M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

18.11.2012 12:22

Nokkrar af Matchless 500 cc árg 1946.




Hér eru Biggi Jóns og Holli á Matchlessinum árið 1985.



Og önnur af Bigga Jóns Þórðar.



Verðum við ekki að leifa eigandanum að fjóta hér með.

17.11.2012 10:07

Ein til viðbótar af Thunderboltinum.




Hér er ein til viðbótar af 650 Boltanum sem ég átti um tíma. Í bakgruninn sést í Z1R  Kawann sem Addi Steini bróðir átti þarna.

16.11.2012 12:17

á sjálfan brúðkaupsdaginn.


Já þær geta verið skrítnar myndirnar sem teknar eru á brúðkaupsdaginn eins og þessar þrjár hér að neðan sýna.







Já þeir eru hamingjusamir þarna núllið og ásinn. það fer varla á milli mála.

15.11.2012 19:32

Ariel Sguere Four 1000 cc.




Hér er 1000 cc ariel Sguare four Breti frá árinu 1959. þessi hjól voru búin 2 sveifarásum en flott græja síns tíma.



Hér er svo önnur útgáfa af Sguerinum. Svona dömuhjóla útgáfa með hvítu sæti,  eða eins og Biggi segir svona pjatt útgáfa fyrir skrifstofukallana í fínu í jakkafötunum sem máttu ekki skítna út. Þetta fór að vísu mjög illa því breti og spariföt eiga alls enga samleið og fljótt að koma olíublettir í fínu fötin, hjólið seldist illa og var framleiðsluni hætt og BSA veslaði upp Ariel verksmiðjuna með öllu og eftir það komu bara út Ariel skellinöðrur á markaðinn eins og Leaderinn. Það var svo löngu seinna að Japaninn fór að framleiða 750 Hondur að menn gátu farið sómasamlega til fara á pöbban fengið sér einn kaldan og sest í laisy boy stól fengið japl og látið  fara vel um sig án þess að sóða út allt umhverfið með fullar lúkur af koppafeiti úr gírkassanum.

14.11.2012 21:37

Önnur elgömul mótorhjólamynd úr Eyjum




Hér er ein eldgömul mynd af hjóli sem mér sýnist vera V 102 og liklega Harley Davidsson. Kanski að þeir viti þetta á Heimakletti.

14.11.2012 21:27

Rörið hans Hilmars sokks # 0




Hér er fyrsti Drullusokkurinn ever en myndin er tekin árið 1990 eða 16 árum fyrir stofnun drullusokka, eins og sést vel þá er kallinn vel græjaður bæði með skeini og drullusokk ef að það sítplast "Rörið" en það var þetta Triumph hjól gjarnan kallað.

13.11.2012 17:35

BSA Thunderbolt 650 cc árg 1971




Hér er ein mynd af BSA Thunderbolt hjóli sem ég átti um 1982 en það komu ekki mörg Thunderbolt hjól hingað til lands kanski tvö eða þrjú. En hinsvegar kom hellingur af Ligthning hjólum af þessari árgerð sem var 1971.

12.11.2012 20:05

Sennilega elsta mótorhjólamynd úr Eyjum.




Hér er sennilegast elsta mótorhjólamynd sem tekin er hér í Vestmannaeyjum eftir númerinu að dæma gæti hún verið tekin um eða fyrir 1930. Ekki þekkjum við ökumanninn en stúlkan hét Sigga og lést úr berklum ung. VE 104 og aðvitað er það Triumph hjól. Þetta er nú að verða Brea hjóla síða svo kvartar Biggi Jóns að það séu bara Hondur sem byrtast hér. Það er bara ekki rétt svo næstu daga verða það bara bretar og aftur bretar.

11.11.2012 19:20

Rolls V8

Á næstu dögum verður lítið um færslur frá mér, því að í næstu viku verð ég staddur í Svíþjóð á bílasprautunámskeiði, þannig að við verðum bara að treysta á nr1. í komandi viku.
En í tilefni af Svíþjóðarferð þá fann ég þetta apparat hér að neðan.


Rolls V8 smíðað í sænskri customhjólasjoppu hjá gæja sem heitir Rolf.

Hjólið er til í nokkrum útfærslum sem hægt er að sérpanta. Gaurinn notar 3,5 og 3,9 lítra V8 mótora frá Rover, eins gírs sjálfskiptingu og stellið og boddyið er heimasmíðað í sjoppunni hjá kauða.

Hjólið skilar 200 hestöflum, 325Nm, 350Kg og kemst uppí 200 Km/klst

10.11.2012 22:29

Casey Stoner

Það er algjör synd að þessi maður sé að hætta í MotoGp, síðasta keppnin hjá snillingnum í Valencia á Spáni á morgun.

10.11.2012 21:51

B.S.A.

Hér er ein ljómandi góð auglýsing frá B.S.A. sem að Roadrunner gaflarinn sendi okkur.

07.11.2012 21:19

Við minnum á Kaffifundinn annað kvöld

Kl.20:01 í Gullborgarhúsinu á morgun fimmtudag.
Dagskráin er þéttskrifuð, Tryggvi byrjar á morgun með nýtt kvöldnámskeið, það ber titilinn "Stefniljósin okkar" á námskeiðinu verður farið ýtarlega í stefniljósabreytingar á mótorhjólum, Tryggvi er reyndasti maður okkar íslendinga í þessum málum og því fróðlegt að sjá hvernig hann mun setja upp þetta kvöldnámskeið. Rafvirkinn verður væntanlega uppí stiga á meðan hundurinn þvær Jenna í framan, þá ætlar Darri að sjá um fróðleikshornið á morgun og fræða okkur um hvernig reikna má út kraft í mótorhjólum út frá púströrafjölda.

Vonum að við sjáum sem flesta.

Stjórnin.

07.11.2012 21:00

Gaflarar grafa upp gamla Bísu.


Það eru fleiri sugur en bara í Eyjum, nú hafa félagar okkar í Göflurunum grafið upp gamalt BSA hjól sem legið hefur í skúr í Hafnarfirði í yfir 30 ár, þeir voru fljótir að sjúga gripinn og liggur sterkur grunur á að Dr Bjössi hafi kennt sugufræðin í kvöldskóla eftir að venjulegum vinnudegi líkur. Dr Bjössi nam fræðin bæði í Eyjum og eins á Selfossi og er fullnuma með topp einkun. Verst er að hann er komin með lögilt skjal upp á vegg þar sem kemur fram að hann sé fullnuma og megi taka lærlinga í faginu.



Hér er gripurinn sem mun vera vel Choppaður BSA Lightning af árg 1971.



Alsæll Andersen með gamla Bretan sem Jói Þorfinns mágur hans á. Nú er það spurning muna gamli Gaflarar eftir þessu hjóli á götuni um 1975 ?



Hann glottir þarna á mig enda var ég alveg grunlaus um þetta sog.



Þá er til einn Easy Rider, "Birmingham Small Arms" í Hafnarfiði og það með svaka hljóðkúta og framgaffal.
Flettingar í dag: 637
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 1972
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 1407807
Samtals gestir: 86197
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 20:34:34