M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

19.06.2011 10:56

Enn eru það Færeyjar sem heilla




Árið 2007 fóru Drullusokkarnir síðast til Færeyja og taldi hópurinn 16 manns og nú verðum við aftur 16 manna hópur á þessari mynd sem tekin er hjá Eyþóri á Seyðisfirði má  sjá þá þrjá sem fara aftur nú Stebba Jóns, Hermann Haralds og Tryggva Beikon.



Og hér eru svo Hermann og Tryggvi en þeir tveir hafa farið í allar ferðir Drullusokkana frá upphafi en þær ferðir eru orðnar nokkuð margar og alltaf jafn gaman að hjóla og bulla út í eitt en það heldur sálatetrinu ungu í góðum hóp stráka sem búnir eru að þekkjast síðan þeir voru smá guttar, ég tala nú ekki um öll árin sem mótorhjól hafa verið stórt áhugamál en þar eru áratugirnir orðnir margir.



Hér er vertinn á kaffi Láru á Seyðisfirði, Eyþór en það verður skyldumæting að fá sér einn sveittann hjá honum á miðvikudaginn



Það er ekki laust við að manni sé farið að hlakka til Færeyjaferðarinar eftir nokkra daga. og gaman að kveðja Seyðisfjörð um borð í Norrænu.



Hér er Doktor Bjössi búinn að narra okkur í glas um borð í Norrænu.



Hér er svo ein frá Tórshavn en þarna ættum við að vera eftir nokkra daga .
Flettingar í dag: 828
Gestir í dag: 76
Flettingar í gær: 982
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 824645
Samtals gestir: 57684
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 15:03:21