M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2011 Apríl

23.04.2011 09:11

750 tvígengis mótorar í kyppum




Það er nóg af Kawasaki 750 H 2 mótorum þarna á færibandinu hjá Jöppunum,en það komu 5 svona nýir til landsins á sínum tíma kanski eru þeir þarna ?

23.04.2011 08:46

Triumph Quadrant 1000




Hér er Triumph 1000 cc fjögura cylindra sem Bretinn ætlaði að setja í framleiðslu en af því varð aldrei,aðeins örfá svona hjól voru smíðuð og fóru verksmiðjurnar á hausinn áður en þeir komu þessu annars flotta Triumph hjóli á legg.Triumph þessi var nefndur Quadrant og var árg, 1973

22.04.2011 13:08

Sýning Rafta 2011.




Vorum beðnir að birta þessa auglýsingu frá Röftum í Borgarnesi en þeir halda árlega sýningu sína þann 7 maí og verður frítt í gönginn fyrir mótorhjólafólk allan daginn.Þessi sýning Raftana hefur verið mjög svo vel sótt undanfarin ár og vonandi að svo verði áfram enda skemtilegur viðburður fyrir hjólafólk sem þeir bjóða upp á og góður rúntur í leiðini.

22.04.2011 12:59

Ein frá 1995 í Borganesi.




Hér er ein sem tekin var í Borgarnesi sennilega árið 1995 og er Darri þarna innan um 3 Kawa næst er z 1300 svo Z1 900 og svo 750 h2. Þarna vorum við á heimleið eftir 17 júní á Akureyri.

22.04.2011 12:39

Kawasaki z 1300 í sandinum.




Það var um árið þegar Víkartindur strandaði á Þykkvabæjarfjöru þá var einn bjartsýnn og ætlaði að skoða strandið en hjólið var bara of þungt í sandinn og sökk enda um að ræða Kawasaki z 1300 sem vigtar aðeins 297 kg dry.það var svo mega mál að losa hjólið og koma því á fast land undir dekkin. 

22.04.2011 11:26

Í London árið 1981




Hér eru þrír ungir drengir í London árið 1981 með nýkrómaða hluti í hjólin sín sem biðu eftir þeim heima spennt, tveir þessara hafa nú elst töluvert en einn lítið

21.04.2011 21:51

Ótitlað




Hjörtur á Selfossi er búinn að versla þennan gamla BSA A10 og er Hjörtur þar með orðinn konungur Bretlands á Íslandi

21.04.2011 12:21

Gleðilegt sumar.


Bifhjólaklúbburinn M/C Drullusokkar óskar ykkur öllum gleðilegs og gæfuríkts sumars





Og megi sumarið vera ykkur öllum til heilla.

21.04.2011 11:00

Frá heimsókn gamlingja 1994 part 3




Hér er Torfi Hjálmarsson á Triumph Trident 750 hjóli sínu sem hann á reyndar enn



Hér er fyrrum Leitogi Gamlingja Þröstur Víðisson á BMW R600 S hóli sínu



Og hér er Njáll Gunnlaugsson ökukennari á BMW 500 hjóli sínu sem hann á enn. Það var bara svo margar myndir til úr þessari ferð að það var bara bull að ætla að setja þær allar inn í einni fæslu en ég gleymi engum það er á hreinu



Hér er Heiðar heitinn Jóhannson á Moto Gussi 500 hjóli sínu en þetta hjól er í eigu Mótorhjólasafnsins á Akureyri í dag.



Hér er undiritaður Sokkur # 1 á Matchless 500 hjóli sínu.



Hér er Einar Malboro maður á Harley Davidson hjóli sínu.

20.04.2011 12:21

Ein enn 750 afhent eiganda.




Í gær afhenti Addi Steini 750 F Honduna eftir vetrardvölina á Suðureynni en Addi reif gripinn niður og skveraði stellið var allt tekið í gegn og mótor yfirfarinn síðan var það sprautað í Bragganum hjá Darra og Sæþóri og er hjólið hið glæsilegasta á eftir.



Hér er Hondan komin í rétta litinn sem fer henni mun betur en sá blái sem var á henni áður.



Hér eru þeir saman Steini eigandi og Addi Steini og eru bara ánægðir með árangurinn.



Svo er bara að prufa gripinn enda þurfti Steini að ná Herjólfi upp á land með hjólið stuttu síðar.



Látum svo eina fylgja hér með sem tekin var í desember síðastliðnum og er niðrifið hafið og gaman að bera þessa mynd við þær sem teknar voru í gær af hjólinu.

19.04.2011 19:14

Sú Hafnfirska komin heim.




Jæja þá er Gulli Gaflari búinn að fá 750 Honduna sína afhenta eftir vetrardvöl í eyjum en þar lenti sú gamla í andlitslyftingu enda orðin 35 ára gömul blessunin,það má sjá stoltan eiganda þarna á græjuni sinni.







Og auðvitað þurfti Sigurjón Andersen formaður Gaflara að votta afhendinguna og passa að drullusokkurinn færi rétt að öllu. Ég vil nota tækifærið og óska Gulla og félögum til hamingju með flott hjól.

19.04.2011 09:42

Ariel Sguare 4 1000cc




Hér er Ariel Sguare 4 hjólið sem hann Biggi Jóns flutti inn um 1996 og var græjan í þessu ástandi.Þetta hjól gerði Biggi upp frá grunni og er hjólið sem nýtt á eftir að sá gamli fór um það höndum



Hér fær sonurinn að prufa gripinn sem er frá árinu 1947



Hér er Ariel hjólið komið inn í stofu á Sléttabóli og er notað sem mubla meðan beðið er eftir varahlutum.



Svona lítur svo Ariel 1000 hjólið út eftir að Biggi var búin að fara um það höndum, stórglæsilegt hjá honum enda vanur maður á ferð.



Það er ekki amalegt að taka hring á svona 64 ára grip á góðum degi.

18.04.2011 09:39

Honda CB 400 Four




Ég kom með það um daginn að líklegast hafi verið flutt bara ein svona 400 Honda til landsins á sínum tíma en þessi hjól voru framleidd á árunum 1975 -1977 en eitt svona kom hingað til eyja notað að vísu og áttu það hér Einar Sigþórs og svo Gummi Páls.Nú hefur Óli Sveins á Akureyri sent okkur myndir sem hann tók  fyrir vestan síðasliðið sumar af einni svona græju sem má að vísu muna feril sinn feguri en hjólið er samt ganfært að sögn capt,BSA og þarrna má sjá að það hjól er ekki eyjahjólið svo þau hafa þá verið tvö sem komu ný.



Þessar 400 Hondur voru pottþéttar stelpugræjur littlar léttar þíðar flottar og áræðanlegar græjur sem sóma sér vel undir fallegum stelpum þessara ára og eins í dag ef hjólið liti vel út.



Hér er svo myndirnar sem Óli Sveins sendi okkur og eru af Honduni fyrir vestan.Skrítið að láta þetta fara svona bara vegna slóðaskapar.Við strákarnir sen vorum að brasa við að vinna fyrir svona hjólum hörðum höndum þurftum að leggja hart að okkur til að eignast ný hjól og bárum við virðingu fyrir hlutunum og hugsuðum því vel um hjólin því þetta voru verðmæti sem lágu í þessu og vinna á bak við að eignast svona hjól almennt og einig oft það eina sem maður átti, þetta er skrítið viðhorf það finnst mér allavega.



Það þyrfti nú að klappa þessari vel ef einhver stelpa myndi þora að láta sjá sig á þessu í þessu ásigkomulagi.

17.04.2011 10:21

Gramsað í gömlum eyjapeyja hjólamyndum




Hér eru bræðurnir Stefán og Sverrir á hjóli Sverris, Triumph 650



Og hér er aftur Sverrir Þór Jónsson heitinn á  Triumph  Bonneville



Hér eru æskufélagarnir Biggi Jóns og Sigurjón Sig,  Biggi á Triumph  og Sigurjón á BSA Lightning 1971 myndin er tekin árið 1971



Og hér Biggi, Sigurjón og Pétur Andersen



Hér er Guðmundur Adólfsson eða Gummi Dolla eins og hann er ávalt kallaður á CB 750 Hondu myndin er frá árinu 1973, það voru nú ekki margar græjur af þessari stærð á götunum á þessum tíma.



Hér er Tommi í Mörk á CB 160 Hondu árg 1965



Hér er hluti af japönsku deildini árið 1967 Honda  C77 305, CB160 og tvö 50 cc



Hér er Diddi í Sólheimatungu á nýrri Hondu Black Bomber 450 af árg 1966,en þetta var flaggskip Hondaverksmiðjana á þessum tíma.

16.04.2011 12:44

Enn er það Gamlingjagleði




Ekki þekki ég tegundina sem Andrea og Mæja sitja hér á og eins virðist vera maður frá Skeljungi þarna að skifta um olíu á græjuni.



Gamlingjar hjóluðu líka á daginn ekki bara á nóttuni bak við hús



Svo var einn Chopper á svæðinu líka.

Flettingar í dag: 742
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408796
Samtals gestir: 86227
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 02:15:18