M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2011 Mars

31.03.2011 10:35

Sendibílarnir í Víet Nam 2.




Hér er Eggjabóndinn



Þessi er með góðan Bögglabera.



Olíubíllinn að koma með bensínið.



Hér er verið að flytja rotþró.



Eru þetta ekki Rúmmdýnur ?



Þá er það Blaðberinn



Og Gjarðarhríngirnir





Hvað ætli þessi sé með marga metra af slaungum í þessari ferð ?



Svo ein hérna af fjölskyldubílnum. Kem kanski með meira seinna af svona myndum.

30.03.2011 09:21

Tveir Matclessar í einu.




Hann er grimmur þarna Matclessinn á Matchlessinum ,en maðurinn er Árni Marz Friðgeirsson frá Kalmarstjörn hér í bæ. Árni hefur alla tíð verið stór og mikill rumur nauthraustur andskoti en samt með óvenju gott hjartalag og er raunar ljúfur sem lamb við þá sem hann þekkja en þegar hann hvæsir Þá drynur í fjöllunum.



Árni Marz er oftast kallaður Matchlessinn og er því vel við hæfi að mynda kappann á Matchless,En Árni er bróðursonur Jóa Danska sem var frægur aflraunamaður á yngri árum.

29.03.2011 10:14

Sendibílarnir í Víet Nam


Set hérna smá syrpu af Sendiferða hjólum eða fluttningabílum þeirra í Víet Nam en þeir kunna vel að nota skellinöðrur til Ýmisa verka.





























Já Honda 50 er til ýmisa hluta notuð það má nú segja en það er til meira af svona myndum eða alveg hellingur í viðbót ef menn vilja sjá meira af svona.

29.03.2011 10:01

Honda MB 50 fyrir Gumma Páls.




Hér er Honda MB 50 af árg 1982 en á svona nöðru hjólaði Gummi Páls # 73 mikið á unglingsárum.Hann spurði hvort ég ætti ekki myndir af gömlu sinni en ég fann ekki myndir af Honduni hans sem var svort að lit en eins og þessi að öðru leiti svo við látum þetta duga.Eins átti Eyþór Rabba # 51 svona nöðru líka þegar hann var 15 ára gamall gutti.



Hér er svo vélasalurinn í græjuni en þessi Honda státaði af 2 takt mótor sem stóð sig bara vel hjá guttunum upp úr 1980.

27.03.2011 20:47

Ótitlað

Suzuki RE5 Rotary


Suzuki verksmiðjurnar kynntu sitt fyrsta og eina hjól sem búið var Wankel vél á sýningunni í Tokyo síðla árs 1973. RE5 eins og hjólið var nefnt þótti vera tæknilegt flaggskip Suzuki á þessum tíma og hið besta mótorhjól. Wankel vélin sem upphaflega var hönnuð hjá NSU í Þýskalandi var bæði nett, hljóðlát og aflmikil og nánast algjörlega laus við titring, sem þakka má hönnun hennar þ.e. í rotary vélinni eru engir hlutir að hreyfast fram og aftur eins og í hefðbundnum bullumótornum.

Wankel vélin hefur marga kosti fram yfir hefðbundna mótora t.d. er hvorki knastás né ventlar í henni og tiltölulega fáir snúningshlutir. Margir vélaframleiðendur gerðu tilraunir með Wankel vélar á sjöunda áratugnum og ýmsar frumgerðir sáu dagsins ljós , en Suzuki var eini framleiðandinn sem hóf að fjöldaframleiða mótorhjól með rotary (Wankel) vélum.

Suzuki kynnti hjólið stundum sem 1000cc, vegna þess að í rotary hönnun er hægt tala um tvöfalt brunarými sem þó taldist raunverulega vera 497cc.

Hönnun á sjálfu RE5 hjólinu var ekki eins framúrstefnuleg  eins og hönnun vélarinnar, þó voru mælarnir og afturljósið í hringlaga hólkum sem áttu að undirstrika hið sérstaka rotary þema, en að öðru leiti var hjólið nánast eins og GT750 tvígengis flaggskipið frá Suzuki.  Pústin á RE5 hjólinu voru með sérstaklega stórum og miklum hlífum á til að varna því að ökumaður og farþegi myndu brenna sig á fótunum vegna mikils afgshita.

