M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

01.04.2011 10:10

Hjólin hans Hauks tollara




Hér er Kawasaki z 1000 árg 1978 en þetta hjól flutti Haukur Richardsson # 79 inn fyrir nokkrum árum síðan og er græjan sem ný Haukur er búinn að dekra við hjólið og malar það eins og köttur eftir að hann tók heddið og tórana og skveraði.
Á sínum tíma voru flutt inn 5 svona hjól ný og komu tvö þeirra hingað til eyja en þau voru öll rauð svo þetta er sá fyrsti sem kemur grænn en þessir tveir litir voru í boði.




Hér er svo Kawasaki ZRX 1200 S hjólið hans Hauks kallinn er búinn að tjúna græjuna vel upp setja mótorinn í 1224 cc heita ása stærri tora nýja flækju og ætti  sá gamli að komast á réttum tíma í vinnuna.
Flettingar í dag: 1566
Gestir í dag: 329
Flettingar í gær: 829
Gestir í gær: 226
Samtals flettingar: 845252
Samtals gestir: 59440
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 21:26:01