M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

15.02.2015 19:03

Fínn pistill frá Óla orginal


Eitthvað er 123 kerfið að stríða okkur því ekki er hægt að setja inn myndir í augnablikinu, þær koma þá aðeins seinna, enn þetta er flott grein. Margt í boði í custom deildinni, þó svo margir orginalar séu ekki mikið hrifnir af þeirri deild, reyndar eru margir custom karlar hneykslaðir  á þeim sem vilja hafa hjólin sín orginal, en mitt mat er að bæði getur verið virkilega flott.


Custom mótorhjól

Það hefur orðið sprenging í sérsmíðuðum mótorhjólum undanfarin ár og þá aðallega eftir að þessir svokölluðu Chopperar hættu að vera vinsælir og þá aðallega útaf því að mjög mikið af þeirri smíði var ekki til að hjóla á, nema fyrir örfáar hetjur sem voru með sjálfspíningarþörf=no pain no gain, ja sko "lúkkið" var miklu meira atriði heldur en hvort gott væri að aka hjólinu, já já það er virkilega gott að aka hardtail með 280 afturdekki og auðvitað með sjálfsmorðs skiptingu (kúplað með fótum og skipt um gír með höndum) !!!

Reyndar hafa mótorhjóleigendur verið að breyta hjólum sínum í mjög margra tugi ára, t.d. í USA eftir seinna stríð, þegar Indian og Harley hjól voru strípuð til að létta þau og menn gerðu þau að sínu, svo Cafe racer hjólin í Englandi mest frá um 1950-1960 og lengur.

En undanfarin ár hafa komið á götuna í mjög mörgum löndum alls konar hjól t.d. street trackerar, cafe racerar, brat, street fighters o.fl. o.fl. Mörg fyrirtæki hafa sprottið upp í Englandi, Danmörku, Þýskalandi og USA. Þessi fyrirtæki eru t.d. Wrenchmonkees í Danmörku, Kaffeemaschine i Þýskalandi, Deus Ex Machina, Rocket Supreme, Revival Cycles, Falcon motorcycles og meira segja sjálfur Roland Sands (aðallega í Harley) hefur smíðað flottan cafe racer byggðan á BMW boxer hjóli sem BMW þróaði yfir í RnineT er segja má svo, já og mjög mörg önnur.

Aðall þessara nýju smíðameistara að þá sé ekki bara gaman að horfa á hjólið, nei það er alls ekki nóg, það verður líka vera gaman að aka því, einnig að það veki eftirtekt og sé þar með mjög sérstakt útlit. Flest þessara fyrirtækja hugsa um hvert smáatriði, allt falli saman í eina rétta heildarmynd. Mjög margar frægar persónur í þessum heimi hafa pantað sér hjól frá þessum smíðaaðilum og þar með gert þá fræga og um leið hefur verðið rokið upp í: rugl.

Í raun eru mikið af þessum nýju custom hjólum hrein listaverk og eins og áður sagt verðið eftir því. Nýleg hjól eru vinsæl í þessara breytingar t.d. Triumph Bonneville, Kawasaki W650, Harley Sporster og svo þau gömlu eins og BMW "air head" sem og t.d. Honda CB500-750 og jafnvel Kawasaki Z1 900 og 1000, en það hjól á auðvitað að fá að vera óbreytt !!! Það má breyta öllu er það ekki ?? Nú fara "orginalarnir" að roðna í framan og tala eflaust um guðlast !!!

Hægt er að panta hjól eftir eigin hugmyndum og smekk frá flestum þessara aðila, en biðin gæti orðið löng og dýr, sem og að þínar hugmyndir falla ekki alltaf að þeirra hugmyndum og þá sérstaklega þeirra sem orðnir eru frægir, því þetta eru orðnir frægir listamenn á sínu sviði, eða að áliti blaðamanna !! Verðið ja það hefur heyrst að þú eigandinn komir með þitt hjól og þessi smíði muni hugsanlega kosta þig a.m.k. 10þús evrur og sumt miklu meira. En eftirspurn er meiri heldur en framleiðsla svo verðið hækkar bara hjá þessum bestu.

 

En því ekki að gera þetta bara sjálfur ?? Jú þeir sem hafa gert það vita að þetta kostar mikinn pening ef þú ætlar að gera þetta vel. Ódýr mótorhjól sem henta í svona, reyndar hægt að breyta nær öllu, en er til virkilega ódýrt mótorhjól til að kaupa í breytingar hér á landi ? þ.e.a.s hjól sem gaman er að hjóla á, ekki bara horfa á. Við erum stödd á lítilli eyju langt norður í höfum og hér eru engir hjólakirkjugarðar eða partasölur fyrir hjólahluti. En látum ekki hugfallast því það má bara ýta á takkann á Ebay og þú hefur eignast hjól eða hlut í hjól og málið er leyst ekki satt og eftir að hafa ýtt á takkann á Ebay þá gætir þú jafnvel fengið fallegan bol í gjöf frá eiginkonunni merktan EBAY fyrir framtakssemi þína.

Stolið úr eigin haus og af netinu.

Óli bruni


Flettingar í dag: 584
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 1437
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 789033
Samtals gestir: 55918
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 08:49:43