Bandaríkjamaðurinn Henry Wolf hefur höfðað mál á hendur ökutækjaframleiðandanum BMW og fyrirtækinu Corbin-Pacific. Wolf þjáist af því sem kallað er sístaða (e. priapism) sem gerir það að verkum að hann er með stanslaust holdris.
Wolf heldur því fram að þetta hafi gerst eftir fjögurra klukkustunda mótorhjólaferð hans á hjóli sem BMW framleiðir. Sætið á hjólinu er framleitt af Corbin-Pacific og heldur hann því fram að hönnun sætisins hafi valdið sístöðunni. Í stefnu hans kemur fram að hann geti ekki lengur stundað kynlíf og sé í raun hálfgerður öryrki í dag.
Hann hafi misst mikið úr vinnu og þurft að greiða háan sjúkrakostnað.