En hvað gerðist . Mörgum kaupendum þótti RE5 hjólið áhugavert, en fáir keyptu þó hjólið þegar að til kom. Kannski var það hin nýja og byltingarkennda rotary vél sem hræddi þá frá því að kaupa, eða var það hin mikla eldsneytiseyðsla sem hafði þessi áhrif. En þrátt fyrir þetta þá höfðu Suzuki verksmiðjurnar lagt alveg gríðarlegar upphæðir í rotary verkefnið og meðal annars var byggð algjörlega ný framleiðslu og samsetningar lína til að smíða Wankel /rotary mótorinn., en hjólin seldust bara ekki.

Árið 1976 var hólklaga mælaborðinu og afturljósinu skift út fyrir hefðbundnar gerðir, til þess að gefa hjólinu meira normal útlit, en það hafði lítið sem ekkert að segja og árið 1977 var allri framleiðslu á RE5 og Wankel / rotary vélunum hætt. Þetta ævintýri með RE5 hjólið og Rotary vélina er talið hafa kostað Suzuki Motor Company milljónir  US$ og sögusagnir herma að stjórnendur fyrirtækisins hafi verið orðnir svo svekktir á öllu saman að þeir hafi að lokum látið henda öllu sem tilheyrði RE5 og rotary vélinni í Japanshaf. (Ja ljótt er ef satt er) Meira um RE5 í myndaalbúmi

Þýtt og endursagt.

Kv DR




26.03.2011 12:34

Daddi orðin #72!

Jæja þá er þetta númeraflakk vonandi búið.
Búið er að taka til í lista og setja inn ný númer á þá sem óskuðu eftir breytingum.Best er að hafa samband við Tryggva varðandi að fá ný númer á gallana sína.
Bið félaga líka að yfirfara skráningarnar sínar og láta vita ef heimilisfang eða símanúmer hafa breyst. Reikna ekki með að við séum með kennitöluflakkara í okkar hópi.

23.03.2011 15:10

Inni í herjólfsdal árið 1988




Hér trónir Honda MB 50 yfir öðrum hjólum





Hér eru nokkrar myndir sem teknar eru sumarið 1988 þarna eru tveir 900 Kawar einn 1000 Kawi eitt CBX af 3 eða 4 sem til voru í landinu á þessum tíma, og ein 600  Súkka en þarna voru plastgræjurnar byrjaðar að ryðja sér til rúmms

19.03.2011 19:49

Biggi Jóns og Dúkkinn.




Já hann Biggi er búin að fá sér Ducati Monster græju af árg 2004, hann flutti græjuna inn í desember síðasliðnum hjólið var aðeins tjónað en sá gamli er búin að græja það vel til og er hjólið nú komið á skrá



Hjólið er bara eins og nýtt á að líta





Það er einginn vandi að halla því i beygjum og grunar mig að það rjúki upp á afturdekkið hjá gamla þegar hann bottnar Dukkann.



Nú er það ekki Biggi Breti lengur heldur Biggi Ítali hann er alveg hættur að borða Enskan morgunverð og spænir í sig spaghetti af krafti.
Við sokkar óskum Bigga innilega til hamingju með þetta flotta hjól

19.03.2011 11:52

Og Nortoninn orðin af stofumublu.




Nú er Norton 750 Hjólið hans Gylfa orðið þessi líka fína stofumubla. Ég ætla rétt að vona að Biggi geri þetta ekki líka við sinn Norton því menn eru sólgnir í aðra spyrnu á milli tveggja gamlingja á tveimur gamlingjum

17.03.2011 17:26

Nýja Triumph hjólið hans Gylfa




Gylfi Úraníusson var að flytja inn Triumph Thunderbird 900 af árg 2001 og er hjólið nýkomið heim það bókstaflega lítur út eins og nýtt og er bara flott hjá kalli.Hér fyrir neðan eru svo fleiri myndir af Triumphnum. Við óskum Gylfa bara til hamingju með nýju græjuna.







Það er virkilega fallegur rauði liturinn sem er á hjólinu.





