Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Færslur: 2013 Desember
29.12.2013 10:31
Meira Mæja.
Jæja María litla skríður saman þessa dagana í Nöðrukoti,
Allt passar þetta hjá Jenna og hjólið að verða glæsilegt hjá Rauðhausnum skegglausa.
Svo er bara að bíða eftir næstu syrpu.
28.12.2013 10:54
Honda CB 550 í uppgerð .
Hér er María litla hans Jenna rauða að komast saman eftir að Sæþór í Bragganum sprautaði grindina. Jenni er búin að vera duglegur að versla í Maríu og er mikið búið að endurnýja í henni sem of langt mál væri að telja upp hér.
Hún María er upphaflega Honda CB 550 af árg 1976 og er fjögura cylindra eins og stóra systir sín.
Kem með aðra færslu um þetta fyrir áramót en mikið hefur verið unnið í henni undanfana daga svo hún breitist hratt blessunin.
26.12.2013 11:00
Honda SL 350 í uppgerð.
Honda SL 350 gerð upp í Hafnarfirði.
Hér er Reynir Gaflari með meiru að gera upp gamla Hondu SL 350 af árgerð 1971 en Reynir verslaði þetta hjól nýtt á sinum tíma. Hann leitaði að hjólinu og fann verslaði það og nú er verið að gera gripinn upp eins og nýjan
Hér eru þeir félagar Reynir, DR Bjössi og Sigurjón yfirgaflari að skoða gripinn á uppgerslustigi.
Svona kemur hjólið til með að líta út eftir uppgerð. Man altaf hvað manni þótti flott hjóðið í þessum græjum mjög sérstakt og ekki líkt neinu sem maður heyrir í dag.
26.12.2013 00:21
Jólagjöfin mín í ár.
Eitthvað þótti Bókabúðini gamli vera graður á Ebay í haust ef marka má jólagjöfina frá henni í ár.
Já hún gaf mér þennan forláta bol sem hún lét sérgræja á kvikindið.
Ég þurfti bara að versla smá í Góldfingerinn í haust og það var nóg. Ekki getur maður labbað niður í næstu búð eins og Bókabúðin gerir oft og verslar út í eitt. Nei gamli verður að íta ( Fast ) á takkann góða sem á stendur Buy it Now og svo að bíða í 2 til 3 vikur eftir namminu sem gleður gamla menn.
24.12.2013 22:58
Jólakveðjur 2013
Óskum öllum Drullusokkum til lands sjávar og sveita bestu óskir um Gleðileg jól og hafið það sem best yfir hátíðirnar.
Þessi er nú búinn að fylgja okkur í öll árin
23.12.2013 22:02
Jólagjöfin 2013
K0
K1
K5
Loksins loksins loksins grein um eina ofurhjól heimsins Honda CB 750 (frá 1969)
Það sem hér fer á eftir er að mestu leiti skrifað til að gleðja einn eldri borgara á suðureyjunni, því hann hvíslaði því að mér um daginn að það væru ekkert annað en Kawasaki greinar á heimasíðu þessari og jafnvel þegar myndir væru af stóra bróður CB=Gullvæng þá væri bara strax komin önnur grein um eitthvað annað en Hondu, jahérna, maður lifandi. Meðfylgjandi skrif eru frá árinu 1969 svo aðeins elstu menn muna eftir þessu, þegar Honda kom með á markaðinn fjörurra cylindra hjól, með rafstarti, diskabremsu að framan, einum yfirliggjandi knastás og fjórum hljóðkútum (kútadæmið ekkert nýtt reyndar því Triumph/BSA kom með þetta löngu áður með Hurricane X 75). Bretaveldið datt á hliðina og reyndi t.d. að koma rafstarti í sín hjól, en það gerðist ekki fyrr en 1975 sem er nú allt önnur draugasaga.
