M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

15.10.2012 11:50

Jenni rauði verslar CB 500 Hondu.


Jæja þá kom að því að hann Jenni Rauði verslaði sér alvöru mótorhjól, en karlinn var að kaupa Hondu CB 500 Four af árg 1976 og eru hér nokkrar myndi af kappanum og nýju græjuni.







Hér er kappinn loks kominn á bak en hjólið er ekki ekið nema 2000 mílur frá upphafi svo það er óslitið með öllu nema ökumanninum sem er töluvert meira notaður.



Hér eru svo Triumph mennirnir Símon og Biggi að dáðst að græjuni og þá sérstaklega að hún skuli vera búin dömutakka sem ekki þekktist á Bretunum sem þeir ólust upp með, Þetta er æði sagði Biggi og Símon sagði maður væri nú betri í fótunum í dag ef svona munaður hefði verið í boði, já sagði Biggi maður varð að sparka þessu Bretadóti í gang og aldrei fór það í gang á fyrsta sparki enda stundum lappalaus á eftir. Síðan fóru þeir að reyna að sjúga startakkann það er dömutakann út úr Jenna blessuðum sem sagði að sjálfsögðu þvert nei.



Þetta er stimpað í pústin á Honduni


Og þetta er framan á cylindernum.

14.10.2012 20:22

Hendersoninn gamli frá 1918.




Hér er mynd af Henderson hjólinu gamla sem Grímur gamli gerði upp en svona leit það út áður en sá gamli hófst handa.



Hér er svo gripurinn í dag 94 ára gamall og er elsta mótorhjól landsins. glæsilegt hjá gamla.

13.10.2012 12:00

Minning um góðann félaga og vin





Í dag kl 1400 verður borinn til grafar frá Landakirkju hér í bæ Gylfi Þór Úranusson mig langar að minnast Gilla eins og hann var ávalt kallaður með nokkrum orðum. Gilli var einn okkar mótorhjólastráka hér í bæ og var einn af frumhvöðlunum á því sviði. Hann átti mörg og glæsileg mótorhjól í gegnum árin sem hann gerði flest upp og var hvert smáatriði þaulhugsað enda vildi hann hafa hlutina sína í topplagi, en í sérstöku uppáhaldi voru Norton og Triumph hjól. Ég kynntist Gilla ekki bara í gegnum mótorhjólin því við vorum samskipa á Frá VE 78 í ein 14 ár. Þegar Gilli áhvað að fara í land árið 1984 þá hvatti hann mig til að sækja um vélstjóraplássið sem hann hafði gegt. Fyrir hans tilstuðlan sótti ég um plássið og sé ekki eftir því. Tveimur árum síðar var Gilli kominn aftur á sjóinn og þá auðvitað um borð í Frá. Þarna áttum við svo eftir að vera saman í á annan áratug. Þarna fóru í hönd ein alskemmtilegustu árin okkar á sjónum um borð í gamla Frá hjá Óskari skipstjóra ásamt þeim Gústa Lása, Tóa Vídó, Árna Marz og Júlla kokk, mikið var brallað og stríðnistyrjaldir í gangi þar sem menn skiptust í lið, árásir tíðar á milli manna en allt í góðu og gaman að rifja þetta upp enda menn ungir sprækir og til í allt. Að öllum öðrum ólöstuðum þá var Gilli einn sá alduglegasti og ósérhlífnasti sjómaður sem ég hef róið með um dagana að visu gat hann hvest sig rækilega ef honum fannst hlutirnir ekki ganga eins hratt og honum fannst þeir eiga að ganga. Árið 1993 fengum við núverandi Frá og kom Gylfi auðvitað með yfir á hann og átti efir að róa á honum til loka árs 1996 en þá fór hann alfarið í land og vann síðustu árin hjá vélaverkstæðinu Þór við smíðar enda handlaginn maður með afbrigðum þar sem allt lék í höndunum á honum. Ekki get ég skilið við að minnast Gilla án þess að minnast á árin í kring um eldgosið hér 1973 en þá var okkar helsti samkomustaður heimili Gilla á Boðaslóð 6 þar voru margar veislurnar haldnar og Slade á fóninum vikum saman og spilað hátt enda aðallagið "Cum on feel the Noize"  þarna voru yfirlett saman kominn 25 til 30 strákar og stelpur þá var nú gaman að vera til og var gestgjafinn Gilli alltaf boðinn og búinn að leyfa öllum að gista sem þurftu enda plássið nóg og hlýjan mikil. Að endingu vil ég votta systkinum og öðrum aðstandendum Gylfa Þórs Úranussonar minnar dýpstu samúðar.

