Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Færslur: 2012 Apríl
30.04.2012 22:28
1.Maí..
Sniglar munu halda sína árlegu hópkeyrslu þann 1. maí næstkomandi eins og venja er. Safnast verður saman á Laugaveginum kl. 11:30 og lagt af stað kl. 12:30. Keyrslan endar svo við Kirkjusand þar sem tekið verður á móti hópnum með kaffi og með'ðí. Á planinu mun fara fram keppni í akstursleikni á vespum/skellinöðrum og eru verðlaun í boði fyrir færasta ökumanninn. Einnig verða veitt sérstök verðlaun fyrir þann sem er best gallaður með tilliti til öryggis. Sniglar hvetja allt vespu- og skellinöðrufólk á öllum aldri til að mæta og taka þátt í keyrslunni með okkur. Munið eftir klinkinu í Sniglabaukinn og að sjálfsögðu góða skapinu! Einnig viljum við biðja ykkur að taka sölumönnum Bláa naglans vel en þeir verða á svæðinu að safna fyrir nýjum línuhraðli sem notaður er við geislameðferð krabbameins. Sjáumst hress á 1. maí!
Sniglabúðin verður með "útibú" á svæðinu.
Akstursleið keyrslunnar er:
Lagt af stað frá Laugavegi - hjólað um Lækjargötu, Vonarstræti, Suðurgötu, Hringbraut, Ánanaust, Mýrargötu, Geirsgötu, Sæbraut, Kringlumýrarbraut, Borgartún og endað á Kirkjusandi.
Tekið af sniglar.is
Ef vel viðrar þá tökum við góðan hring hér á skerinu okkar.
29.04.2012 18:34
Nokkrir félagar á rúntinum í dag
Hér er Óli Már # 52 á Hondu CBR 1000 græju sem hann er núbúinn að versla sér.
Halldór Ingi á Kawasaki ZZR 1100 en þetta hjól kom hingað nýtt árið 1992 og er enn sem nýtt þótt þeir séu orðnir fimm eigendurnir á hjólinu frá upphafi.
Hér er Bergur Guðna # 136 á 600 Súkku sonarins en guttinn er ekki enn komin með próf á græjuna.
Björgvin Hlynsson # 65 á nýja Dukkanum 999. Það sándar vel í þurkúplinguni í hjólinu.
Og meistari Kási # 146 er kominn á ferðina eins og farfuglarnir enda fer hlýnandi með hverjum deginum sem líður.... sem betur fer.
27.04.2012 21:01
Gamall gullmoli.
Hér er áður óbirtur gullmoli frá liðini tíð. Þessa mynd fékk ég senda frá Óla Sigurvins sem fékk hana frá Óskari Einarssyni en þannig er hún komin hingað í safn Drullusokkana sem stækkar ört sem betur fer, enda eitt stærðsta myndasafn landsins alla vega hvað mótorhjóla myndir varðar.
En aftur að myndini hér eru það æskufélagarnir saman en frá vinstri er Ægir Jónsson á Hondu 125 sem Raggi bróðir hans átti, og svo til hægri Ólafur Sigurvinsson á Hondu cb 160 en þarna er Óli greinilega ný búinn að kaupa hjólið af Róbert Sigurmundssyni sem verslaði það nýtt árið 1965. myndin er sennilegast frá árinu 1967 eða 1968 að ég tel. Það er frábært ef menn vilja lána okkur svona myndir til birtingar hér enda fjöldi manns sem skoðar síðuna okkar daglega.
Það er gaman frá að segja að báðir eru þeir félagar Ægir og Óli enn hjólandi og báðir í Drullusokkunum Ægir # 28 og Óli # 30.
26.04.2012 17:39
Hittingur í kvöld.
Að venju verður hittingur í Gullborgarkró í kvöld kl 20,00, nú er fínt veður og upplagt að mæta bara á hjólinu svona til að fagna sumrinu.
Sjáumst sem flest og tökum kanski smá rúnt á eftir.
Sokkamálaráðuneitið.
26.04.2012 14:42
Hjólatúr
Þeir sem áhuga hafa á að vera með mæta á N1 stöðina í Hveragerði kl.10 á laugardagsmorguninn.
Skemmtilegt tilefni til að hjóla saman í góðum hóp og hver veit nema Séð og heyrt frétti af þessu!
24.04.2012 18:36
Leynimótorhjólagæjinn Gísli í Betel.
Hér er leynimótorhjólatöffarinn Gísli í Betel eða eins og Steini Tótu kallar hann Gí.Be. Hér er Gí á eðal græju sinni 125cc frá Kína af fínustu gerð.
Okkar maður í Eyjum tekur sig bara vel út í þessu nýja hlutverki sínu en hann er þekktur fyrir að vera fréttaritari okkar hér í Eyjum.
Heyrst hefur að þetta sé næsti formaður Hells Angels á Islandi. En það er að vísu alveg óstaðfestar fréttir.
23.04.2012 18:46
Björgvin #65 kominn á Ducati 999
Til hamingju með flotta græju drengur.
Röff !!!!!
21.04.2012 23:37
Frá síðasta fimmtudagsfundi.....
21.04.2012 12:06
Ef fólk hefur áhuga......