Greinin byrjar á því að spyrja lesendur um það hvort þeir séu ekki orðnir þreyttir á því að vera á mótorhjóli sem engin tekur eftir, nú sé komið hjól á markaðinn sem menn snúa sér í marga hringi bara til að horfa á. Segja meira segja að þetta getið orðið hættulegt því menn og konur muni elta þessi hjól hvert sem er til að skoða þau og valda jafnvel umferðarteppu við þessar eftirfarir !! Blaðamenn miða þetta hjól við Ferrari, Porsche, Lambhorgini, slík er framförin með komu þessa hjóls, þ.e.a.s. að svipað sé að eiga CB 750 og framangreinda bíla. En aðrir segja að hjólið sé þunglamalegt og alltof þungt, fjöðrun of stíf, alltof hljóðlátt, leki ekki olíu ??!! og því hljóti það að vera olíulaust, það komist aldrei í 120 mph, næði ekki 100 mph á ¼ mílunni, en þrátt fyrir alla þessa neikvæðni væri þetta flottasta hjól heimsins. Eru þessar fullyrðingar um gæði hjólsins réttmætar ? Byrjum á staðreyndum við vitum að svona þungt hjól fer ekki í gegnum beygjur eins og eins strokka (CYL) hjól eða tveggja strokka, því Cbinn viktar um 500 lbs. En samt er staðreyndin sú að það er nær útilokað fyrir venjulegan ökumann að leggja hjólið svo mikið að standpedalar eða annað rekist niður. Þrátt fyrir þyngd sína þá er hjólið létt í meðförum og "höndlar" vel, nema þegar hraði er orðin nokkuð mikill þá vill það hrista hrausinn aðeins þá sérstaklega útúr beygjum, það er ef hraðin er orðin meiri en 60 mph. Hjarta hjólsins ef segja má svo er auðvitað mótorinn og það er ekkert annað hjól á markaðinum sem er með tærnar þar sem þetta hjól er með hælana. Það sem kemur mest á óvart er að það tók innan við eitt ár að hanna CB 750, því Honda hafði í raun ekki ákveðið hverning mótor ætti að vera í hjólinu sumarið 1968. Hvaðan kemur þessi hugmynd um fjögurra cylindra mótor, jú langri reynslu Honda af kappakstri á mótorhjólum, þar sem menn eins og Mike the bike Hailwood tók flesta í nefið á fjögurra og jafnvel sex cylindra hjólum. Þessi nýi mótor er línumótor og liggur þvert í grindinni, á miðjum sveifarás er smá bil fyrir tímakeðjuna sem liggur uppí yfirliggjandi knastás. Sveifarás er á fimm höfuðlegum, sprengiröð er 1-2-4-3 frá vinstri til hægri. Afl mótors er leiddur með keðju frá miðju sveifarás að kúplingshúsi, allt til að minnka stærð mótors (svo er bara að bíða eftir leiðréttingum frá Nr. 1 á suðureyjunni) og jafnframt að gera hjólið "mjúkt" í átaki. Notkun keðju innan mótors frekar en tannhjóla er sagt vera miklu betra, komi afli betur til skila og einnig léttir það mótor verulega. Primery keðja (frá sveifarás að kúplingu) er með strekkjara og og þeir segja að strekkjari þessi sé með gúmmípúða. Síðan eru heilmikil tæknileg skrif um mótor í heild sinni, sem enginn nennir að lesa nema jú ?? Olía mótors er í hæðarboxi, þ.e.a.s. bæði mótor og gírkassi er það sem kallað dry-sump. Mótor er sagður 63mm= þvermál cylindra og slaglengd sögð 67mm sem eru 736 cc. Snúa má mótor í 8500 rpm eða þar er rauða strikið og sagt er að það megi hæglega stækka mótor með smá tilfæringum, en það gera menn ekki er það nokkuð !! Sagt er að mótorinn sé mildilega "tjúnaður" en samt er hægt að aka á mjög lágum snúning í háum gír án þess að mótor fari að hiksta. Þessi lága "tjúning" er líka hugsuð til lækka bensíneyðslu eða halda henni niðri allvega. Eyðsla er sögð í kringum 29.9 mpg (mílur á gallon) í blönduðum akstri og þar sem jafnvel var vel tekið á því. En svona mildur akstur ja eins og Nr. 1 ekur þá ættu menn að ná 150-180 mílum á einum tank. Ventlar eru með með tveimur ventlagormum hver innri og ytri, hefðbundnir rokkerarmar, sagt er að það sé auðvelt að stilla ventla með því að taka bensíntank af. Spurt er afhverju Honda hafi ekki farið beint í tvo