M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

02.05.2011 20:15

Nýtt ferðahjól frá BMW

BMW  hefur sett á markaðinn nýtt ferðahjól,  K 1600 GT.  Þetta hjól er með 6 strokka , 1600 cc mótor sem skilar um 160hö við 7750 rpm og togið er 175NM við 5250rpm.  Mótorinn er einstaklega samþjappaður og er mjórri en aðrir 6 strokka mótorar yfir 1000cc. Hann er líka einstaklega léttbyggður og vegur aðeins 102,6 kg.  Hjólið er að sjálfsögðu hlaðið öllum búnaði og er t.d. með sætishitara, cruise control, hituð handföng, hæðarstillanlegt ökumannssæti og rafstýrð vindhlíf. Að auki er hægt að fá það með DCT (grip stjórnun), ESA (rafstýrð fjöðrunarstjórnun) og dekkjaþrýstingstjórnun. Ökumaðurinn getur breytt eiginleikum mótorsins á þrjá vegu með takka í stýrinu. Það er hægt að velja um ferðastillingu, akstur í bleytu og sportstillingu. Bensíntankurinn tekur 24 lítra og hægt að ferðast 355km á tanknum (örugglega erfitt að komast svona langt á tanknum fyrir flesta!).  Stellið er úr áli og vegur hjólið þurrt fyrir utan töskur 319kg og 348 kg með töskum og toppkassa. Hjólið er að fá fínar umsagnir og þykir mjög kraftmikið og skemmtilegt. En verðið er kannski í hærri kantinum. Það kostar frá ca. 21.000-25.000 dollurum í USA og fer verðið eftir búnaði.


Nýja K1600GT hjólið er glæsilegt


Mótorinn er vígalegur, 6 strokka sleggja!


Flettingar í dag: 389
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 1254
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 835590
Samtals gestir: 58624
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 08:37:50