M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

19.01.2014 14:03

Benelli 250 part #1.

Hér að neðan er flott grein frá Steina Tótu, þeir sem hafa alvöru mótorhjóladellu ættu að njóta þess að fá þetta sögubrot á móðurmálinu.

Hér er partur # 1.


Benelli 250 Mótorinn.


 

 

 


  Her er úrdráttur úr sögu Benelli, einum af 10 stóru framleiðendum mótorhjóla í evrópu á síðustu öld.  Rangfærslur og haugalygi eru alfarið höfundar sökum leti í net-fletti.

Steini Tótu

 

 Sagan er nokkuð gömul, að verða 103 ára þegar þetta byrtist á mótorhjólasíðu Íslands. Það var 1911 sem Mama Benelli sat uppi með dauðann karl og sex peyja í Pesaro, Adriahafs megin á Ítalíu.

 Fer engum sögum af dauða karlsins, enda dóu menn þá sem nú, af því bara. Flestir sukkuðu sig í hel með mismunandi áherslum. Duttu í ána á eftir stóra silungnum, fyrir lestina eða bara fundust hjá hinni konunni, dópaðir í slef. Ekkert nýtt í því.

 Strákarnir voru: Guiseppe, Giovanni, Franscisco, Fhilippe, Domenico og Antonio yngstur, kallaður "Tonino".

  Benelli Nuttar segja að Teresa Benelli, hafi ekki verið " Gúdderuð" í familíunni vegna ættleysis og Papa hafi riðið niður fyrir sig. Þetta bull var sérstaklega vinsælt á þessum tíma og entist langt fram eftir öldinni, út í Eyjar m.a.s. Í uppeldi minnar kynslóðar.

Gamla hafði þó ekki riðið út til einskis því Signore Benelli var landeigandi og þess tíma "upper class" Dude með hlut af landi og höll familiunnar með tilheyrandi rekstri.

 Mama var borguð út og startaði vélaverkstæði í bænum fyrir aurinn, til að koma upp vinnu og innkomu fyrir sig og sína, auk þess að senda elstu  tvo peyjana í mekka nám til Sviss.

 Kerlingin sparkaði verkstæðinu áfram með strákana sveitta í viðgerðum og smíðum á reihjólum og farartækjum þess tíma og var nógu hagsýn til að framleiða varahluti " In house" í dót dagsins. Þegar eldri strákarnir komu heim úr námi var gamla komin með grunn fyrir framleiðslu. Þá voru sex verkamenn í vinnu auk fimm Benellia, Tonino var enn púki.

  Peyjanir, Jósep og Jóhann, vélaverkfræðingar þess tíma smíðuðu 75cc 2T mótor á verkstæðinu sem gekk OK. Fyrsta markaðssetningin var hins vegar djók. Klúður dauðans. Þeir settu mótorinn á bómu aftan við afturfelgu reiðhjóls og enginn veit enn hvað þeir voru að pæla. Menntaðir mennirnir!

 Fyrra stríðið brast á, þá varð nóg að gera og strákarnir notuðu fengna reynslu og stríðspeninga til að þróa mótorinn í 98cc og fyrsta eiginlega Benelli mótorhjólið fór á markað. Mótorinn í miðju hjóli og alles. Verksmiðjan komin á fætur.

 Uppúr 1920 er allt að gerast í fabrikkunni, og strákarnir líta í kringum sig eftir stærri markaði og sjá að fjórgengis er að jarða 2T í öllum keppnum og sölutölum evrópu, eins og gerðist hálfri öld seinna, alveg upp á nýtt, svo þeir smíða 175cc OHC mótor.


 

 

 Tonino Benelli, enn bara peyji, hjólaði 24/7 öll unglings árin og sást enginn hraðari í Pesaro eða á austur ströndinni ef út í það var farið og 98cc naddan sem hann keppti á var orðin fræg um alla Ítalíu.  Pressan skírði strákinn "Terrible Tonino"

 175 var sér race flokkur þá, gríðar fjölmennur og allir helstu framleiðendu

voru með topp menn og nöðrur í flokknum.



 

                                        Tonino og bræður með liðinu.

 

 Familían sendi peyjann á 175 græjunni í Ítölsku lands keppnina og endaði púkinn ferfaldur meistari: 1927-28-30 og 31 á nýjum DOCH mótor. 1932 krassaði Tonino illilega og keppti ekki meir. Benelli bræður misstu rece áhugann um tíma við þetta, en bransinn er nú einu sinni þannig að annað hvort ertu með eða ekki. Strákarnir sáu ( eins og framleiðendur í dag ) að kappakstur með árangri, var ódýrari auglýsing en nokkuð annað, ef þeir ætluðu að vera á heims markaði á annað borð.





