M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2012 Maí

08.05.2012 16:13

Tæplega 20 ára gamlar myndir af Bigga Jóns og syni.




Hér er Biggi Jóns á Norton 850 hjóli sínu ásamt syninum Einari Þór árin hafa liðið og í dag er sonurinn orðinn mun stærri en kallinn, eins hefur Biggi elst töluvert á þessum tæpu 20 árum síðan myndin var tekin, en Nortoninn hefur bara yngst í gegnum árin.



Þeir eru flottir þarna feðgarnir.


06.05.2012 20:46


05.05.2012 19:13

Geiri á Victory hjóli sínu.




Hér er Hólmgeir Austfjörð á Victory hjóli sínu því fyrsta þessarar tegundar hér í Eyjum hjólið er 100 cubik tommur sem ætti að vera um 1800 cc Geiri rekur matsölustaðinn 900 Grillhús og vonandi verður mikið af hjólafólki þar í mat í sumar eins og hjá Stebba kokk sokk # 100 sem rekur matsölustaðinn Kaffi María ásamt X1 og vonandi að mótorhjólafólk ofan af fasta landinu verði tíðir gestir hér hjá okkur í sumar og fylli belginn vel hjá þeim félögum enda ætti Landeyjahöfn að virka vel fram á haustið.

04.05.2012 08:21

Fimmtudagshittingur í gær

Þeir voru þónokkrir sokkarnir sem mættu á hjólum í Gullborgarkrónna í gærkvöldi. Það var rjómablíða og þeir sem voru á rúntinum renndu við í sopa og spjall.









03.05.2012 13:44

Frétt úr DV í gær.


Í mál við BMW vegna sístöðu

Stanslaus standpína eftir mótorhjólaferð
21:55 > 2. maí 2012
Það gerist vart furðulegra en þetta.

Það gerist vart furðulegra en þetta.

Bandaríkjamaðurinn Henry Wolf hefur höfðað mál á hendur ökutækjaframleiðandanum BMW og fyrirtækinu Corbin-Pacific. Wolf þjáist af því sem kallað er sístaða (e. priapism) sem gerir það að verkum að hann er með stanslaust holdris.

Wolf heldur því fram að þetta hafi gerst eftir fjögurra klukkustunda mótorhjólaferð hans á hjóli sem BMW framleiðir. Sætið á hjólinu er framleitt af Corbin-Pacific og heldur hann því fram að hönnun sætisins hafi valdið sístöðunni. Í stefnu hans kemur fram að hann geti ekki lengur stundað kynlíf og sé í raun hálfgerður öryrki í dag.

Hann hafi misst mikið úr vinnu og þurft að greiða háan sjúkrakostnað.


02.05.2012 19:12

Helgi Fagri



Hér er ein flott tekin af sigurgeir.is, af Helga fagra, myndin er tekin 1978, þetta hjól á ég í dag, en það er ósamsett hjá mér. Markmiðið er að koma B.S.A-inu mínu á fætur og svo þessari mögnuðu græju í kjölfarið. En alltaf frestast þetta hjá mér ár eftir ár...........
En ég læt fylgja eina mynd sem tekin var af hjólinu 2003, en fljótlega eftir að myndin var tekin var hjólið rifið og töluvert pantað í það, ég á eftir að taka eina pöntun í viðbót svo að ég geti gert það eins og ég vill hafa það.


Hjólið er af gerðinni HONDA C50 árg. 1969 en gengur undir nafninu Helgi Fagri. Helgi Fagri er fyrsta mótorhjólið sem ég keypti mér, árið 1993 á 10.000kr af Didda í Svanhól.

02.05.2012 10:47

Víkursokkar í heimsókn á 1 maí




Já við fengum fína heimsókn í gær 1 maí, en þá komu félagar okkar úr Vík í Mýrdal. Það er virkir sokkar í Vík og tengingin við okkur hér í eyjum mikil en aðalstrumpur er eyjamaðurinn Símon Þór Waagfjörð sem nýtur diggrar aðstoðar hjónana Bárðar og Huldu sem oftast koma með Símoni  hingað yfir. Það smá prjónast svo fleiri og fleiri inní þetta enda vel við hæfi þar sem ein stærðsta prjónaverksmiðja landsins er eimitt í Vík.



Hér eru hjól þeirra Víkurbúa fyrir utan bækistöðvar tveggja sokka úr eyjum.



Við vorum að ræða um að setja á eina góða dagsferð til Víkur í Mýrdal og taka hring með þeim kanski austur á klaustur hver veit.



Þetta er fyrsta heimsókn mótorhjólafólks hingað til eyja í sumar og vonandi á það á eftir að mikið af  tveggja hjóla gestum hér á eyjuni okkar í sumar.


01.05.2012 21:05

Til sölu

HONDA CBR1000RR Fireblade 2007 Repsol edition.......
umboðshjól, einn eigandi, nýskr.d. 18.04.07 ekið 6000km.
lítur út sem nýtt, aukahlutir : hlíf í staðinn fyrir aftursæti (solo sæti) og
hugger; custom málaður, hrikalega töff.
Verðmiðinn er 1.500.000kr.
Upplýsingar í síma 6980377
Gummi.


01.05.2012 19:58

Sumarið er komið

Það er heldur betur að lifna yfir hjólamenningunni þessa dagana, veðrið er búið að vera flott þó svo að það vanti nokkrar gráður uppá hitann. Það hafa margir verið að taka rúnti á hjólunum síðustu daga, sem er bara vinalegur vorboði. Við fengum meira að segja heimsókn frá nokkrum hjólurum frá Vík í dag.
Ég fór reyndar ekkert sjálfur að hjóla í dag en ég treysti á að Tryggvi hafi smellt nokkrum myndum. En í staðinn eru hér nokkrar myndir frá dagsferð sem ég, Rúnar og Sigurjón fórum sumarið 2008, þennan dag keyrðum við c.a.550km, fórum meðal annars á Þingvelli, keyrðum Hvalfjörðinn, inná Akranes og göngin til baka.



Sigurjón að tilbiðja Yammann eins og hann gerði fyrir hvern rúnt.



Flettingar í dag: 528
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408582
Samtals gestir: 86217
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:54:17