M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

28.05.2012 10:00

Útför Hauks Richardssonar


Útför Hauks Richardssonar verður gerð út frá Fríkirkjunni í Reykjavík næstkomandi föstudag kl 15,00 en hann ber upp á 1 júní. Það verður mikið af mótorhjólafólki sem kemur til með að fylgja honum Hauki enda vinamargur maður, það eru uppi hugmyndir um að hafa hópkeyrslu honum til heiðurs eftir útförina. Við erum nokkrir vinir Hauks hér í eyjum sem ætlum að fara á mótorhjólum suður og vera við jarðarförina. Til minningar um góðan og traustan félaga týndi ég hér til nokkrar myndir úr safni okkar af Hauki og nokkrum félögum hans í gegnum árin. 



Hér er fyrst mynd af þeim Eðalvinunum til margra áratuga Ólafur R Magnússon ( Óli Bruni ) og Haukur.



Hér eru þeir saman Haukur og Hilmar Lúthersson ( Tæmerinn) en þeir stúderuðu margt saman og fóru í margar ferðirnar út um allt land.



Frá vinstri talið Biggi Jóns, Haukur, Óli Bruni, Hjörtur Jónasson mágur Hauks, Hlöðver Gunnarsson og Óli Sveins.



 Á góðri stundu með félögunum, Haukur, Biggi, Jenni Rauði, Hilmar, og Geir Valgeirsson heitin.



Þarna liggur vel á köppunum.



Hér með Darra í Bragganum.



Haukur hefur átt mörg mótorhjólin í gegnum árin og hér er eitt þeirra Yamaha FJ 1200



En í mestu uppáhaldi hjá Hauki voru Kawasaki mótorhjólin. Hér er hann með gullmolann sinn Z 1000 árg 1978.



Hér er það Yamaha FJR 1400.



Hér er ein frá bretaárunum þarna er það Triumph Trident 750 cc.



Og hér er ein í lokin þar sem undirritaður Drullusokkur # 1 er með félaga Hauk # 79 aftan á Hondu að sjálfsögðu.
 Þeir Drullusokkar sem hug hafa á að fylgja Hauki eru beðnir að hafa samband svo við getum skipulagt ferð með Herjólfi upp á land.

27.05.2012 22:23

Berglind (hans Gauja #16)


Hér er Berglind í reynsluakstri suður á eyju á Honda CB550 1976 sem þau hjónin fluttu inn nýlega. Og af svipnum að dæma þá er hún nokkuð sátt við gripinn.

27.05.2012 18:51

Met aðsókn á síðuna.

 

Takk fyrir heimsóknirnar á þessa mótorhjólasíðu

Í gær 26/5 fór gestafjöldi síðunar í 1809 heimsóknir og hefur það ekki farið nærri því svo hátt áður, og er þetta sennilegast í gegnum Facebookina sem tengd er hér inná. Dullusokkar voru í hæðsta sæti yfir allar 123 síðurnar og munaði tæpum 1300 gestum í þann sem var í sæti no 2. Yfirleitt eru gestir síðunar í kringum 300 manns á dag og erum við bara þakklátir fyrir það hvað margir líta hér inn til okkar Sokka, enda er þetta vinsæl mótorhjólasíða sem bæði Sæþór og ég pössum upp á að sé með nýtt og gamalt efni á hverjum degi.

26.05.2012 20:22

Næsti fimmtudagsfundur 31.maí

Planið er að mæta í Gullborgarkrónna eins og vanalega en kl. 19:30 í stað 20:00, gott væri ef menn myndu mæta á hjólunum og með rafmagnsborvél í bakpoka og ekki væri verra að láta bitasett fylgja.

En meira um þetta síðar.....

Daddi og Kási segja að Hitachi sé málið,, en Daddi segir það sjálfsagt af því að það er sama litanúmer á Kawanum hjá honum.

26.05.2012 12:07

Frá skoðunardeginum 2012


Set hér inn nokkrar myndir sem ég tók á skoðunardegi mótorhjóla í Vestmannaeyjum árið 2012.



