M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

28.03.2012 21:04

Gummi og BlackBomberinn

Gummi Páls #73 var að versla sér gæluverkefni, þ.e.a.s. Honda CB450 Black Bomber.
Hjólið átti maður í Reykjavík, en það var búið að vera í geymslu hér í eyjum í nokkur ár. Gummi sótti hjólið í gærkvöldi og reikna menn með því að enter takkinn á lyklaborðinu hjá múraranum verði undir miklu álagi næstu daga og vikur, en það þarf að versla töluvert af hlutum í hjólið. En gaman verður að sjá útkomuna þegar að Gummi verður búinn að koma þessari mögnuðu græju í mótorhjólasögunni í toppstand.

Gullkista (kar)

Hér er gripurinn á niðurleið

Enn á niðurleið

Menn að ræða málin

Hér er rapparinn Snoop Dogg á sínu hjóli

Og hér er Gummi (New Dogg) Páls stoltur af sínu hjóli, takið eftir að það lekur e-ð undan bílnum hans Grétars...

Eldra efni

Flettingar í dag: 378
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 2533
Gestir í gær: 129
Samtals flettingar: 4970938
Samtals gestir: 651792
Tölur uppfærðar: 5.8.2020 10:06:45