M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2011 Mars

11.03.2011 15:16

Myndbrot úr 38 ára sögu mótorhjóls.




Þetta er eitt af 5 Kawasaki z1 900 sem flutt var inn til landsins árið 1973 það má eiginlega segja að það hafi átt 9 líf eins og kettirnir því jú eigendurnir eru 9 frá upphafi. Hér má sjá eiganda no 3 Sigurjón Sigurðsson við hjólið þegar hann var nýbúinn að kaupa það til eyja árið 1975 en hann verslaði það af Kolbeini Pálssyni í Súkku umboðinu en Kolli hafði verslað það af Heimi Hafsteinssyni sem átti heima í Þykkvabæ og verslaði sá hjólið nýtt. Sigurjón Sig átti hjólið næstu 2 árin en um sumarið 1976 lenti hann í mjög slæmu slysi á 900 hjólinu úti í Skotlandi þar sem bíll ók á miklum hraða inn í vinstri hlið hjólsins aftarlega.Sigurjón fór mjög illa á fætinum og var hann í lífshættu í töluverðan tíma á spítala í Skotlandi og lauk mjög svo litríkri mótorhjólasögu hans þarna. Hjólið lá úti í Skotlandi á annað ár og var ástandið nú ekki upp á marga fiska efir að hafa legið í ókyntum skúr svo lengi. En síðla árs 1977 kaupir svo Gunnar Darri Adólfsson hjólið óséð af Sigurjóni og var það í mun verra ástandi en talað var um þegar það kom til landsins.



Svona leit svo Kawasaki hjólið út þegar það kom heim frá Skotlandi búið að sprauta það með einhverju skíta spreyji sem var síðan þrifið af myndin er frá 1978.



Hér er Darri búinn að þrífa af því Skorska lakkið en orginal málningin var samt illa farinn og stór skemmd í bensíntankanum vinstra megin Darri selur svo hjólið til Inga bróður míns árið 1978 sem fór í að sprauta það svart sem honum þótti flott.



Hér er svo Kawinn eins og hann var hjá Inga og er þessi mynd tekin skömmu áður en ég kaupi það af honum árið 1979.



Nú fóru í gang miklar breitingar á þessu 7 ára hjóli enda allir félagarnir á nýjum hjólum ég ný byrjaður að búa og fór 750 Hondan mín upp í útborgunina á nýrri íbúð. lítið var því til af aurum í annað. ég byrjaði á að rífa allt hjólið í tættlur bæði vél og hjólið sjálft sprautaði það svo blátt og hafði renndur eins og 74 árgerðin var með en þetta var aðeins byjunin Ingi bróðir stríddi mér oft á því að Kawinn væri orðinn eins og Mikael Jacksson það væri orðið svo breitt en þarna voru breitingarnar rétt að byrja.



Hér er mynd af Kawanum sem tekin er árið 1981 en ég gerði ágætis vertíð og veslaði frá Englandi nýjan 74 módel tanka hlífar og stél þarna var komið undir hjólið nýjar gjarðir og ný flækja sem var þá svo mjög í tísku, og enn héldu breitingarnar áfram enda reyndi ég eins og ég gat að hafa hjólið eins og nýju hjólin voru og tókst það bara nokkuð vel þar til plastgræjurnar fóru að koma 86- 87 En þá kom bylting í háhraða hjólum og gamli allt í einu orðin eftir á.



Það voru örugglega einar 5 flækjur undir hjólinu á þessum 10 árum sem ég átti það



Hér er mynd af Kawasaki hjólinu sem ég tók árið 1988 þarna var ég búinn á setja undir það steiptar felgur diskabremsu að aftan 1000 Kawa afturgaffal og einig var kominn 1000 kawa cylinder og stimplar. nú var kvikindinu farið að langa í nýja græju enda búinn að eiga hjólið í tæp 10 ár og notað það allt sumarið öll árin enda átti ég bara eitt hjól á þessum tíma. fór meira að segja á því um allt England og á eynna Mön árið 1983. Það varð úr að ég verslaði nýja Súkku GSXR 1100 af árg 1988 og fékk ég hana í janúar árið 1989 Kawann seldi ég svo um sumarið 1989 og var þar kominn eigandi no 7 Magnús Breti Magnússon og átti Maggi hjólið í ein 3 ár ekki á ég til mynd af því á því tímabili en hann selur svo Darra hjólið árið 1992 en Darri hafði átt það áður eins og komið hefur fram.



