M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

27.04.2012 21:01

Gamall gullmoli.




Hér er áður óbirtur gullmoli frá liðini tíð. Þessa mynd fékk ég senda frá Óla Sigurvins sem fékk hana frá Óskari Einarssyni en þannig er hún komin hingað í safn Drullusokkana sem stækkar ört sem betur fer, enda eitt stærðsta myndasafn landsins alla vega hvað mótorhjóla myndir varðar.
En aftur að myndini hér eru það æskufélagarnir saman en frá vinstri er Ægir Jónsson á Hondu 125 sem Raggi bróðir hans átti, og svo til hægri Ólafur Sigurvinsson á Hondu cb 160 en þarna er Óli greinilega ný búinn að kaupa hjólið af Róbert Sigurmundssyni sem verslaði það nýtt árið 1965. myndin er sennilegast frá árinu 1967 eða 1968 að ég tel. Það er frábært ef menn vilja lána okkur svona myndir til birtingar hér enda fjöldi manns sem skoðar síðuna okkar daglega.
Það er gaman frá að segja að báðir eru þeir félagar Ægir og Óli enn hjólandi og báðir í Drullusokkunum Ægir # 28 og Óli # 30.

Flettingar í dag: 790
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 760
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 830782
Samtals gestir: 58250
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 22:38:37