yfirliggjandi knastása, Honda segir að það sé aðallega vegna mótorstærðar þ.e. umfangi mótors í grind sem og þyngd. (ætti auðvitað að skrifa vél). Cylindrahúsi er í raun skipt í tvennt, tveir vinstri og tvær hægri cylindrar og kæliraufar eru sagðar góðar og hitavandamál nær engin, þó mótor sé loftkældur. Stimplar eru sagðir svona ósköp venjulegir með tveimur þjöppuhringjum hver og einum olíuhring. Það er sögð Teflon húðun á yfirborði cylindra sem hverfur mjög fljótt við notkun, en hjálpar til við tilkeyrslu. Stimplar virðast flatir að ofan en við nánari skoðun þá er sjáanleg smá kúpa og þetta er aðallega hugsað til að hækka þjöppuna, svo eru smá skrif um að flatur stimpill væri hugsanlega betri. Hjólið er með alveg nýju rafkerfi, en mótor er með platínum. Blöndungar eru frá Keihin alls fjórir, einn fyrir hvern cylinder. Einn stór lofthreinsari er fyrir alla blöndunga og er lofthreinsari úr pappa/paper. Frá blöndungum liggja fjórir barkar en þeir sameinast rétt fyrir ofan mótor og þaðan liggur einn barki að bensíninngjöf. Innsog er samtengt er hægt að stilla hvern fyrir sig, þ.e.a.s. að hverjum blöndung. Gírkassi er fimm gíra og er eins og fram að þessu hjá Honda talin mjög góður, kúpling er með sjö diskum. Frambremsa er með einum disk og bremsudæla er með einum stimpli, bremsudiskur er úr riðfíu stáli. Segja að hugsanlega megi notkun riðfrís stáls í bremsudisk leitt til ískurs ? En Honda hafi séð leið útúr því með tæknilegum úrlausnum. Frambremsa er sögð nokkuð góð og sé alls ekki viðkvæm í átaki, þ.e. læsi ekki framhjóli, nema hressilega sé tekið á henni= taka þurfi vel á frambremsu í neyð til að hún virki vel. Síðan er lýsing á grind hjólsins semsagt tvöföld grind með einni yfirliggjandi grindarpípu. Afturgaffall er staðsettur innan grindar. Fjöðrun er sögð nokkuð góð en nokkuð stíf að aftan, afturfjöðrun er með tveimur nitrogen fylltum dempurum frá De Carbon og er sagt að þeir séu ein nota= ekki hægt að gera við þá, þeir eru stillanlegir, þ.e. stífleiki gorma. Framfjöðrun er sögð einnig nokkuð stíf og það sé aðllega hugsað til að halda hjólinu "uppi" við harkalega hemlun. Smá skrif um galla framfjörðunar en alltof tæknilegt mál ætti betur við um skrif um CBR 1000 nútíma Hondu. Hjólið var prufað hressilega af Cycle World blaðamönnum og fylgja niðurstöður þeirrar prófunar hér með, þ.e.a.s. ¼ mílu test o.s.frv. Áseta er sögð góð þ.e.a.s. sæti, breitt og lítið mál að bæta við farþega, stýri (USA) er kallað Western style, ekki of hátt eða of breitt, en það fer að taka í hendur á ökumanni þegar hraðinn er orðin meira en 60 mph, við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því hér á landi ! Hjólið er frekar hátt, já ekki heppilegt fyrir menn/konur með stuttar lappir að setjast á það eða sitja á því í kyrrstöðu, en komin á ferð eru fótpetalarar vel staðsettir og henta flestum. Það er þegar búið að ræða mikið um útlit CB hjólsins, en það sem flestir horfa á er pústkerfið, þessir fjórir fallegu megaphone kútar, horfa aftan á hjólið það er eins og horfa aftan á ja notið hugmyndaflugið. Hjólbarðar eru japanskir Dunlop og framleiðsla japana á hjólbörðum hefur farið mikið fram undanfarin ár. Ég tók eftir því í lestri mínum á þessari grein frá 1969 (sem er miklu lengri en þessi) að ekkert er talað um eiginleika CB 750 í prjóni, þetta hefur alveg farið fram hjá blaðamönnum mótorhjólablaða í USA þarna um árið. Enn lifa nokkrar CB 750 Hondur hér á landi og sumar þeirra alveg eins og þær komu úr kassanum, jafnvel með sama loftið í hjólbörðunum og eigendur þeirra eiga þökk skilið að halda við sögu þessara fyrstu ofurhjóla heimsins frá Japan (já já sumir segja að Z 1 Kawasaki hafi verið eina súperbækið).