Það var ekki eins góð mæting og var í fyrra en samt gaman og voru skoðuð hátt í 100 hjól. Mönnum bar öllum saman um að pylsurnar hafi smakkast enn betur en í fyrra enda grillmeistari enginn annar en Jenni Rauði # 7 og grillaði hann ekki bara ofan í mannfólkið því ferfættlingarnir í nágreninu nutu góðs af grillinu hjá Jenna.





Simmi í Betel á Harley hjóli sínu.




Svenni # 222 mætti þarna á Hondu sinni.



Gétar Már á stoltur eigandi að Randafluguni.



Óli G mætti með konuhjólið Suzuki Savage 650.



Smári skurðlæknir mætti með Sportster Harleyinn sinn og spændi í sig pulsum í leiðini enda góðar frá Jennanum.



Og Björgvin Björgvins á 1100 gpz Kawanum sem hann hefur átt frá árinu 1982.



Og Óli Venna þarna á öðru af hjólum sínum. Hvernig er þetta með hann Óla hann eldist bara ekkert eins og við hinir kallinn er alltaf eins og peyji sama hvað áratugunum fjölgar.
 

 


25.05.2012 13:24

Andlát félaga Hauks Richardssonar


Í gær lést félagi okkar Haukur Richardsson en hann hafði átt við veikindi að stríða undanfarna mánuði. Haukur var virkur félagi í félagi okkar Drullusokka og eins einn af stofnendum vélhjólafélags Gamlingja. Með Hauki er fallinn frá góður og tryggur félagi sem bjó yfir hafsjó af fróðleik um sögu Mótorhjóla á Islandi enda eitt hans helsta áhugamál frá unga aldri. Við sem eftir sitjum sjáum á eftir góðum vini og erum fátækari á eftir.
Við í mótorhjólafélagi Drullusokka viljum votta aðstandendum Hauks okkar dýpstu samúðar við skyndilegs fráfall góðs félaga og vinar.




Hér eru myndir af Hauk Richardssyni eða Hauk tollara eins og hann var gjarnan kallaður



Öll hjólin hans Hauks voru miklar mublur og hvert smáatriði útpælt og þaulhugsað enda var það ekki hans að aka um á einhverju sem var ekki í topphirðu á allan hátt.





Hér er mynd tekin þegar aðalfundur okkar var haldin í sept 2011. En Haukur # 79 var duglegur að mæta á allar uppákomur okkar í gegnum árin og erum við þakklátir fyrir það.

24.05.2012 18:59

Tóti frændi Jenna kominn á Vespu.




Þarna er Tóti Maggason á Grundó kominn á forláta vespu.



Og hjálmurinn tekin af fyrir myndatökuna.



Tóti er flottastur.

23.05.2012 20:12

CB 750 í Borgarnesi.




Sá þessa gömlu 750 Hondu af árg 1972. það má taka vel til í henni en samt er hún nú mun flottari en þegar ég sá hana síðast.



Hér er Doddi sem hefur umsjón með græjuni þessa dagana en hjólið á enn Einar Marlboro maður.



Svo varð gamla dýrið að fá mynd með sér við hlið þessa forláta grips sem vel má eyða í 1 kúlu af aurum þá yrði hún nú fín blessunin.



Hér er svo ein gömul mynd af sömu Honduni en hún er tekin í eyjum Árið 2008 og gott ef Doddi og frú eru ekki þarna í bakgrunnin, Þarna er enn á hjólinu ógeðshlífin á gripnum en þetta er ein sú ljótasta vindhlíf sem ég hef nokkurtíman augum litið. Gaman hefði samt verið að fá að prjóna svolítið með þetta allt framan á hjólinu.

22.05.2012 12:49

Prjónandi CBX Honda


Þótt  1000cc CBX Hondunum hafi fjölgað úr 3 í yfir 50 á landinu í árana rás að þá voru bara til þrjár sem komu hingað nýjar á sínum tíma af árgerð 1979. Hér er ein þeirra sem þá voru til árið er 1982 og er eigandinn Gunnar Hreinsson hann  tekur tröllið upp á afturhjólið sem er mjög sjaldséð í dag á svona foríðargræju sem CBX inn svo sannarlega er.