Tryggvi Sigurðsson

12.10.2012 11:10

Smá meira af Kawasaki tímanum mínum.




Hér eru á myndini frá vinstri talið, Elmar Guðmundsson, Raggi Sigurbjörns og Óskar heitinn Eggertson.



Svo var tekið smá prjón svona ekki alveg í fókus.

10.10.2012 19:21

Tótu Steini fær nælu með stæl.




Steini Tótu # 24 var mættur á hjóladaga á Akureyri í sumar á Benelli hjóli sínu og var tækifærið notað og hengd næla í kvikindið.



Hér byrjar fjörið.



Gamli notaði það sem afsökun að sjónin væri farin að klikka.



Og auðvitað var stungið í gegn og beint í brjóstið og þá kom áái hjá Steina.



En þeir skyldu sáttir og Steini átti síðasta orðið að sjálfsögðu.

09.10.2012 22:37

Tvær gamlar af 750 Honduni minni.




Þessi er tekin um sumarið 1975 og stilltum við upp 750 módeli þarna fyrir framan.



Hér má svo sjá leifarnar af vindlakveikjaranum sem fygldi hjólinu frá Gumma Dolla og eins var á þessum árum olíuþrýstimælir á milli mælana. Blái liturinn hefur fylgt mér lengi á CB 750 bensíntönkum. En þessar myndir eru orðnar 37 ára gamlar.

09.10.2012 21:06

.......

Ég held að þetta video hafi rápað inná síðuna áður, en það fær mig alltaf til að brosa....


08.10.2012 19:35

Enn meira Dolla grams


750 Kawinn sem að Darri átti þegar að hann var 15 ára, ekki slæmur farkostur hjá 15 ára gutta. Fyrsta stóra hjólið sem að Darri skveraði.

Menn fóru alla leið í þessu, pöntuðu Kawasaki racing lit á spreyji og hjálmurinn gerður eins og hjá keppnisliði Kawaski á þessum tíma, en kannski ekki sama sagan með restina af gallanum!!

Alltaf gaman af gömlu myndunum.

08.10.2012 00:06

Tvær gamlar Kawamyndir.




Hér er afi minn Tryggvi Gunnarson ávalt kallaður Labbi á Horninu en hann ásamt systkinum sínum var kendur við húsið sem hann ólst upp í og var ávalt kallað Hornið. En hvað um það myndin er tekin af gamla árið 1986 og situr hann á 900 Kawasaki hjólinu sem ég átti í mörg ár og gerði reyndar að hálfgerðu braki.



Hér situr svo sonurinn Siggi Árni á hjólinu og mamma og langafi hans fylgjast grannt með.

06.10.2012 21:21

Meira grams

Hann Dolli #10 (maðurinn á þríhjólinu) sendi okkur nokkrar skemmtilegar myndir sem hann er búinn að vera skanna. Mikið af myndunum er af Jóni Trausta #81 heitnum, fæstar eru mótorhjólatengdar en samt alveg við hæfi að hafa þær hér inná síðunni okkar.

Hluti af árgangi 1961, Dolli, Jón Trausti og Laugi.

Hér er Jón Trausti á 650 Kawa ( að ég held)

Darri #61 á 750 Kawasaki two stroke, gaman væri að eiga þennan Kawa í dag.

05.10.2012 21:42

Gamalt grams

Hverjir eru mennirnir á myndunum hér að neðan, og á hvernig hjólum eru þeir ??? Hmmmm....



04.10.2012 08:06

Kaffifundur í kvöld


Við minnum á kaffifundinn í kvöld, í Gullborgarkrónni stundvíslega uppúr átta.
Dagskráin er þéttskrifuð í kvöld, meðal annars er planið að drekka kaffi, spjalla og síðast en ekki síst ætlar Jenni Rauði að segja reynslusögur af tuðruferðum.
Ekki missa af því.

Stjórnin.

03.10.2012 12:32

Örn á Brekku á Honda Monkey bike.




Hér er ein gömul af vörubílstjóranum Erni á Brekku á monkeybike hjóli sonar síns Einars.



Hér er svo eigandinn Einar Arnarson á Monkanum.
Flettingar í dag: 637
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 1972
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1407807
Samtals gestir: 86197
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:34:34