M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2018 September

09.09.2018 09:55

Aðalfundur 2018

Aðalfundur félagsins fór fram í dag. Við fengum þónokkra gesti af fastalandinu sem var frábært, takk fyrir komuna allir. 22 hjól mættu í hópakstur í austan roki og rigningu ??. Því næst hófust fundarhöld, og helstu mál fundarins voru þessi : Ein breyting varð á stjórninni, því Bryndís er hætt og þökkum við henni kærlega fyrir stjórnarstörfin síðastliðin ár. Gaui Gilla Vals kemur inn í staðinn fyrir Bryndísi. Addi Steini verður áfram formaður Gaui varaformaður Siggi Óli gjaldkeri Kári og Sæþór. Árgjald klúbbsins hækkar um þússara, úr 7500kr í 8500kr. Einnig verður hægt að vera gullsokkur fyrir 25.000kr á ári ef menn vilja leggja meira í klúbbinn. Fjórir félagsmenn hafa verið með félagsaðstöðuna á leigu fyrir klúbbinn, Drullusokkar hafa borgað 10.000kr á mánuði fyrir afnot af félagsaðstöðunni og það verður hækkað um helming. Þ.e.a.s. klúbburinn mun nú borga 20.000kr á mánuði fyrir aðstöðuna. Drullusokkar hafa fylgt þeirri reglu að til þess að verða meðlimur þarf viðkomandi að hafa búið í eyjum á lífsleiðinni, þessi regla hefur verið tekin út og er nú öllu bifhjólafólki heimilt að sækja um inngöngu í klúbbinn til stjórnarinnar. Addi hélt svo erindið "ofurhjól í Vestmannaeyjum" og fór yfir superbike þróun/sögu Vestmannaeyja. Siggi Óli stóð vaktina á grillinu, matnum seinkaði um þónokkrar örfáar mínútur en það skipti engu máli því hann var svo djöfull góður. Takk fyrir daginn kæru félagar.

  • 1
Flettingar í dag: 740
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1972
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1407910
Samtals gestir: 86199
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:55:35