M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

15.05.2014 12:34

Sjómannahelgin 30 maí til 1 júníDrullusokkafagnaður Sjómannadagshelgina

175 skoðað.

Screen shot 2014-05-14 at 19.35.26

Það stendur mikið til hjá Drullusokkum í Vestmannaeyjum næstkomandi sjómannadagshelgi og ekki úr vegi fyrir hjólafólk að skreppa þangað í helgarrúnt. Á föstudeginum fer fram stóri skoðunardagur Drullusokka og Frumherja en þar er boðið upp á pulsur af grillinu. Um kvöldið er svo hjólahittingur á Skipasandi. Daginn eftir mun fara fram spyrna aldarinnar þar sem tveir landsþekktir hjólabræður munu berjast, annar á Honda CB750 og hinn á Honda CBX1000. Sama dag mun fara fram sýning Drullusokka sem verður með öðru sniði en áður. Að sögn Harðar Snæ, Drullusokk nr. 8 verður dagskráin með hjóladagasniði. "Sýningin verður ekki inni í íþróttasal eins og venjulega heldur erum við með sex trillukrær niður við bryggju, allar á sama blettinum þar sem við sýnum hjólin. Við erum þar að reyna að samtvinna þetta við dagskrá sjómannadagshelgarinnar" sagði Hörður í samtali við bifhjol.is. Seinnipart laugardags verður svo farin hópkeyrsla um eyjuna.

  • hjólafólk að s

  • r í dag....

  • Screen shot 2014-05-14 at 17.55.49 0

    Marc Marquez hjá Honda til 2017

    Heimsmeistarinn Marc Marquez hefur framlengt samning sinn við Moto-GP keppnislið Honda út árið 2016. "Við erum mjög ánægðir að hafa náð samningum við Marc í tvö keppnistímabil í viðbót" sagði Shuhei Nakamoto framkvæmdarstjóri keppnisliðs Honda. Marc,...

  • Screen shot 2014-05-13 at 21.18.04 0
    Merkið var keypt af ítalanum Franco Malenotti árið 2012 en h

Eldra efni

Flettingar í dag: 127
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 4275
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 4888462
Samtals gestir: 645360
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 05:46:29