M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

24.08.2011 15:34

Superbike test

Í nýlegri útgáfu af danska blaðinu Bike voru testuð sex 1000cc superbike. Yamaha R1, Kawasaki ZX10R, BMWS1000 RR, MV Augusta F4R, HondaCBR1000RRA , Suzuki GSX-R1000 og KTM RC8R.

Mælingar á hestöflum sýndu að BMW hjólið skilaði mestu afli eða 205hö (mælt á sveifarás),  næstur kom Kawinn með  195,6hö,  og lakast var Yamaha R1 með 176,7hö.

Sneggsta hjólið var MV Augusta með 2,9sek  0-100 km/klst  og 10,9 sek frá  0-250km/klst!

Heildareinkunnargjöf var metin eftir 9  þáttum svo sem  t.d. afl, lipurleika, bremsum, gírum og stöðugleika í beygjum.

Þegar allir þættir voru teknir inn í einkunnargjöfina þá fékk BMW hjólið hæstu einkunnina  og Kawinn var í öðru sæti, og í  þriðja sæti var Honda CBR.

En eins og sérfræðingarnir segja, þá eru þessi hjól svo kraftmikil að venjulegir ökumenn ná aldrei að nýta allt það afl sem er til reiðu, þannig að munurinn er ekki mikill í raun, -nema kannski á braut hjá vönum ökumönnum. Meðaljóninn í venjulegum akstri fyndi kannski ekki svo mikinn mun.

Þeim tókst ekki að fá Aprilia RSV4 hjól með í prófunina sem er miður, því á síðasta ári þá var það kosið superbike ársins af lesendum mórohjólablaða í 12 löndum, og sigraði með nokkrum yfirburðum. Það hefði því verið gaman að sjá 2011 hjólið þarna með í hópnum.


.
BMW S1000RR


Kawasaki ZX-10R


Aprilia RSV4

Eldra efni

Flettingar í dag: 296
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 4275
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 4888631
Samtals gestir: 645382
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 13:10:44