M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

08.04.2011 13:11

Myndir frá félögum.


Sæll gamli maður,



Hér eru þrjár myndir af hjólum í minni eigu eitt heitir Triumph Trident T-150 árg. 1972 sagt hefur verið að maður einn hafi selt hjólið frá eyjum því honum hafi alltaf dreymt um að borða mikið af spagetti sem hann gerir nú daglega að sögn, hjólið er aðeins breytt frá því spagettimaðurinn átti það. Svo er það mynd af einu stk. Norton Commando þar sem ég stend við það núna 05.04.11 í ausandi rigningu til að athuga hvort það sé vatnshelt, því þó sagt sé að breskt sé best, þá veit maður aldrei og vill reyna á allt. Svo fylgir kannski mynd af Kawasúkki, fyrirgefið en Haukur tollari plataði mig til að kaupa þennan hrísgjónabrennara, ekkert gaman að þessu fer alltaf í gang og þolir líka rigningu, annars allt gott eins og maðurinn sagði.

  Með kveðju Óli Bruni # 173



Hér mun vera á ferðini Triumph Trident T 150 hjólið sem hann Biggi Spaghetti maður eins og Óli vill kalla hann eftir að hann verslaði Italskan Ducati nú í haust, það er aðeins búið að breita hjólinu síðan það var hér í eyjum í fyrra.



Hér er mynd af hjólinu meðan Biggi átti það og er breitingin töluverð. En sumum finnst svona gömul hjól flott orginal og öðrum ekki og er bara gaman að smekkur manna er misjafn á hjólum svona alment.



Hér er svo afmælisgjöfin hjá þeim gamla ekki þori ég að nefna hve gamall kallinn er en Nortoninn er flottur með góðar bremsur og spurning hvort ég eigi ekki að bjóða 750 Honduni minni í grillveislu upp hjá Krók en henni þótti Nortonin hans Bigga bara bragðast vel síðast þegar henni var boðið upp á Norton.
En þetta er flott hjól hjá Óla og er 850 Nortoninn af árg 1975.



Hér er svo 900 Kawasaki hjólið af árg 1974 en þetta hjól flutti Óli inn frá Þýskalandi í fyrra hjólið er toppgræjað og hefur kostað góðan skylding hingað komið. Þetta er glæsilegur floti hjá þeim gamla og ætti sá gamli að njóta sín vel á eftirlaunununum sem styttist óðfluga í.




Flettingar í dag: 285
Gestir í dag: 103
Flettingar í gær: 1907
Gestir í gær: 399
Samtals flettingar: 845878
Samtals gestir: 59613
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 02:23:19