókst svona hratt. Peyinn sem er nú líka á miðjum aldri segir ja það var þannig að fyrir ca. mánuði síðan þá stakk konan mín af með annarri löggu og ég hélt að þetta væri hann að reyna ná mér til að skila helvítis kerlingunni aftur !!!

 

Ungur eyjamaður einn sem á mótorhjól situr útí garði heima hjá sér í góða veðrinu (já já þetta gerðist fyrir þremur árum) er að fá sér einn kaldann og bara hafa það huggulegt. Hjá honum liggur hundurinn hans og sefur í rólegheitunum. Þá kemur þarna löggubíll og útúr honum stígur svona fósturvísir (mjög ung lögga) og gengur valdsmannslega að unga manninum og segir með mikilli áheyrslu: Átt þú þennan hund ?? Já segir ungi maðurinn og fær sér annan sopa af bjórnum. Þá segir löggan já þú ert í slæmum málum góði minn (góði minn er vinsælt hjá löggunni) því það er búið að kæra hundinn fyrir það að elta mann á mótorhjóli og það er sko alveg bannað. Ungi maðurinn segir: Er það öruggt að það sé minn hundur, ég tel þetta helvítis lygar, hundurinn minn er próflaus, á ekki mótorhjól og að auki ef hann ætti mótorhjól þá gæti hann ekki ekið því, hann er svo slæmur af gigt vegna aldurs og gæti aldrei kúplað eða tekið í handbremsu. Ekki fer sögum af svari löggunnar !!!

 

Tryggvi ók um sveitarveg einn fyrir austan fjall og ekur þar fram á bónda einn sem er þarna á hestbaki og með honum er hundurinn hans og einnig svört rolla (kind). Tryggvi spyr bóndann má ég ræða við hundinn þinn ? Bóndinn segir Snati kann ekki að tala. Tryggvi segir þá Snati hvernig hefur þú það ? Snati segir: Bara gott mér líður vel. Bóndinn trúir ekki sýnum eigin eyrum þegar hann heyrir Snata svara. Og Snati bætir við já hann gefur mér að borða, fer með mig í göngutúra og notar mig alltaf í smalamennsku, já mér liður bara vel. Bóndinn horfir opinmynntur á þetta allt saman. Nú spyr Tryggvi bóndann hvort hann megi tala við hestinn hans ? Bóndinn segir hann Skjóni kann ekki að tala. Tryggvi segir við Skjóna: Hvernig hefur þú það Skjóni minn ? Skjóni segir ég hef það bara flott, alltaf nóg að gera, nóg að éta, gott húsaskjól og mér líður bara virkilega vel skal ég segja þér. Bóndinn er nú alveg orðin orðlaus og skilur ekki neitt í neinu. Að lokum spyr Tryggvi bóndann, má ég ræða við svörtu rolluna þína. Þá er bóndanum öllum lokið og segir með miklum látum: Þessi helvítis rolla er bara bölvaður lygari !!!

 

Sagt er að mótorhjólaKARLMENN og þá aðallega Eyjapeyjar séu skilningslausir og skilji ekki þarfir kvenna sinna !! Eyjapeyi einn kemur heim eftir góðan hjólatúr með félögum sínum og eins og venjulega gengur hann beint að ísskápnum og sér þar stóran handskrifaðan miða sem á stendur:

Þetta virkar ekki lengur ég er farin heim til mömmu aftur. Peyinn opnar ísskápinn, ljósið inní honum kviknar, bjórinn er kaldur viðkomu og hann hugsar með sér hvaða helvítis bull er þetta nú !!!

 

Tíu atriði sem fráskildir karlkyns Eyjapeyjar telja sé betra að eiga og nota mótorhjól en að vera giftur eða í sambúð með konu:

1.     Það er ekki lögbrot að geyma önnur mótorhjól heima hjá þér

2.     Mótorhjóli þínu er sama þó það sé bundið niður til flutnings svo það hreyfist ekki

3.     Mótorhjóli þínu er sama þó þú skiptir við félaga þinn á mótorhjólum í smá tíma

4.     Mótorhjólinu þínu er sama hve mörg mótorhjól þú hefur tekið í

5.     Mótorhjólið þitt verður ekki afbrýðissamt þó þú komir með annað mótorhjól heim

6.     Ef mótorhjólið þitt er of hávaðasamt setur þú bara á það betri hljóðkút

7.     Það er ekkert gaman að hjóla í regngalla

8.     Þú verður ekki handtekinn þó þú takir vel á hjólinu í akstri

9.     Þú getur notað mótorhjólið þitt þó það leki olíu hluta mánaðarins

10.  Það telst plús að kaupa mótorhjól með alls konar aukadóti og sparar þér stór pening



Svo svona að lokum smá könnun og "sönn" saga um hvað það taki margar Fésara (þeir sem nota Facebook mikið) að skipta um ljósaperu:

1.     Einn fésara sem skiptir um ljósaperuna og sendir mynd af því til allra "vina" sinna.

2.     Síðan deila allir vinir hans (690) þessu og segja frá sínum aðferðum við vini sína sem og ljósmyndir.

3.     Síðan koma 29 til að vara vini sýna við um hættuna af því að skipta um ljósperu.

4.     Þá koma 99 og ræða um það hvort það sé ekki nóg að segja skipt um peru frekar en ljósaperu.

5.     Síðan koma aðrir 101 og segja hvað þessir 99 séu vitlausir að ræða um hvort sé réttara.

6.     Fimm fagmenn/rafvirkjar koma með sýn álit og leiðbeiningar.

7.     15 rafmagnsverkfræðingar leggja sitt til málanna og segja rafvirkjana ekkert vita.

8.     Aðrir 30 sjálfskipaðir sérfræðingar segja að allt sem fram sé komið sé vitleysa.

9.     Síðan 66 sem telja alla þessa umræðu um ljósperur séu af hinu góða.

10.  Þá birta 2010 myndir af sýnum ljósperum.

11.  Nú eru 5000 manns að ræða um þetta flókna mál.

12.  A

13.  A

14.  A

15.  A

16.  A

17.  A

18.  A

19.  A

20.  Sex mánuðum eftir upphaf þessa ljósperumáls þá sér einhver póst frá einhverjum og hefur málið uppá nýtt. Eða bara lækar o.s.frv. Já fésið er sko málið, ekki einhverjar dauðar heimasíður eða þannig sko !!!!!!

 


Flettingar í dag: 957
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 372
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 787969
Samtals gestir: 55905
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 17:12:05