Með þessum fögru orðum vill ég óska öllum félagsmönnum og -konum gleðilegra jóla, hafið það gott um hátíðirnar.......
21.12.2013 21:41
Fjölprjón á bryggjuni,
Hér er eitt fjölprjón Björgvin Björgvins á 1100 Kawa Gummi á 750 og Siggi Óli á 1000.
21.12.2013 21:21
Nýtt lúkk á Óld Winginn
Hér er nýjasta lúkkið á gamla Góldfingerinum en gamli er búin að vera að breita í haust á milli sjóróðra gamla Wængnum í svona semí Café Racer. Svo nú verða lúkkin á gripnum orðin jafn mörg og öll nöfnin sem honum hefur verið gefið í gegnum tíðina.
Helstu breitingar í Kaffi lúkkið eru að nú er komið nýtt og lægra stýri nýtt sæti, nýjir afturdemparar, stefniljós að aftan færð upp á stöngina ásamt ýmsum smábreitingum og já hann er aftur kominn með svarta litinn sinn.
Hér er Stóri Daxinn í sanda lúkkinu sínu.
Hér alveg orginal eins og Japparnir afgreiddu hann árið 1978. Takið eftir orginal stýrinu eða róluni sem kaninn vidi hafa á Gold Wing hjólunum á sínum tíma.
Hér er Svampurinn með með öllum túrhesta græjunum á gleri, töskum, bögglabera og Sissy barinu. Guttinn litli er Tryggvi Elí afa strákurinn minn og er sá stutti ánægður með gripinn hans afa. Nú er spurning hvaða lúkk er best . Veit pottþétt hvaða lúkk Óli bruni velur.
17.12.2013 10:37
Jóla(ó)gleði Drullusokka
Einnig ætlar stjórnin að bera undir félagsmenn nokkrar hugmyndir sem snerta peningamál og atburði næstkomandi sumars, við vonumst til að sjá sem flesta.
Þessi fundur verður haldinn í staðinn fyrir fimmtudagshittinginn.
Kv. Stjórnin.
15.12.2013 19:47
2014 lineupið komið WSB
Tom Sykes GBR Kawasaki Racing ZX-10R
Loris Baz FRA Kawasaki Racing ZX-10R
Sylvain Guintoli FRA Aprilia Racing RSV4
Marco Melandri ITA Aprilia Racing RSV4
Leon Haslam GBR Pata Honda CBR1000RR
Jonathan Rea GBR Pata Honda CBR1000RR
Eugene Laverty IRL Voltcom Crescent Suzuki GSX-R1000
Claudio Corti ITA MV Agusta Reparto Corse F4RR
Chaz Davies GBR Ducati SBK 1199R
Davide Giugliano ITA Ducati SBK 1199R
Aaron Yates USA Team Hero EBR 1190RX
Geoff May USA Team Hero EBR 1190RX
Michel Fabrizio ITA Grillini Kawasaki ZX-10R (E)
Sheridan Morais RSA Grillini Kawasaki ZX-10R (E)
15.12.2013 19:47
Jólafundur (föndur)
Endilega tjáið ykkur hér að neðan um hvort þið viljið hafa fundinn á fimmtudags- eða föstudagskvöldinu. Við birtum svo endanlega tímasetningu hér á síðunni.
Eitt jólalag með AC/DC í tilefni árstíðarinnar hér í restina.
"Föndur-struck" með AC/DC
15.12.2013 19:37
Meira Cafe racer spjall.......
