M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

18.04.2011 09:39

Honda CB 400 Four




Ég kom með það um daginn að líklegast hafi verið flutt bara ein svona 400 Honda til landsins á sínum tíma en þessi hjól voru framleidd á árunum 1975 -1977 en eitt svona kom hingað til eyja notað að vísu og áttu það hér Einar Sigþórs og svo Gummi Páls.Nú hefur Óli Sveins á Akureyri sent okkur myndir sem hann tók  fyrir vestan síðasliðið sumar af einni svona græju sem má að vísu muna feril sinn feguri en hjólið er samt ganfært að sögn capt,BSA og þarrna má sjá að það hjól er ekki eyjahjólið svo þau hafa þá verið tvö sem komu ný.



Þessar 400 Hondur voru pottþéttar stelpugræjur littlar léttar þíðar flottar og áræðanlegar græjur sem sóma sér vel undir fallegum stelpum þessara ára og eins í dag ef hjólið liti vel út.



Hér er svo myndirnar sem Óli Sveins sendi okkur og eru af Honduni fyrir vestan.Skrítið að láta þetta fara svona bara vegna slóðaskapar.Við strákarnir sen vorum að brasa við að vinna fyrir svona hjólum hörðum höndum þurftum að leggja hart að okkur til að eignast ný hjól og bárum við virðingu fyrir hlutunum og hugsuðum því vel um hjólin því þetta voru verðmæti sem lágu í þessu og vinna á bak við að eignast svona hjól almennt og einig oft það eina sem maður átti, þetta er skrítið viðhorf það finnst mér allavega.



Það þyrfti nú að klappa þessari vel ef einhver stelpa myndi þora að láta sjá sig á þessu í þessu ásigkomulagi.
Flettingar í dag: 760
Gestir í dag: 171
Flettingar í gær: 1422
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 843617
Samtals gestir: 59056
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 19:29:42