M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

14.08.2011 10:15

Smá eyja antík


Aðalfundur vélhjólafélags Gamlingja var haldinn í Þykkvabæ nú um helgina og var fundurinn vel sóttur, þarna var margt um manninn og margir á antíkk hjólum sem mættu, það er orðin góð flóra af hjólum til og mörg þeirra stór glæsileg, ég kem með myndir frá þessu síðar en það voru tvö gömul Japönsk á rúntinum nú í vikuni hér í eyjum og tók ég þá þessar myndir á bryggjuni sem var vinsælasti spyrnustaður þessara hjóla fyrir einum 30 árum síðan. Það væri nú flott ef við eldumst svona vel eins og blessuð fornhjólin okkar en það er langur vegur frá því miður.



Hér eru það z1 900 árg 1973 og CB 750 árg 1974



Ég er ekki viss um að hjólin hafi litið betur út þegar þau rúlluðu út af færibandinu í Japan á sínum tíma.





En við komum fljótlega með myndir af hittingnum í Þykkvabæ þar sem aðalfundur Gamlingjana fór fram um helgina.
Flettingar í dag: 479
Gestir í dag: 114
Flettingar í gær: 358
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 828836
Samtals gestir: 58078
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 10:20:34