Hér er svo Darri á Kawanum árið 1994 og fór hann í að breita gamla aftur til baka eins og hægt var setti undir það orginal pústið og breitti litnum aftur til baka enda hjólið hætt að vera nútíma græja og orðið fornhjól þarna er hjólið að vísu með tankasett af öðrum Kawa en Darri sprautaði hjólið í orginal litunum þ,e, gult og grænt.Hann selur svo hjólið sumarið 2000 til núverandi eigenda Sigurjóns Stefánssonar sem á það enn.



Hér er svo Kawasaki hjólið en myndina tók núverandi eigandi Sigurjón Stefánsson af því árið 2010 og hefur þar færst mjög nær upprunalega útlitinu að vísu er það enn með tvöfalda diska að framan og bremsudisk að aftan en það hafði í upphafi einn disk á framan og skálarbremsu að aftan einig er enn í því 1000 cylinderinn sem ég setti í hjólið árið 1986 en þá var vélin síðast rifin i spað eitthvað hef ég nú gert rétt í þeirri samsettningu því hún virkar enn 25 árum síðar.
Það var ekki bara verslaðir hlutir og bónað því oft var tekið á öllu sem hjólið átti eins og myndirnar hér að neðan sína







Þessar eru frá 1980











Og þessar frá 1988



Einu sinni náðum við að smala saman 4 af 5, Z 1 900 hjólunum sem komu árið 1973.



Ég læt þessari umfjöllun minni lokið um þetta súperhjól síns tíma enda búin að eyða einum 3 tímum fyrir framan tölvuna við þetta efnisval sem er orðið eitt það lengsta í sögu okkar Drullusokka.

10.03.2011 12:12

Ein mynd frá 1987




Hér er mynd sem ég tók  árið 1987 þegar cbr 1000 Hondunum rigndi inn í landið,fyrir utan Kawasaki GPZ 900 hjólin á þá voru þetta ein fyrstu hlífahjólin og sást ekkert í mótorinn á þeim sem sumum þótti flott en öðrum alveg hrikalegt enda löngum verið talið að mótorinn væri eitt helsta skraut mótorhjóla.

08.03.2011 20:58

Bifhjólaréttindi

Viltu læra að aka mótorhjóli?

Ökukennsla 17.is sf heldur bifhjóla- og léttbifhjóla námskeið í Vestmannaeyjum

! ! ! ! !

Bóklegt bifhjólanámskeið verður haldið

Miðvikudaginn 30. Mars kl. 18:00 - 22:00

og fimmtudaginn 31. Mars kl. 18:00 - 22:00.



Námskeiðið verður haldið í

Stjörnusal á Hótel Þórshamri. (Mánabar)  


ATH. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður!


Ökukennsla 17.is sf mætir svo með hjólin þegar snjóa leysir á vormánuðum og sér þá um verklega kennslu fyrir hópinn!


Ökukennsla 17.is sf  hefur getið sér gott orð fyrir öku-og bifhjólakennslu.  Kennari er Sigurður Jónasson, ökukennari og bifhjólamaður til fjölda ára.  


Bókleg námskeið 17.is eru án efa ein þau vönduðustu sem völ er á!  


Skráning og nánari upplýsingar gefur Sigurður í síma 822 4166  en einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected]

08.03.2011 13:42

Gamalt BSA. A 10 hjól til sölu í góðu standi.






Okkur voru að berast þessar myndir frá Þorbergi Kjartanssyni Af BSA A10 650 cc árg óviss en er frá ca 1958 til 1962 hjólið er í fínasta standi og vel ökuhæft Þórbergrgur vill selja hjólið og er áhugasömum bent á að frekari upplýsingar má fá í vinnusíma 8220546 og einkasíma 6944546.

05.03.2011 14:34

BSA Lighning 650 árg 1971 gert upp fyrir safnið á Akureyri.




Hér er BSA hjólið þar sem það fannst í Grímsárvírkjun við Egilstaði. Heiðar Jóhannson ( Heiddi ) átti hjólið nýtt. mótorhjólasafnið á Akureyri keypti hjólið og í framhaldinu tók Sigurjón Stefánsson Kawasaki maður, BSA hjólið upp á sína arma og er hann langt kominn með að gera það upp og eru myndir af því hér að neðan.



Hér er grindin tilbúin til samsettningar.



Hér eru gjarðirnar nýteinaðar og flottar



Og meira af grindini



Hér er mótorinn kominn í.



Hér er Sigurjón við hjólið. Bílskúrinn hans er vel mektur Kawasaki hvar sem litið er.



Svo það fari nú ekki á milli mála hvaða tegund er hér á ferðini.



Hér er BSA Ligthning af árg, 1971 langt komið.



Og ein hér í lokin af Bísuni. Það eru einhverjir fleiri að gera upp hjól fyrir safnið ég vissi af Smára í Hafnarfirði með Triumph Trident 750 og eins Beggi með cb 750 Hondu en ekki er mér kunnugt um hvað það gengur vel að setja þau saman aftur en það var allavega búið að rífa Honduna í spað fyrir einum 2 eða 3 árum síðan.

03.03.2011 14:04

Sigurjón Andersen yfirgaflari búinn að ná sér í eina gamla.




Hér er Sigurjón Andersen formaður Gaflara kominn með eina gamla Hondu T 500 af árgerð 1975 þessi hjól eru nokkuð sjaldgæf þar sem þau voru bara framleidd í tvö ár það er 1975 og 1976.í raun er þarna á ferðini gamli cb 450 mótorinn aðeins stækkaður en þessi mótor var framleiddur frá 1965 og endaði þarna í T 500 hjólinu þetta er eina svona hjólið á landinu mér vitanlega,Sigurjón sannar hér fyrir okkur að hann er leyni suga og búinn að hafa þetta hjól lengi í sigtinu en þagað vel yfir því.Hann tjáði mér að gjarðar Hríngirnir væru bara góðir og enginn víbringur á ferðini svo hann þarf sennilegast ekki að kaupa nýja hringi. Pústið er eins og nýtt en það er dýrasti hlutinn við uppgerslu á svona hjólum,en hvað um það hér eru að neðan flleiri myndir af þessari 36 ára gömlu Hondu T 500 cc.











Það er vel við hæfi að óska Sigurjóni til hamingju með hjólið enda liggja ekki svona hjól á lausu í dag.


01.03.2011 19:04

Smá upprifjun svona til að halda síðuni lifandi.




Skelli hér inn nokkrum gömlum myndum hér er Siggi Óli # 69 á Suzuki GSXR 1100 hjóli sínu en hjólið keypti hann nýtt og er Súkkan af árg 1988.



Hér er Daði heitin Sigurðsson á Kawasaki H2 750 hjóli sínu af árg 1972, hann átti þetta hjól í marga áratugi.



Hér er Biggi Jóns # 5 alsæll með Triumph Trident 750 cc en þetta hjól gerði Biggi upp á átti í mörg ár.



Hér er Biggi Jóns # 5 á Trident hjólinu sínu.



Hér er hið fornfræga hjól Einars Sigþórs # 3 Suzuki T 500 árg. 1970 en þetta var eina 500 Súkkan sem kom til landsins á sínum tíma.Einar var mjög stoltur af þessu hjóli fannst honum hjóðið í því flott og bar hann ávalt mynd af því meðferðis, en þá var hann að vísu aðeins 16 ára gamall.



Hér er Steini Tótu # 24 á VFR 700 Hondu sinni af árg, 1986



Hér brennur afturendinn á Hilmari # 0 og Nortoninn á fullum damp eins og sagt var um gömlu gufuvélarnar.



Hér er Oddgeir Úraníusson á nýju Kawasaki ZZR 1100 hjóli sínu af árg 1992



Hér er Guðsteinn Eyjólfsson ( Gussi ) á CBX Hondu sinni á míluni árið 1980.



Og hér er undirritaður sokkur # 1 á Kawasaki Z1R 1000 árið 1980



Hér er Sigurjón Eiríksson # 29 á Suzuki GSX 600 en hjólið eignaðist hann nýtt árið 1988.



Hér er Pétur Andersen á BSA Rocket 3 750cc árg 1969.



Er ekki við hæfi að enda þessa upprifjun á mynd sem tekin var þegar ég loks fékk að prufa löggumótorhjól.  En það hafði mig dreymt um síðan ég eignaðist mína fyrstu skellinöðru 13 ára gamall en myndin vakti nú ekki neina stormandi lukku hjá umferðardeildini á sínum tíma en það verður að vona að kvikindið hafi nú þroskast smá að þeim 23 árum síðan myndin var tekin.
Flettingar í dag: 1489
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 1387
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 826693
Samtals gestir: 57793
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 18:22:10