Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Færslur: 2011 Ágúst
12.08.2011 09:55
Nokkrir félagar á rúntinum í blíðuni nú í vikuni.
Hér er nýjasti félaginn Gauji Gunnsteins # 211 á hjóli sínu Yamaha 1300 árg 2007,Gauji er ekki nýr af nálini í hjólaflóruni hér í eyjum en hann átti hér áður fyrr nýtt Kawasaki GPZ 1100 árg 1982 og hjólaði oft um á afturdekkinu um bæinn.
Hér er ein gömul af Gauja á 1100 Kawanum
Hér er Skarpi á 1000 Sukkuni sinni en Skarpi hefur oft verið graður á gjöfini og kallar ekki allt ömmu sína en samt kallar hann Valgerði ömmu.
11.08.2011 09:45
Hjólatúr á laugardaginn næstkomandi
Stefnt er að því að nokkrir mótorhjólamenn héðan úr eyjum ætli með Herjólfi þann 13 águst það er á laugardaginn næstkomandi,farið verður um morguninn og komið við í Þykkvabæ um hádegið en þar fer fram aðalfundur Vélhjólafélags Gamlingja en fundurinn verður upp úr kl. 16,00 en það verður hópakstur kl 15,00 sem menn geta tekið þátt í ef þeir vilja, það er farið að halla á sumarið og hver að verða síðastur að renna upp á land en spáin fyrir helgina er góð.
Þarna gefst okkur kostur á að sína okkur og sjá aðra en margir ætla svo heim með Herjólfi aftur um kvöldið,eins væri gaman ef félagar á Höfuðborgarsvæðinu kæmu austur í Þykkvabæ og hittu okkur þar, og vonandi að sem flestir láti sjá sig á laugardaginn.
Nú fer að styttast í Aðalfund okkar Drullusokkar en meiningin er að hann verði haldin um mánaðarmótin águst - sept. en fyrsti laugardagurinn í september ber upp á þann þriðja.
við viljum stokka svolítið upp í stjórnini og vonandi bara að sem flestir láti sjá sig á fundinum.
En nánar um aðalfund okkar síðar.
Skrifað af Tryggvi
11.08.2011 09:35
Hjólin úr gámnum hans Njáls
Eins og margir vita að þá flutti Njáll Gunnlaugsson ökukennari inn gám með einum 8 hjólum frá Ameríku og komu þau til landsins nú nýverið Njáll sendi mér myndir af hjólunum og hér koma þau.
Hér er Yamaha XS 650 sennilega árg 1975
Hér er Suzuki GS 850 L
Hér er annar 650 Yammi ásamt Hondu Gold Wing 1100 árg 1982.
Hér er Triumph hjólið hans Torfa gullsmiðs en það er af árg 1958
Hér er eitt BMW hjól
Hér er önnur af tveim 750 Hondunum sem komu þessi er af árg 1976
Og hér er 750 Hondan hans Njáls en hún er af árg 1975
Þarna má sjá í afturhlutan á einni Hondu CBX 1000 en hvaðan kom hún ?
09.08.2011 11:29
Fyrsta Japanska mótorhjólið hérlendis
Hér er mynd af fyrsta Japanska mótorhjólinu sem kom til eyja og sennilega landsins alls hjólið var Honda c 92 125 cc og markaði tímamót í hjólasöguni því eftir að græna Hondan hans Ragga Jóns kom 1963 að þá fóru Japönsku hjólin að koma í tugatali fyrst bara Hondur svo bættist Suzuki við og svo Kawasaki og síðast var það Yamaha. í dag eru Japönsk mótorhjól allsráðandi í flóruni.
07.08.2011 11:10
Jenni Rauði og Daxinn hans
Þessa dagana liggur Jenni Rauði sveittur í uppgerslu á gömlum Dax sem hann fékk slátur af hjá Einari Malboro manni .Hér er smá syrpa af Daxinum en fleirri myndir eru í albúmi merktu Jenni gerir upp Dax.
Svona á svo Daxinn að líta út þegar Jenni verður búinn með gripinn sem er af árg 1971
Hann verður flottur hjá Rauða villingnum af Faxastígnum
05.08.2011 09:47
Óli Bruni og Nortoninn hans.
Hér sjáum við Óla Bruna við Nortoninn sinn sem er glæsilegur í alla staði og ekkert verið til sparað varðandi hjólið,meira að segja heyrði ég að Óli hafi flutt inn til landsins sérstakan Norton sérfræðing svona til að fínstilla græjuna og fara yfir gangverkið svo Nortoninn vinni nú sem best.
Óli má vera stoltur af Noton hjólinu enda flottur gripur og í toppstandi.
Hér má sjá Hauk tollara votta vel unna vinnu hjá sérfræðingnum sem kann sitt fag.
Eftir áræðalegum heimildum ku maðurinn í miðjuni vera Kristian Norton Villers topp tjúnari Norton verksmiðjana sálugu en sagan segir að eftir að Norton samsteypan fór á hausinn að þá hafi Kristían farið að vinna sjáfstætt við Norton tjúningar víða um heiminn með mjög góðum árangri.
Það er ekki furða að þeir séu ánægðir Óli og Haukur á þessari mynd enda með sérfræðinginn á milli sín sem náði víst einum 2 aukahestöflum út úr Nortoninum með snilligáfu sinni.
03.08.2011 11:32
Vignir heitinn Einarsson
Hér eru myndir af Einari Vigni Einarssyni og situr hann hér á Hondu CB 125 sem Guðmundur Tegeder vinur hans átti þessar 3 myndir eru teknar í september árið 1966 en aðeins tveimur mánuðum seinna að þá lést Vignir aðeins 17 ára gamall í mótorhjólaslysi hér í eyjum ,hann var að kaupa eins hjól og hann situr á en það hjól var að vísu 305 Honda, Vignir var að prufa hjólið og missti stjórn á því og lenti ofan í tröppunum við Hásteinsblokkina og lést hann skömmu síðar.
Það má segja að það sé kaldhæðni örlagana að á þessu hjóli sem Vignir situr á lenti Sverrir Þór Jónsson í mótorhjólaslysi 3 árum síðar,en þar lét Sverrir lífið rétt tvítugur að aldri. Sverrir var bróðir Bigga og Stebba Jóns sem eru miklir mótorhjólamenn enn þann dag í dag.
Hér er svo ein mynd sem tekin var á sama tíma af 125 Honduni en þetta hjól var ávalt kallað Geitin og var það vegna þess hvað stýrið minnti á hornin á Geit. Sem ungur pjakkur man ég vel þegar Sverrir heitinn var að stíða bróðir sínum Bigga sem átti hjólið og sagði að hann ætti geit en ekki hjól.
01.08.2011 19:21
Hann er hraustur þessi það má nú segja
Já hann er sterkur hann Hjalti hann þurfti að herða olíutappann undir vélini en það var erfitt fyrir hann því kallinn er orðin það stirður að hann á erfitt með að begja sig undir hjólið svo hann bara lyfti því upp og herti svo boltann með annari en hélt hjólinu með hinni á meðan, þetta er fín lausn fyrir stirða.
- 1
- 2
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember