M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

05.04.2013 21:43

Þverhausafundur.


Mætti á fund í gær hjá hinu merka vélhjólafélagi Þverhausum hinum nýstofnaða klúbbi mótorhjólamanna sem eiga gömul mótorhjól það er hjól sem orðin eru 30 ára og eldri og verða að vera gangfær ekki í kössum undir rúmmi. Þetta er hardcor klúbbur gamalla þverhausa eins og nafnið ber með sér. Það mættu 10 manns á fundinn og merki félagsins áhveðið svo menn geti státað af því í sumar, en nóg af bulli hér eru nokkrar myndir sem ég tók í gær.



Hér sést eini Nortoninn sem Óli Bruni á í dag en hann ku hafa tekið vel til í skúrnum hjá sér í vikuni sem er að líða og selt eins og tvo breta svona tveir fyrir einn tilboð eins og vinsælt er í tilboðum hinna ýmsu stórmarkaða með Bónus og Krónuna í farabroddi.



Doctorinn mætti á 550 Súkkuni sinni sem sem ku vera af tvítakkt gerð. Eða bara eins og bakarinn sagði tvíbaka gott slikkerí það.



Hér er ein af hluta félagana sem mættu á svæðið.



Hér eru fermingarbræðurnir af árgangi 1955 galvaskir að vanda.



En sárt sökknuðu þeir samt bróður no 3 Godd listaunanda en hann er 3 hjólið undir vagni þeirra Gumma, Bjössa og Godds en allir smjatta þeir á hinum ýmsu hlutum eins og mat með stóru M og svo listini við að inbyrða hann en Gummi er nú orðin yfirmaður vigtarinar í félaginu.



Smári Kristjáns mætti með þessa líka fínu brauðtertuna sem rann ljúft niður í félagsmenn, þarna sést Njáll skera sér sneið og bíður Bleikjubóndinn Guðmundur spenntur eftir að smakka herlegheitin.
Flettingar í dag: 19
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 851
Gestir í gær: 89
Samtals flettingar: 830862
Samtals gestir: 58261
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 00:30:34