M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

14.02.2014 19:40

Ace cafe í London.


Einn er sá staður sem öðum er fremri í cafe menningu mótorhjólafólks í Evrópu en það er hinn frægi staður Ace cafe í London. Þarna hittist mótorhjólafólk og sínir sig og sér aðra staðurinn er fornfrægur og var opnaður árið 1938 sem mun vera fæðingarár Hilmars okkar Lútherssonar eða Old Tímers. Þarna hófst allt Cafe race fjörið sem tröllríður nú mótorhjólafólki bæði á suður og norðurey í dag. Við byrjuðum á að fara þangað þegar við komum út til London um daginn og fengum okkur að sjálfsöðu Hammara með alles. En hér eru nokkrar myndir sem ég tók.





Þarna sitja þeir Óli, Hjörtur og Sigurjón  fyrir utan.



Og þarna sá tímalausi með þeim.



Þetta er stór og flottur staður í London.



Það eru ekki bara hamborgarar þarna inni og eru mótorhjól þarna uppstillt.



Þarna er gamli innan um bretana í bretalandi.



Þarna er gamalt Royal Enefild hjól sennilega 650cc



Þarna er liðið að rífa í sig Hammara og þessar líka hlussu frönskurnar með. En hvað kostaði sixpensarinn sem Sigurjón er með á höfðinu ?



Það var ekki mikið af mótorhjólum þarna á þessum árstíma enda bara byrjun febrúar. En þarna er allt kröggt af hjólum yfir sumarið.
Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 1437
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 788548
Samtals gestir: 55911
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 01:30:05