M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

26.12.2013 11:00

Honda SL 350 í uppgerð.


 Honda SL 350 gerð upp í Hafnarfirði.




Hér er Reynir Gaflari með meiru að gera upp gamla Hondu SL 350 af árgerð 1971 en Reynir verslaði þetta hjól nýtt á sinum tíma. Hann leitaði að hjólinu og fann verslaði það og nú er verið að gera gripinn upp eins og nýjan



Hér eru þeir félagar Reynir, DR Bjössi og Sigurjón yfirgaflari að skoða gripinn á uppgerslustigi.



Svona kemur hjólið til með að líta út eftir uppgerð. Man altaf hvað manni þótti flott hjóðið í þessum græjum mjög sérstakt og ekki líkt neinu sem maður heyrir í dag.



Já það eru ekki bara Drullusokkar sem gera upp gamlar Hondur og er gaman af þessu framtaki hjá Gaflaranum Reyni enda vönduð vinnubrögð þarna á ferðini. Nú er Jenni Rauði á fullu við að gera upp Honduna sína sem er CB 550 four af árg 1976 sem hann Jenni er búin að nefna Maríu litlu sem fer henni afskaplega vel en nánar að þeirri uppgerð síðar hér á síðuni.
Flettingar í dag: 1394
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 1387
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 826598
Samtals gestir: 57789
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 16:21:08