M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

02.05.2014 18:37

Hjólahelgi Drullusokka sjómannadagshelgina 2014

Við Drullusokkar ætlum okkur að vera með smá fjör sjómannadagshelgina næstkomandi.
Hér eru drög að dagskrá:

Föstudagurinn 30.maí.
  • Skoðunardagur Drullusokka og Frumherja. 13:00-17:00 í skoðunarstöð Frumherja í Vestmannaeyjum ( Skátaheimilinu ). Boðið verður upp á grillaðar pulsur/pylsur með tómatsósu/túmatsósu og fl.
  • KL 19:30 hittumst við svo á Skipasandi og þar verður grilluð almennileg máltíð og menn geta spáð í spilin fyrir spyrnu aldarinnar sem fer fram daginn eftir, og ef svo einkennilega vill til að einhverjir nenna ekki að spá í spyrnu aldarinnar yfir matnum þá má ábyggilega reyna að finna annað umræðuefni.(Helst Hondutengt)

Laugardagurinn 31.maí.

  • CBX vs. CB   Bræður berjast........  Mæting 11:30 suður á eyju þar sem spyrna aldarinnar mun fara fram, stefnt er að því að loka götunni um hádegi.
  • KL 14:00 byrjar sýning á helstu fákum okkar Drullusokka, sýningin verður með sérkennilegu móti í þetta skiptið því að planið er að hafa hana í 5 húsnæðum, sem öll eru nú samt á sömu torfunni. Þrjú hús á skipasandi og að auki Nöðrukotið hjá Tryggva og Goggakotið hjá Vélhjólafélaginu Goggunum, þar sem Goggarnir ætla að taka vel á móti fólki og sýna sína gripi. Á öllum stöðum verður boðið uppá kaffi og jafnvel með-ðí.
  • Svo seinni partinn verður tekinn hópkeyrsla um eyjuna.


Allt hjólafólk er velkomið að heimsækja okkur þessa helgi.

Og allir bæjarbúar og gestir eru velkomnir á sýninguna okkar á laugardeginum.

Við vonumst til að sjá sem flesta.


Eins og stendur þarna efst eru þetta drög að dagskrá, okkur í stjórninni langar til þess að hvetja félagsmenn/konur til þess að mæta á fund næsta fimmtudagskvöld og klára að skipuleggja þennan viðburð. Allar hugmyndir eru vel þegnar.


Stjórnin.

Eldra efni

Flettingar í dag: 82
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 783
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 5049051
Samtals gestir: 657423
Tölur uppfærðar: 25.9.2020 01:21:45