M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

13.03.2011 14:39

Kawasaki H 2. 750 árg 1972




Hér er eitt af þremur  750 Kawasaki hjólum sem komu ný árið 1972  og voru þau öll blá hin tvö áttu Daði Sigurðsson og Karl Óskar Geirsson á Húsavík. Um þessi hjól er það að segja að Daða hjól er hjá Halldóri Sigryggsyni í Hafnarfirði en síðast sá ég hjólið hans Kalla niðurrifið í húsnæði Bílaklúbbs Akureyrar um 1979 og var því sennilega fleygt. Að vísu komu tvö gul 750 hjól af arg 1973 og vitum við um örlög þeirra beggja. En um þetta hjól á myndini vitum við ekkert sem sagt hvar það er niðurkomið í dag. Fyrsti eigandi á þessum Kawa heitir Kjartan og átti allavega heima í Kópavogi á sínum tíma, margir áttu hjólið meðal annars Hafsteinn heitinn Hauksson Rallí kappi, einn átti heima á Þingeyrum i Húnavatnssýslum einn í Hverargerði en ég man ekki lengur hvað heitir Nonni Hafsteins á Selfossi átti það um tíma Elli larfur kallaður átti það í Rvk en sá sem seldi það til eyja hét að mig minnir Anelíus en af honum keypti hjólið Lilli bróðir Darra og svo eignaðist Darri hjólið hann selur það Sigurjóni Eiríkssyni # 29 sem fer með það upp á land aftur þetta eru ein 30 ár síðan og vitum við ekki hvar það gæti leynst þó við höfum góðar mótorhjólasugur á okkar snærum að þá er engin árangur .í dag eru þessi H2 750 hjól mjög svo sjaldgæf og verðmikil svo gaman væri þó ekki væri nema að hafa upp á því.



Hér eru svo nokkra myndir af 750 Kawanum þegar hann var kominn til Keflavíkur um 1980 en svona leit hann út þegar síðast sást til hans,





Ef einhver veit eitthvað um hjólið væri gaman ef hann hefði samband hér og léti okkur vita.
Flettingar í dag: 584
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1437
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 789033
Samtals gestir: 55918
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:49:43