M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

23.11.2014 19:39

Myndir frá Óla Sveins.

Meistari Ólafur Sveinsson var ekki að flækja hlutina þegar að hannn sendi cafe racerinn sinn sem er af gerðinni HONDA CB (gamla hjólið hans Halldórs Sveins) til Danmerkur til þess að sýna hann á stórri sýningu í danaveldi í september síðast liðnum.
Hjólinu var pakkað í kassa og sent með Eimskip út og Óli sjálfur flaug á staðinn. Það var ekki nóg með að hann lét verða að þessu heldur vann hjólið til verðlauna á sýningunni, annað sæti í flokknum Best old school. Einnig voru tvær íslenskar konur búsettar í Danmörku með hjólin sín á sýningunni.

Hér er búið að koma tækinu fyrir.

Sko karlinn mættur með bikarinn,,,,,, en hvar eru bartarnir ??

Jens þetta ætti að vera e-ð fyrir þig,, preppaður Dax.

Sko Hearbie var á þessari sýningu.

Aðeins búið að eiga við þá þessa, en uppstillingin á bikurunum finnst mér snilld.

Margir mismunandi stílar hjá fólki.



Við óskum Óla til hamingju með viðurkenninguna, og takk fyrir myndasendinguna.

Við fengum fleiri myndir frá sýningunni, þær detta inn á næstu dögum.


Flettingar í dag: 179
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1437
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 788628
Samtals gestir: 55911
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 03:01:58