 Skattar og gjöld stjórnvalda þess tíma drápu 175 og 250 varð næsta stopp almúga evrópu sem farartæki o.þ.a.l. Bitbein framleiðenda í söluhæsta flokki mótorhjóla.  Aðall hjá Benelli eftir að Tonino slasaðist var Dario Ambrosini, sem

gekk vel og vann fullt af keppnum á DOHC nöddunni í evrópu.

Tonino dó svo 1937 í slysi sem opinberlega er sagt vera "Silly road accident" Margar mismunandi sögur fara af því slysi en væri gaman væri ef einhver, einhverstaðar vissi meir en ég.

  Bræðurnir Benelli voru komnir með framleiðslugetu og vinsældir með flotta línu af hjólum sem þóttu bæði öflug og sportleg, með 500 manns í verksmiðjunni. Þeir voru til í að ráðast á heiminn og Tourist Trophy á Isle of Man var "The" Keppnin sem menn þurftu að vinna til að fá fría heims athygli. Ted Mellors, sem vann 350 TT og evrópu titilinn '38 á KTT Velocette var á Monza það ár og sá hann Benelli rúlla upp 250 flokknum og Francisci Bruni var með hærri meðalhraða en Ted sem vann 350!


 

   Benelli bræður vantaði mann sem kynni á Mön og Ted leist vel á græjuna, svo þetta hitti vel saman. Þeir sköffuðu hjólið og hann fengi feitann tékka ef hann kæmi 250 græjunni á pall!

 Þetta var 1939 og allt að verða klikkað í evrópu. Hitler fleygði peningum í allar áttir. DKW, NSU og Meybach höfðu peninga til að hanna alls konar dót með vatnskælingu, blowerum og settu alls konar heimsmet á þessum árum.


 Ted rataði brautina á Mön, og það dugði móti Moto Guzzi thumper og DKW two stroke með blásurum. 250 DOCH naddan, eftir 10 ára þróun var á enda. Sigur!

 Benelli varð International yfir nótt.

   Ted Mellors varð ekki gamall. Hann dó '46 úr púst gufum heima í skúr, í bílaviðgerðum, 39 ára.

 Strákarnir Benelli sáu að lengra yrði varla komist á eins sylinders normally aspirated mótor þar sem samkeppnin á þessum tíma var öll á græjum með allskonar aukabúnaði.

 Þeir höfðu um nokkurn tíma verið að dunda sér í myrkrakompum verksmiðjunnar við mótorsmíð og útkoman þetta sama sumar var DOHC 250 four, vatnskæling og blower! Bor og slag var "Under square" 42x45mm með 12.0:1 þjöppu og skilaði í fyrstu testum 52,5hö á 10.000rpm. Sem kom nöddunni í 235kmh.

 Stríðið kom og keppnishald fór til vítis eins og flest annað og nýja naddan keppti aldrei af alvöru í þessari útgáfu.

 Þegar sprengjum tók að rigna í Pesaro og helvíti flæddi suður eftir Ítalíu reyndu bræðurnir að bjarga verðmætum eftir bestu getu eins og margir framleiðendur  þess tíma sem áttu spennandi dót. Mótorinn góði var geymdur í þurrum brunni út í sveit og stellið í heystakk.

 Eftir stríð var verksmiðjan í rúst og mikið af vélbúnaði fannst síðar í þýskalandi og austurríki og voru Benelli bræður og synir þeirra lengi á fætur aftur.



 Blower fjarkinn fékk aldrei að njóta sín í keppni þar sem eftirstríðs reglur FIM miðuðust við bensínsull, skamtanir og sparnað.  Stríðið gerði miklu meira en  tefja þróun keppnistækja um nokkur ár. Það seinkaði og eyðilagði spennandi vélaþróun um áratugi!

 47-8 drógu menn svo fram gömlu thumperana með minni þjöppu en fyrr og fóru að keppa aftur.

  Race dúddi Benelli þessa tíma var ennþá Dario Ambrosini og var aftur kominn á Thumperinn frá því fyrir stríð. Þeir voru að kreista út úr þessu allt að 35hö.  Á 9000rpm. Það gekk fínt og 1950 vann hann 250 GP titilinn og Benelli titil framleiðenda. 1951 fór vel af stað með sigrum og héldu menn að annar titill kæmi í kjölfarið en örlögin gripu í taumana eins og oft áður hjá familíunni og dó Dario í æfingum fyrir GP á Albi brautinni í France.



Flettingar í dag: 463
Gestir í dag: 112
Flettingar í gær: 358
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 828820
Samtals gestir: 58076
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 09:59:00