Norvin café Racer
Hvað gerist þegar þegar við "giftum" kraftmesta mótorhjólamótor heimsins (á sínum tíma) og bestu mótorhjóla grind heimsins jú besta cafe racer sem til er. Við erum að tala um 998 cc Vincent mótor og Norton Featherbed grind. Þessi gifting/draumur varð að veruleika hjá Mick nokkrum Sobalak fyrir nokkru. Segjum aðeins frá Mick, en hann keypti sitt fyrsta hjól þá 14 ára á árinu 1968 þegar hann keypti sér Triumph Thunderbird árgerð 1952. Og það leið ekki langur tími þangað til hann var búin að breyta Trumpanum í cafe racer og já aðeins 14 ára. En samt var þetta ekki nóg, Mick var strax farin að skoða eitthvað hressara (við könnumst við þetta er það ekki) og hugurinn leitaði til ofurhjól síns tíma Vincent, honum fannst samt standard (orginal) hjólið samt lítið spennandi, en þegar hann sér sinn fyrsta Norvin þá var ekki aftur snúið. Hjólið var svo þétt ef segja má svo, eins og meðfylgjandi myndir sýna. En tíminn leið og leið og leið, því næstu þrjátíu árin "stóð" Mick í því að byggja hús, gifta sig og koma upp börnum ofl. En svo sá hann nokkuð flottan Norvin til sölu og gamlar minningar rifjuðust upp hratt og vel. Þó mótor hjólsins læki olíu eins og orginal Honda !! sem og að mótor glamraði eins og Shovel Harley, ja eða eins og Norton ! þá lét Mick svona smáatriði ekki stöðva sig, draumurinn varð að veruleika og hjólið var hans. Nú tóku við hugleiðingar um að gera hlutina rétt og fyrst var haft samband við Skota nokkurn að nafni Sandy vegna grindarinnar. Sandy er verkfræðingur að mennt sem og sérfræðingur í Norton grindum og öllu sem snýr að mótorhjólum. Fljótlega kom í ljós að gamla 1957 Featherbed grindin var ekki uppá sitt besta og því var hafist handa við að lagfæra hana með nýjum túbum úr T45 carbon manganese efni, grindin endaði nær því að vera Manx Norton grind í uppsettningu. Næst var farið í 1950 Vincet Black Shadow mótorinn, en Black Shadow var nafnið á Vincent hjólinu sem mótororinn kom upphaflega úr. Mótorinn var rifinn í frumeindir og við skoðun kom í ljós að sveifarhúsið var nokkuð gott, en annað þurfti lagfæra eða skipta út að mestu. Áður nefndur Sandy Topen var Mick innan handar með flesta hluti, en endursmíði mótors tók um 18 mánuði. Hvers vegna tók þetta eitt og hálft ár myndu margir spyrja, jú góðir hlutir gerast hægt. Smíðuð voru ný rocker box af BLR og ventla stýringar, settir nýir Omega stimplar, en þjöppu haldið standard. Keypt nýtt belt drive og kúppling frá Bob Newby Racing, settur 5 gíra Triumph gírkassi inní Nourish gírkassahús. Takið eftir frambremsunni hún er það sem kallað er 8 leading bremsa (Óli bruni er núna slefandi). Bremsa þessi kom fram á sjónarsviðið á árinu 1973 og er frá CMA, kostaði lítil 75 pund þá, en var talin sú dýrasta á markaðnum, já einnig sú stæðsta. Mick notaði Roadholder frampípurnar og setti utanáliggjandi gorma. Keypt voru álbretti frá Revolutin Spares, gamla Manx replica sætið var notað, en breytt þannig að í því er smá verkfærahólf (til hvers !!). Keyptar voru Borrani ál felgur og settir riðfríir teinar. Afturbremsa er úr magnesíum og kom úr gömlu kappaksturshjóli BSA triple, en festingar eru úr gömlum Manx racer, þær eru úr áli. Eins og við vitum öll þá eru nær allir alvöru cafe racerar með kickstarti !! Ekki rafstarti, já rafstart er bara fyrir kerlingar af báðum kynjum og þá sem eru með einhverja líkamlega "örðugleika". Mick finnast flestar þessar kickstart sveifar forljótar, hann leitaði