Haustlitir á hjóli - Denver
Verð á mann í tvíbýli í 8 nætur kr. 176.900
Haustlitaferð til Colorado. Mótorhjól í viku um sveitirnar við rætur Klettafjalla þar sem haustlitirnir eru þá í hámarki. Gist verður í smábæ sem heitir Frisco, sem er frá tímum gullæðisins um 1879 og er íbúafjöldi nú aðeins 2700 manns. Hægt er að fara í dagsferðir út frá Frisco í allar áttir. Í boði eru 5 skipulagðar ferðir með farastjóra og eru dagleiðirnar um 250-330 km. Hitastig á þessum tíma er um 12 - 16°c. Hjólin eru pöntuð hjá farastjóra [email protected] og eru frá Harley Davidson og eru ekki innifalin í verði ferðar.
Saga Club Gjafabréf - Hægt er að nýta Vildarpunkta sem inneign upp í flugferð til allra áfangastaða Icelandair. Athugið að einungis er hægt að nota eitt gjafabréf fyrir hvern farþega í hverri ferð.
Fyrir pakkabókun til Denver fást á bilinu 5.400 til 8.640 Vildarpunktar
Verð
Verð á mann í tvíbýli kr. 176.900
Verð á mann í einbýli kr. 229.300
Lágmarksþátttaka 20 manns
Ferðalýsing
Laugardagur 22. september
Flogið til Denver með FI 671. Brottför frá Keflavík kl. 16.45 og áætluð lending í Denver kl. 18.40. Farið með rútu til Frisco, á Hotel Best western Lake Dillon Lodge.
Sunnudagur 23. september
Hjólin afhent, frjáls hjóladagur
Mánudagur 24. september
Í boði ferð með farastjóra
Þriðjudagur 25. september
Í boði ferð með farastjóra
Miðvikudagur 26. september
Í boði ferð með farastjóra
Fimmtudagur 27. september
Í boði ferð með farastjóra
Föstudagur 28. september
Í boði ferð með farastjóra
Laugardagur 29. september
Frjáls hjóladagur
Sunnudagur 30. september
Hjólum skilað, farið með rútu til Denver og flogið heim með FI 670. Brottför kl. 17:15 áætluð lending í Keflavík kl. 06:35 (næsta dag, 1. október)
Innifalið
Flug
Flugvallarskattar
Gisting í 8 nætur á Best Western Lake Dillon Lodge
Ferðir til og frá flugvelli erlendis
Íslensk fararstjórn
19.04.2012 18:56
Mótorhjólasyning Rafta 2012
Það hvíslaði að mér áðan lítill fugl hvort ekki væri tilvalið fyrir mótorhjólafólk hér í Vestmannaeyjum að hópmenna á Bifhjólasýningu Raftana í Borgarnesi þann 12 maí næstkomandi sem ber upp á laugardag. Þetta gæti verið flott dagsferð og í leiðinni og myndi þá koma út úr þessu hinn fínasti hringur.
Hvernig líst ykkur á þetta kæru félagar ?
Sjáumst á eftir kl. 20,00 í Gullborgarkrónni.
Læt hér nokkrar fjóta með frá stórsýningu okkar Sokka árið 2011
Hér er hluti gesta á sýninguni hjá okkur 2011.
Það var mikið um dýrðir hér hjá okkur í eyjum 2011. nú er bara að hópmenna upp í Borgarnes og skoða sýningu Rafta þann 12 maí næstkomandi og skoða hvað þeir hafa upp á að bjóða.
16.04.2012 20:37
Kominn tími á smá klippu
14.04.2012 11:15
Grétar Jóns # 98 og nýji V Maxinn
Hér er Grétar Jónsson # 98 við nýja hjólið sitt Yamaha V Max græju sem ku vera um 200 hestafla.
Hér er svo Viggi Papi # 124 með Gétari en Viggi mun vera að leita sér að nýju hjóli fyrir sumarið.
Þetta er flottur gripur hjá Grétari.
Grétar hefur alla til hugsað sérlega vel um hjólin sín og á ég ekki von á að það breitist neitt með það nýja og bara vonandi að kallinn geti hjólað meira en hann hefur gert undanfarin ár en hann er búinn að vera mikið upptekin í fyrirtæki sínu Leisertækni.
Hér er svo tvær myndir af gamla V Maxinum hans Grétars en hann ætlar að eiga hann líka, einig verslaði Grétar sér Hondu CBX af árg 1980 í haust sem leið svo þetta er orðinn vænn floti hjá kappanum sem flutti frá eyjum um 1990 og hefur átt heima í RVK síðan.
12.04.2012 23:34
Kíkt á sýninguna hjá Yamaha nú í kvöld.
Hér koma nokkrar myndir sem ég tók í kvöld af glæsilegri sýningu hjá ArticTrucks en þarna voru kominn saman gæsileg Yamaha mótorhjól á öllum aldri og mesta ath vakti nýja V Max hjólið sem er glæsigripur mikill. Og í ljós kom að það er Eyjamaður sem pantaði þetta hjól til landsins og einig er maðurinn líka í okkar virðulega félagi Drullusokkum að sjálfsögðu. Ég myndaði eigendann við hjólið sitt en bíð aðeins með að upplýsa hver hann er að svo stöddu og gaman að ef einhver vildi geta upp á hver hann er.
Hann er flottur Maxinn enda kostar hann sitt.
Flottur 650 Yammi af eldri gerðini
Og einn 500cc einna cylindra frá Yamaha sem Auðunn bólstrari á flott hirt hjól.
Þarna var eitt eðal MR 50cc græja eins og Sigga Óla dreymir um á hverri nóttu.
Læt þetta duga í bili frá Yamaha sýninguni. Eða eins og við sögðum í den Jamm og jæja í staðinn fyrir Yamaha.
- 1
- 2
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember