M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

19.08.2012 10:41

Samför Drullusokka og Gaflara

Samför Drullusokka og Gaflara 2012

Nú næstkomandi laugardag 25 ágúst er fyrirhuguð dagsferð okkar og vinaklúbbsins okkar Gaflara. Farin var svona ferð í fyrra og þótti hún takast þrælvel í alla staði svo nú er það ætlun okkar að endurtaka leikinn frá í fyrra. Við ætlum að mæta í Herjólf á laugardagsmorguninn kl 08.00. Hvert farið verður er enn óljóst en haft verður samráð við Gaflara um það og eins hvar við eigum að hitta þá. En við komum með nánara ferðaplan þegar nær dregur, Í fyrra skiptist þetta nokkuð jafnt niður á klúbbana ef rétt er munað þá voru 12 Gaflarar og 12 Drullusokkar í þeirri ferð en farið var um uppsveitir Árnessýslu í flottu veðri. En aftur að ferðini í ár þá er það meiningin að taka svo Herjólf aftur heim á laugardagskvöld síðustu ferð.
Nú fer að styttast í sumrinu og upplagt að hreifa fákinn aðeins fyrir haustið og hafa góða skapið með að sjálfsögðu.


Stjórninn











Látum hér fylgja með nokkrar myndir frá síðustu samför okkar 2011.
Flettingar í dag: 2678
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 4268
Gestir í gær: 86
Samtals flettingar: 1893852
Samtals gestir: 98382
Tölur uppfærðar: 5.4.2025 23:04:19