M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

17.01.2012 09:03

(G)old-wing

Það er misjafnt hvað menn gera við hjólin sín og hvað mönnum finnst flott.
Mér var hugsað til Tryggva þegar að ég sá þessar tvær útfærslur af gömlum Honda Gold-wing.Kannski að Tryggvi breyti sínum e-ð í áttina að þessum tveimur !

Þetta er 1983 1100 GoldWing.
Eigandinn heitir Kevin Rowland og hann breytti hjólinu sjálfur. Tankurinn er af CB750, blöndungarnir úr gömlum Volkswagen, framdempararnir af Suzuki GSX-R og mixaður mono-afturdempari, bremsu- og kúpplingsbrakketin eru af CBR Hondu, og búið að græja vökvakúpplingu.


1975 1000 Gold Wing
Eigandinn er Paul Dutra, tankurinn er af KZ550, svo var bara allt sem mátti fara af hjólinu rifið af, hjólið lækkað, stellið sagað, beigt og soðið að aftan, eftir að gaurinn græjaði Gold Winginn svona fór hann á honum frá Canada til L.A. og til baka , ca. 5000mílur á 9 dögum, með þessu fína sæti.

Tekið af www.bikeexif.com
Flettingar í dag: 340
Gestir í dag: 153
Flettingar í gær: 829
Gestir í gær: 226
Samtals flettingar: 844026
Samtals gestir: 59264
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 07:07:03