M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

17.08.2016 08:26

Aðalfundur Drullusokka

Aðalfundur Drullusokka 2016 verður haldinn í Bílaverkstæðinu Bragganum hjá Darra laugardaginn 10.september .
Þetta verður nokkuð hefðbundið hjá okkur , farinn verður rúntur um bæjinn, svo verður hist í Bragganum og fundinum startað.
Nokkrir hafa sótt um í klúbbinn, og við greiðum atkvæði um þá, ársskýrslan verður kynnt, farið verður yfir líðandi ár og hvað skal gera á því næsta.
Einnig er kominn tími á stjórnarskipti, megnið af stjórninni gefur ekki kost á sér aftur ,,sama fólkið verið í nokkur ár, og kominn tími á nýtt fólk. Svo endum við á grilli og bulli að hætti Drullusokka.

Hlökkum til....

17.08.2016 08:19

Dagsferð





Samför Gaflara og Drullusokka 2016 verður laugardaginn 27.ágúst. Gaflararnir eru að skipuleggja flottan túr og bjóða okkur Drullusokkum að fljóta með, tökum frá 27. ágúst og klárum sumarið með einum góðum hóptúr. betri upplýsingar fáum við bráðlega.

27.07.2016 08:26

Svona var Kawasaki GPz900R auglýst í íslensku mótorsport blaði árið 1985 : )



"Ef þú heldur að hægt
sé að fá betra hjól,
þá skaltu kaupa það."

26.07.2016 09:44

Fimmtudagurinn fyrir þjóðhátíð 2016

Við tökum að sjálfsögðu rúnt á fimmtudaginn,, hittumst í friðarhöfninni og leggjum af stað kl 14:15, tökum góðan hring saman.

Torsdag, 28.07.2016
Tid Varsel Temp. Nedbør Vind
kl 0-6 Lettskyet 0 - 0,1 mm Lett bris, 4 m/s fra nordvestLett bris, 4 m/s fra nordvest
kl 6-12 Lettskyet 12° 0 mm Laber bris, 6 m/s fra nordLaber bris, 6 m/s fra nord
kl 12-18 Delvis skyet 10° 0 - 0,1 mm Lett bris, 4 m/s fra sørøstLett bris, 4 m/s fra sørøst
kl 18-24 Delvis skyet 12° 0 mm Lett bris, 5 m/s fra sør-sørøstLett bris, 5 m/s fra sør-sørøst

Veðrið lítur vel út, það vel að Jens ætlar að leifa Marí sinni viðra nýja sparigallann sinn.

Sjáumst hress....

06.07.2016 08:29

Fimmtudagsfundurinn




Við ætlum að hittast annað kvöld hjá Dadda eins og önnur fimmtudagskvöld kl 20 (Hásteinsvegur 9), en núna ætlum við að hittast á hjólunum og taka rúnt, við ætlum að leggja í hann 10-15 mín yfir átta og taka góðan rúnt um bæjinn, svo endum við í sopa í skúrnum hjá Dadda.








Þessi var mynd var tekin fyrir nokkrum árum, annað kvöld verður þessu snúið við, Bryndís tekur rúntinn aftan á hjá Dadda.




05.06.2016 00:35

Afmælissýningin

Flottur dagur hjá okkur í dag. Laugardagurinn á sjómannahelginni, þurrt og fínt veður sólin lét sjá sig af og til, líf og fjör í bænum og mótorhjólasýning á Skipasandi. Það voru um 100 mótorhjól á planinu í dag, Siggi Óli stóð sig vel á grillinu og grillaði nokkur tonn af pulsum ofaní gesti. Það komu um 40 manns ofan af landi á hjólum ,, ( takk kærlega fyrir komuna ). Hér eru nokkrar myndir frá deginum.

Sokkarnir á fésbókinni






















24.05.2016 09:16

Afmælissýningin



Nú styttist í sýninguna okkar, hún verður haldin laugardaginn 4. Júní.

Við óskum eftir hjólum á sýninguna, best væri að heyra í Darra í Bragganum, Sigga Óla eða bara í skilaboðum á Facebook síðu Drullusokka  ef þú ert til í að sýna gripinn/gripina þinn/þína.

Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært um að taka þátt í þessu með okkur með því að mæta með hjólin sín og góða skapið .

05.05.2016 00:25

Ótitlað



Þetta stórglæsilegar hjól er til sölu. 
Hjólið er af gerðinni Honda VTX 1800 árg. 2003, ekið 11.400mílur. Upplýsingar í síma 8971194. Maggi. 

04.05.2016 08:05

10 ára.........



Í dag 4. maí eru komin 10 ár frá því að MC Drullusokkar voru stofnaðir.
Félagsmenn til hamingju með það.

Í tilefni af því verður haldin afmælissýning og húllumhæ á Skipasandi laugardaginn 4 júní. Planið er að halda stórsýningu á Skipasandi, vonandi í flottu veðri, líf og fjör í bænum og húsin hjá Darra, Eyþóri Rabba og Gauja Gilla Vals, opin.
Við hjálpumst að við að gera þennan dag flottan.

04.05.2016 07:25

Skoðunardagurinn 2016





Skoðunardagur Drullusokka og Frumherja verður 26 maí í skoðunarstöð frumherja í Vestmannaeyjum frá 13 til 18. Drullusokkar verða að sjálfsögðu með pylsu og pulsugrill og Jónas verður í afsláttarskapi og er stefnan sett á að skoða yfir 120 hjól þennan daginn.

Flettingar í dag: 740
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1972
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1407910
Samtals gestir: 86199
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:55:35