lengi að hinni einu réttu og sættist lokins á eina og kom hún af Velocette Venom Thruxton. Nær allir boltar og rær eru úr ryðfríu stáli sem og ýmsar festingar og það tók Mick margar klst. að sverfa af og "dúlla" við hvern bolta og hverja ró til að verða ánægður, svoldið svona eins og þessir sem gera allt orginal. Stýri þar var notað clipons af Manx frá Burgess Frames, nær allar festingar og annað fyrir stýri og kapla það smíðaði Mick sjálfur úr ryðfríu. Sandy smíðaði festingarnar fyrir framdemparana (fork yokes), framlugt er af BSA. Þar sem mótor og gírkassi fylltu útí alla grindina þá var ákveðið að hluta niður bensíntankinn, hluta undir bensín og hluta undir olíu, spurning hvað notast meira !! Manx pedalar (rearset) þ.e.a.s. með því útliti og allt úr áli eða ryðfríu. Ja ekki má gleyma mótorfestingum sem voru handsmíðaðar og úr áli. Ál bensíntankurinn, já Mick vildi ekki pólera hann heldur lét mála hann hjá Colin Mckay og hluti af þeirri vinnu var handmálað. Sex árum eftir kaup á Norvin hjólinu þá var hjólið tilbúið og áður en haldið var á mótið Festival of 1000 bikes hjá Mallory Park þá var það fyrsti túrinn og hann var jú eins og hjá flestum sem smíðað hafa svona "orginal" hjól smá gangtruflanir, blöndungar ekki alveg rétt stilltir, rangir jettar ja þið þekkið þetta. En heim í skúr og smá fikt og hjólið var farið að ganga eins og Kawasaki Z1. Annar prufutúr og þá tekið smá skrens uppí 80 mílur, já Mick segir að hljóðið í mótor sé alveg ólýsanlegt. En áseta er svona fyrir alvörumenn, bensíntankur er frekar langur og clipons sem og rearset pedalar gera það að verkum að mikið hvílir á úlnliðum. Hjólið er frekar framþungt svo það er gott að sitja frekar aftarlega í sætinu, þá fer hjólið í gegnum beygjur án átaka og "trakkar" virkilega flott. Ofur frambremsan er svona tveggja fingra tak, þú getur læst frambremsu með litlu átaki, afturbremsa virkar vel, ja eins og góð afturbremsa á að gera. Eins og áður sagt er hljóðið frá hjólinu á snúning alveg klikkað, ekki að furða því V mótor með tveir í einn púst og opin megaphone kút, ja þið heyrið þetta alveg er það ekki, eins og Buell á sterum, eða Norton Commando með heitum ásum !! Þess má geta að MCN blaðið (Motor cycle news) valdi hjólið hans Mick eitt af tólf flottustu special/custom hjólum ársins 2008 og hjólið hlaut einnig þriðju verðlaun á Carol Nash showinu í NEC höllinni í Birmingham. Mick er skiljanlega alveg í skýjunum með hjólið, "höndlar"lúkkar" og virkar vel. Hann segist ekki þola verksmiðjuframleidd hjól og segir orðrétt: Öllum hjólunum mínum hefur verið breytt af mér fyrir minn smekk til að vera öðruvísi, þessi Norvin toppar þetta allt (ja þangað til næsta hjól) og það var vel þess virði allur þessi tími sem fór í þetta. Já eins og CB 750 Hondu eigandinn sagði þegar hann var að reyna að fara fram úr Kawasaki Z1: Góðir hlutir gerast mjög hægt.
Stolið og stílfært af netinu:
Óli bruni # 173
11.12.2013 22:23
Cafe racer !!!!
Ég veit til þess að tveir grjótharðir orginal-menn í klúbbnum eru aðeins að breyta hjólunum sínum og svipar breytingin til cafe racer menningarinnar að mínu mati.
Sko nýtt stýri á Kawann hjá formanninum, þetta er byrjunin.
Jæja Óli ég vona að þú getir komið með nokkur vel valin orð.
Svo veit ég af öðru hjóli hjá öðrum manni og hefur það hjól fengið smá cafe-andlitsliftingu en hef ég ekki náð papparazza skoti af því,,, enn þá.
- 1
- 2
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember