M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

11.12.2014 10:19

Hverjir eru mennirnir ?


Á þessari mynd eru tveir Drullusokkar og einn Goggur ásamt móður sinni.
Hverjir eru mennirnir ?

08.12.2014 23:58

Litlu jól Drullusokka 2014


Litlu jólin verða haldin í Gullborgarhúsinu laugardagskvöldið 20.desember næstkomandi.
Þar verður í boði bjór, gos, vatn, kaffi og pizzur ásamt stórum skamti af bulli. Ekki er búið að ákveða hvort verði af pakkaskiptunum en það mun koma í ljós bráðlega.

08.12.2014 23:53

Jólagjöfin í ár.


Egill Kristjáns #133 fann jólagjöf sem ALLIR Drullusokkar væru til í að fá.
Þessi mynd hangir uppi í Snæland sjoppunni í Mosfellsbæ og er til sölu á 35.000kr.

01.12.2014 00:17

1. Des

Þá er kominn desember og alveg að detta í jólin, það er smá suðvestan gola hér í Eyjum þegar þetta er skrifað, en það hlítur að ganga niður bráðum.

Þann 1. desember 1950 fæddist Haukur Richardsson, sá frábæri félagi.
Hér eru svo nokkrar myndir af karlinum,
minningin um góðan mann lifir.



Hér er ein flott af honum, hann var góður félagi og vissi jafnmikið ef ekki meira um Kawasaki heldur en Google.



Hér er hann við uppáhaldshjólið Kawasaki Z1000 1978.




Haukur og formaðurinn Darri.



Æskufélagarnir Óli og Haukur.



Biggi, Haukur, Óli, Hjörtur, Hlöðver og Óli Sveins á góðri stundu í Vestmannaeyjum.

 



01.12.2014 00:00

Slash, Myles Kennedy and the Conspirators

Hér er smá upphitunarvideo fyrir næstu helgi úr því að Drullusokkar ætla að fjölmenna (allavega ég og Hörður) á magnaða tónleika með lifandi goðsögninni SLASH og snilldarsöngvaranum Myles Kennedy.

27.11.2014 10:57

Ein færsla fyrir Dadda.


Vélar & verkfæri eru með þennan Kawa til á lager, og verðið skaplegt.


23.11.2014 19:39

Myndir frá Óla Sveins.

Meistari Ólafur Sveinsson var ekki að flækja hlutina þegar að hannn sendi cafe racerinn sinn sem er af gerðinni HONDA CB (gamla hjólið hans Halldórs Sveins) til Danmerkur til þess að sýna hann á stórri sýningu í danaveldi í september síðast liðnum.
Hjólinu var pakkað í kassa og sent með Eimskip út og Óli sjálfur flaug á staðinn. Það var ekki nóg með að hann lét verða að þessu heldur vann hjólið til verðlauna á sýningunni, annað sæti í flokknum Best old school. Einnig voru tvær íslenskar konur búsettar í Danmörku með hjólin sín á sýningunni.

Hér er búið að koma tækinu fyrir.

Sko karlinn mættur með bikarinn,,,,,, en hvar eru bartarnir ??

Jens þetta ætti að vera e-ð fyrir þig,, preppaður Dax.

Sko Hearbie var á þessari sýningu.

Aðeins búið að eiga við þá þessa, en uppstillingin á bikurunum finnst mér snilld.

Margir mismunandi stílar hjá fólki.



Við óskum Óla til hamingju með viðurkenninguna, og takk fyrir myndasendinguna.

Við fengum fleiri myndir frá sýningunni, þær detta inn á næstu dögum.


21.11.2014 10:40

Akureyrar myndir frá síðasta sumri og smá meira.




Er það ekki Torfi Ólafsson lyftingakappi.





Allt CBX menn.



Z 1300



CBXinnnnnn.



Biggi Guðna og Óskar Okkar.



V Maxinnn



Flottur í Jakkanum þarna kallinn.



Flottir þessir og eiga mörg árinn í hjólamenskuni.






DR and the Baker Couple.



í Varmahlíð



The onkels.



Boss Hossinn




Biddi og Hemmi.



Jæja er þetta ekki gott í bili? Ég þarf víst að fara að vinna líka get ekki leikið lengur í bili. Því Miður.

19.11.2014 12:03

Hann glansar vel BMW inn




Hann glansar vel hjá Darra BMW inn en þetta er orðin 25 ára gömul mynd

18.11.2014 16:00

Smá meira Honda nú boxari.




Hér er gamli á gamla Old Winginum þeim sama og hreinlega gældi við rassvöðvana þegar við fórum hringinn í sumar. Og aumingja Addi Steini sem sat á grjótharðri fjölini á CBX inum og gat ekki sitið í mánuð eftir túrinn svo aumur var hann blessaður í sitjandanum eftir Xinn.




14.11.2014 20:52

Drullusokkar


Mér varð à að hlunkast í sófann áðan og útsvar var á í imbanum, og sá að við DRULLUSOKKAR rötuðum í þàttinn í einhverjum orðaleik, ásamt þremur öðrum mótorhjólaklúbbum, gaman af því...

11.11.2014 17:22

Honda og aftur Honda hvað annað ?


Maður er orðin leiður á þessari færslu um Honduna í vetrargeymsluni svo þá er bara að halda áfram með Hondur.



Hér er Addi Steini á CBX inu sínum í sumar seinn því þarna er hann kominn með orginal pústið undir græjuna.



Mikið væri nú gaman að stilla upp við hliðina á græjuni næsta sumar og útkljá keppnina í eitt skipti fyrir öll í þuru og góðu veðri.

04.11.2014 14:52

Það er misjöfn vetrargeymsla mótorhjóla í Eyjum.


Já það er mismikill áhugi hjá sumum mótorhjólaeigendum varðandi góðar vetrargeymslur undir mótorhjól sín. En þessar myndir hér að neðan tók ég nú áðan af forláta CB 900 Hondu í vetrardvala. Ekki reyna að falast eftir gripnum því eigandinn lítur á þetta sem gullmola mikinn og ekki í umræðuni að láta það. En skoðum þetta aðeins nánar.



Hér liggur græjan á hliðini en hafði þó staðið á standaranum í nokkra mánuði.









Þetta var flott hjól Honda cb 900 F árg 1982.

02.11.2014 21:16

Ugly motorcycle

Úr því að maður er dottinn í smá netflakk þá er hér að neðan nokkrar myndir sem poppa upp á Google með leitarorðunum "ugly motorcycle".

Addi Steini gæti fengið hugmyndir fyrir næstu keppni í  Bræður berjast mótaröðinni.

Snyrtileg vindhlíf á þessu apparati.

Já einmitt......

Þessi mynd er óborganleg, gaurinn þarf allavega ekki að strappa hjólið.
Flettingar í dag: 565
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 1972
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1407735
Samtals gestir: 86195
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:13:21