M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2012 Mars

31.03.2012 16:45

Feðgar á ferðinni.


Í dag hitti ég litla og stóra Hjalta á ferðini og tók þá þessar myndir. Svo bættist einn góður trukkur við.



Hér eru þeir Feðgar Hjalti og Breki  á hjólunum sínum.



Og hér er ein tekin inn í dal.



Hér er gamli á gömlu og bæði í toppstandi



Hér er litli á litlu.



Hvað ungur nemur gamall temur, Guttinn er fljótur að læra.



Daddi að eyða aurunum en eitt svona afturdekk kostar sitt í árferðinu sem við höfum í dag, Þökk sé útrásavíkingunum okkar.



Þetta er glæsilegur 1000 Kawi hjá Dadda og vel hirtur það má hann alveg eiga blessaður.

30.03.2012 19:49

2:34


Ágætis video, sérstaklega á 2:34

28.03.2012 21:04

Gummi og BlackBomberinn

Gummi Páls #73 var að versla sér gæluverkefni, þ.e.a.s. Honda CB450 Black Bomber.
Hjólið átti maður í Reykjavík, en það var búið að vera í geymslu hér í eyjum í nokkur ár. Gummi sótti hjólið í gærkvöldi og reikna menn með því að enter takkinn á lyklaborðinu hjá múraranum verði undir miklu álagi næstu daga og vikur, en það þarf að versla töluvert af hlutum í hjólið. En gaman verður að sjá útkomuna þegar að Gummi verður búinn að koma þessari mögnuðu græju í mótorhjólasögunni í toppstand.

Gullkista (kar)

Hér er gripurinn á niðurleið

Enn á niðurleið

Menn að ræða málin

Hér er rapparinn Snoop Dogg á sínu hjóli

Og hér er Gummi (New Dogg) Páls stoltur af sínu hjóli, takið eftir að það lekur e-ð undan bílnum hans Grétars...

27.03.2012 19:33

Nokkrar myndir frá Jenna RAUÐA



Hér eru bræðurnir Marinó heitinn Trausta og Óli Trausta á Honda XL og Suzuki AC50

Marinó á XL-inum

Hér eru þrjár af Edda Einsa Nóa heitnum



25.03.2012 10:52

Alvöru Café Racer græja.




Er ekki kominn tími á að kynna fyrir Óla bruna einn alvöru Café Raser grip en svona líta þeir út Óli minn. Ég þarf líklega ekki að koma með tegundina enda ætti hann að þekkja þetta flotta hönnun, en víst er að þetta er ekki neinn Triumph enda alveg olíuþétt græja.

23.03.2012 19:28

Tiltekt í félagatali


Samkvæmt samþykkt á aðalfundi Drullusokka árið 2011 hefur nú verið tekið til í félagatali okkar og ógreiddum félögum verið eitt út. Ekki verður að svo stöddu úthlutað þeim númmerum sem eitt var. Eftir næsta aðalfund verður þeim úthlutað aftur þeim sem vilja.Ef einhverjir hafa áhuga að halda áfram í félagskapnum eða hafa verið eitt að ósekju ( Hafa borgað félagsgjöld ) þá er þeim velkomið að hafa samband og verður það þá lagað hið snarasta.

Virðingafyllst stjórn Drullusokka Vestmannaeyjum.

 

23.03.2012 10:00

Hittingurinn í gær


Það mættu einir 20 sokkar í hittinginn sem haldin er á fimtudögum kl 20,00 í Gullborgarkrónni og slegið á létta strengi enda sumarið í vændum og nöðrurnar væntanlegar á göturnar eins og farfuglarnir. hér eru nokkrar myndir teknar í gær.





Hér eru félagarnir sem mættu en sumir litu við og voru ekki þegar myndirnar voru teknar.



Hér er hluti af öldungadeildini í félaginu.



Þið eigið að vera í svona bol strákar.



Nú er farið að líða á seinnihlutan á Mottu mars ( sem betur fer )





Við fengum í heimsókn Selfiska Vestmannaeyjinginn Idda Isleifs sem hélt fyrirlestur um gömul veiðarfæri af Mustang gerð.



Muna svo félagar fundur á fimtudögum kl 20,00.

20.03.2012 19:43

Daddi og Kawinn


Eins of flestir þeir sem skoða síðuna okkar reglulega vita
þá fór Daddi með Kawann inn til sín fyrir veturinn, okkur barst þessi mynd frá Magga Hiab sendibílstjóra. En nú rétt í þessu barst okkur önnur mynd sem náðist inní húsi, eigandi myndarinnar vill ekki koma fram undir nafni , en þessi mynd er ekki síður óvanaleg en sú fyrri.


18.03.2012 13:37

Snillingar

Þessir snillingar eru magnaðir.

17.03.2012 19:37

Urban tiger Fireblade


Árið 1994 bauð Honda uppá þessa litasamsetningu sem kallast Urban tiger. Margir heilluðust af litasamsetningunni og hefðu viljað sjá Honda bjóða uppá Urban tiger aftur á nýrri módelum af Fireblade-inu, sem hefur ekki (enn) gerst.

En Dream machine sem er málningarverkstæði sem sérhæfir sig í mótorhjólasprautingum hafa tekið nokkur nýrri hjól og breytt þeim, hér er 2005 Fireblade.

2008 Fireblade frá Dream machine.

16.03.2012 19:38

FIREBLADE

Hér er smá syrpa frá Gumma Páls.

HONDA CBR900RR Fireblade 1995 urban tiger, Gummi og María áttu hjólið árið 1998-99 og Egill verslaði það svo af þeim 1999 eins og áður hefur komið fram. Ég átti Performance bikes blað frá því að þetta hjól var nýtt og lét mig dreyma um svona græju í mörg ár, og nú er ég aftur farinn að láta mig dreyma um svona (þetta) hjól.

Um vorið 1999 keyptu Gummi og María þetta hjól nýtt til landsins, eina umboðs Fireblade-ið sem kom nýtt það árið.

Áður en hjólið fór á götuna voru felgurnar málaðar hvítar , þvílíkur munur......

Sumarið 1999, mynd tekin á Akureyri, Egill á "95 blade-inu, Eydís á CBR600F3 og Gummi og María á "99 blade-inu.

CBR600 1996 Eydís, CBR600 1999 Arnþór, CBR600 1995 Frikki Ása, CBR 893(900) 1995 Egill, CBR 919(900) 1999 Gummi og María


Götumílan á Akureyri 1999

Götumílan á Akureyri  2001 Arnþór og Gummi.

Fleiri myndir

Það er tilbreyting að fá aðeins nýrri gamlar HONDA myndir.
Takk fyrir myndirnar , þær eru það sem gera síðuna skemtilega.

14.03.2012 19:34

Hittingur á morgun fimmtudag kl 20,00


Á morgun fimmtudag kl 20,00 ættlum við að hittast í Gullborgarhúsinu við hlið Braggans, það er spá í spilin varðandi sumarið og eins hittast og spjalla, gaman væri ef við næðum að gera þetta að vikulegum viðburði nú það sem eftir er vetrar og eins væri gaman að koma saman vikulega á sama tíma það er fimmtudegi KL 20,00 þegar það er orðið hjólafært og taka saman rúnt, fimmtudagarnir henta best vegna sjómannana í hópnum. En endilega kíkið við annað kvöld og spjöllum saman.

Stjórn Drullusokka M/C






Endilega kíkið við á morgun.
Flettingar í dag: 836
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 805
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1414142
Samtals gestir: 86361
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 20:00:28