Flottur þarna Gunnar Hreinsson Hvar ætli hann sé í dag ?


21.05.2012 11:12

Skoðunardagur Mótorhjóla í Eyjum 2012

Bara að minna á skoðunardaginn hjá Frumherja sem verður á fimtudaginn næstkomandi

Þann 24 maí verður skoðunardagur mótorhjóla í Vestmannaeyjum fyrir árið 2012 opið verður fyrir Mótorhjól frá kl 13,00 - 1900 veittur verður afsláttur af skoðunargjaldi fyrir hvert mótorhjól að vanda verður boðið upp á Pylsur og kók eins verður eitthvað slikkerí á boðstólum fyrir sælkerana.Það verður gott fyrir mallan að hjóla heim saddur á nýskoðuðu mótorhjóli.
Það var þrusu mæting í fyrra og vonandi verður það einig nú. ps Jenni Rauði verður sveittur við grillið ásamt aðstoðarmönnum og vonumst við til að pylsurnar verði jafnvel enn betri en í fyrra.

                   Frumherji og Drullusokkar saman
                            þá verður gaman.

20.05.2012 21:31

Honda CB 750 four ever


Hér eru tvær af fimm 750 Hondum Eyjamanna í dag og er þá átt við þessar gömlu með Sohc mótornum það er einn yfirliggjandi knastás. Myndirnar voru teknar um daginn þegar hittingur var hjá okkur sokkum. Fyrir þá sem ekki vita að þá er sú bláa í eigu formanns og sú rauða í eigu varaformans Drullusokka, svo það sést að Sokkarnir geta líka verið tandur hreinir.





Sú rauða er K1 og táknar árgerð 1971, sú bláa er K4 og er árgerð 1974 bæði þessi hjól eru algörlega í orginal lúkki að utan en innvolsið er algjört leyndarmál og má Gilli Úra og Biggi Jóns ekki vita meira um það.





 En eins og Daddi segir Kúta fjöldinn er mikill á þessum fortíðargræjum








20.05.2012 00:05

Ísleifur á 1200 Gold Winginum




Hér er Isleifur Ástþórsson hér oftast kallaður Iddi á öðru af Gold Wing hjólum sínum. Þennan væng átti hér áður fyrr Sigmund teiknari hér í Eyjum.



Hann er vel alvöru gefin þarna hann Iddi en samt var hann sprelligosi mikill hér á árum áður enda bjó hann þá hér í Eyjum og var í slagtogi með Tóa Vídó, Gísla Sveins og Bauja svo einhverjir séu nefndir.

18.05.2012 16:34

Kíkt við hjá Hilmari Lúthers

 Hér eru nokkrar myndir sem ég tók hjá félaga Hilmari Lútherssyni á Selfossi um daginn og skoðaði hluta af hjólaflotanum hjá gamla. Hilmar er sá maður sem gert hefur upp flest gömul mótorhjól á Islandi og hafa margir glæsigripirnir runnið í gegnum hendur hans í gegnum árin. Flestir mótorhjólamenn á Islandi kannast við þennan ljúfling sem ber númmerið 1 í hinu stóra félagi Sníglunum en auk þess þá er sá gamli Drullusokkur # 0 enda pípulagningarmaður í gegnum lífið og var hans þarfasti þjónn í vinnuni eimitt drullusokkur.





Hér er Iddi að kíkja á þetta hjá Hilmari.



Hér stendur Hilmar við forlárta KK skellinöðru sem hann gerði upp frá grunni það voru margar KK á götunum hér áður en Hondubyltingin kom árið 1963. Bíllinn í bakgrunninn er 1954 árgerðin af Hudson.



Hér er annað af Ariel hjólum Hilmars 500 cc 1 cylindra með tveimur útblástursgötum flott græja þetta.



Mikil mubla þetta hjá gamla.

17.05.2012 14:34

Alveg magnaður síðasti hringurinn í reisi 2. í súperbækinu á Donington um síðustu helgi.


Flettingar í dag: 471
Gestir í dag: 168
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 370
Samtals flettingar: 850024
Samtals gestir: 60483
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 03:44:36