M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

22.03.2014 20:19

Brettaránið upplýst.


Okkur voru að berast ný gögn varðandi brettahvarfið ógurlega. Athugull lesandi síðunar sá mótorhjól sem var eitthvað skrítið að framan og datt í hug að þarna væri komið fram brettið horfna en brettisins hefur verið saknað undanfarna 2 mánuði.



Það leikur sterkur grunur á að þarna sé brettið komið í leitirnar. En hvaða vitleysingur setur afturbretti af Gold Wing 1000 árg 1977 sem Frambretti á Intruder 1400cc ég spyr ?



Ekki fer þetta trúdernum vel en jú það gerir sitt gagn því verður ekki neitað.



Til að loka málinu þá verðum við bara að finna út hver eigandinn af þessu hjóli er. Heimildarmaður fréttarinar vildi ekki leifa okkur að mynda sig og vildi koma fram þar sem hann væri óþekkjalegur sama hvað vælt var í honum þá sagði hann bara Neiiii engar myndir takk. Samt náðum við einni  þegar hann hvarf á braut.

Sökum fjölda áskorana var myndin með þessu mjög svo ófagra afturhluta fjarlægt af síðuni og kemur ekki aftur enda mikil sjónmengun, svo slæmt var þetta fyrir augun að sumir vildu jafna þessu við Tjernóbil mengunina.
Flettingar í dag: 1133
Gestir í dag: 326
Flettingar í gær: 2949
Gestir í gær: 370
Samtals flettingar: 850686
Samtals gestir: 60641
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 11:40:25