M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

16.01.2012 08:13

MotoGuzzi V8

Moto Guzzi hannaði og framleiddi 8 cylendra kappaksturshjól á miðjum fimmta áratug síðustu aldar. Hjólið var gríðarlegt tækniundur á sínum tíma þrátt fyrir að hafa aðeins unnið þrjá sigra á þeim árum sem það var notað í keppnir.
Árið 1955 náði hjólið 275 kmh/klst á Spa brautinni.
Hjólið er 148 kg. í þurrvigt og skilar 78 hestöflum, 499cc vatskælt og 8.cyl. Mótorinn er virkilega nettur og tekur ótrúlega lítið pláss.
Fyrsta hjólið var framleitt 1954 og hóf keppni árið eftir, aðeins 5 svona hjól voru framleidd, og hjólið sem myndirnar eru af er 1957 árgerðin,síðasta árið sem Moto Guzzi notaði hjólið, en mótorinn í því hjóli var töluvert endurbættur frá fyrstu útgáfu. Moto Guzzi áttu samt alltaf í vandræðum með áræðanleika hjólsins.

Hjólið hefur kannski ekki útlitið með sér, en tækniundur síns tíma.



Flettingar í dag: 319
Gestir í dag: 138
Flettingar í gær: 829
Gestir í gær: 226
Samtals flettingar: 844005
Samtals gestir: 59249
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 06:18:15