Hvaða hjól eru best ????? Auðvitað TRIUMPH gæti þessi mynd heitið.

17.03.2011 11:51

Ein gömul frá 1976




Hér er gömul mynd frá því á páskum árið 1976. Þessi mynd er tekin rétt áður en við fórum í fræga ferð til Akureyrar þá um vorið Hondan min 750 var í góðu standi og var ég duglegur að leifa stákunum að taka í eins og sagt er enda græjan spræk á þessum árum og ekki margar svona öflugar þegar hér var komið við sögu. En strákar tökum við okkur ekki bara vel út þarna,maður verður nú að vera góður við frændur sína sem eru margir í Drullusokkunum og koma með myndir sem þið hafið gaman af.

17.03.2011 11:23

Þegar Óli kokkur gerðist mótorhjólagæji.




Hér er Óli kokkur greifalegur á 250 hippanum sínum sem hann verslaði úti í Tælandi og flutti heim Óli lét vel af græjuni en sagði þó að hún mætti vera aðeins kraftmeiri. Við hliðina stendur Óskar á Háeyri og lætur sig dreyma.

15.03.2011 09:51

Honda CB 650 árg 1980.




Hér eru myndir af Hondu CB 650 sem kom hingað ný árið 1980 en myndirnar eru teknar á þjóðhátíðini sama ár Sigurbjörn Egilsson átti hjólið nýtt og síðan annar eyjamaður Kristján Önundarson Stjáni fór með hjólið norður á Raufarhöfn og átti það í einhvern tíma þar síðan vitum við lítið af því þar til fyrir einu ári síðan að þá eignast það eyjamaðurinn Ægir Jónsson  og hefur hann gert hjólið eins og nýtt aftur,maður nær kanski að taka rúnt í sumar með frænda.



Hér er svo önnur mynd af 650 Honduni

13.03.2011 14:39

Kawasaki H 2. 750 árg 1972




Hér er eitt af þremur  750 Kawasaki hjólum sem komu ný árið 1972  og voru þau öll blá hin tvö áttu Daði Sigurðsson og Karl Óskar Geirsson á Húsavík. Um þessi hjól er það að segja að Daða hjól er hjá Halldóri Sigryggsyni í Hafnarfirði en síðast sá ég hjólið hans Kalla niðurrifið í húsnæði Bílaklúbbs Akureyrar um 1979 og var því sennilega fleygt. Að vísu komu tvö gul 750 hjól af arg 1973 og vitum við um örlög þeirra beggja. En um þetta hjól á myndini vitum við ekkert sem sagt hvar það er niðurkomið í dag. Fyrsti eigandi á þessum Kawa heitir Kjartan og átti allavega heima í Kópavogi á sínum tíma, margir áttu hjólið meðal annars Hafsteinn heitinn Hauksson Rallí kappi, einn átti heima á Þingeyrum i Húnavatnssýslum einn í Hverargerði en ég man ekki lengur hvað heitir Nonni Hafsteins á Selfossi átti það um tíma Elli larfur kallaður átti það í Rvk en sá sem seldi það til eyja hét að mig minnir Anelíus en af honum keypti hjólið Lilli bróðir Darra og svo eignaðist Darri hjólið hann selur það Sigurjóni Eiríkssyni # 29 sem fer með það upp á land aftur þetta eru ein 30 ár síðan og vitum við ekki hvar það gæti leynst þó við höfum góðar mótorhjólasugur á okkar snærum að þá er engin árangur .í dag eru þessi H2 750 hjól mjög svo sjaldgæf og verðmikil svo gaman væri þó ekki væri nema að hafa upp á því.



Hér eru svo nokkra myndir af 750 Kawanum þegar hann var kominn til Keflavíkur um 1980 en svona leit hann út þegar síðast sást til hans,





Ef einhver veit eitthvað um hjólið væri gaman ef hann hefði samband hér og léti okkur vita.

12.03.2011 14:48

Honda Gold Wing 1500 á afturhjólinu.




Hver segir svo að það sé ekki hægt að prjóna á Hondu Gold Wing.


Flettingar í dag: 637
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 1972
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1407807
Samtals gestir: 86197
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:34:34