M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

10.06.2014 11:56

Hugmynd að ferð.




Okkur í stjórninni datt í hug að auglýsa nýja tegund af Drullusokkaferð.
Ef áhugi er fyrir ferðinni verður farið með fyrstu ferð Herjólfs kl. 8:30 næstkomandi laugardag (14.06.14).
Ferðin verður með öðru sniði en vanalega og ber yfirskriftina " Gengið með hjólin".
Planið er að labba með hjólin að Seljarlandsfossi og fá sér að borða þar, spjalla saman og teygja á, svo verður rölt til baka og komið heim með kvölmatarferðinni.
Fararstjóri er Jenni rauði og ætlar hann nú að ganga með Yammann.
Svo verður Eyþór Þórðar á pikkanum sínum með spotta svona til öryggis ef menn verða þreyttir.

Þetta verður rætt á næsta fundi Drullusokka á fimmtudagskvöldið, þar verður Jenni með kynningu á ferðinni ásamt reynslusögu.


Kveðja


Stjórnin.


Flettingar í dag: 462
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 760
Gestir í gær: 67
Samtals flettingar: 830454
Samtals gestir: 58214
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 14:08:56