M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

23.09.2011 23:45

HONDA CB1100

Viggi #124 er allur í retro-hjólunum, hann sendi okkur myndir og upplýsingar um nýtt/gamalt hjól sem að Honda kom með á markað 2004 (að ég held).
Hjólið heitir Honda CB1100, og er í þessum retro stíl, sem sagt nýtt hjól með nýju tækninni í gamla stílnum. Hjólið er hið glæsilegasta og fær þrusugóða dóma í blöðunum, hér eru smá upplýsingar um tækið:

Hjólið er 1140cc 4.cyl. vatnskælt
5.gíra og keðjudrifið.
240 kg. með vökvum.

Þetta hjól er frábært keyrsluhjól ef þú stimplar það strax inní hausinn á þér að það er ekki eins sprækt og öflugt og nýju sporthjólin, það á ekki að vera það. Það hefur ekki sama ruddapowerið niðri eins og sporthjólin í þessari stærð, einnig er hjólið á 18" felgum að framan og aftan (í stað 17" á flestum öðrum hjólum í dag), það gerir það að verkum að það svarar ekki eins fljótt í beygjum, en lúkkar eins og 70s hjól.
Helstu gallar hjólsins eru að það er frekar lítill bensíntankur á því 14,6 l. og sætið er frekar hart fyrir langkeyrslu, en yfir heildina er CB1100 vel heppnuð og skemmtileg græja með útlit sem að minnir á gömlu 70s hjólin.

Takið eftir pústgreinunum

Ekki ósvipaðar og á CB400 four 1975

Og miðjan á tanknum minnir heldur betur á gamla CBX tankinn

Hjólið kom í þessari útfærslu 2010.


Flettingar í dag: 462
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 760
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 830454
Samtals gestir: 58214
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 14:08:56