M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

02.09.2013 23:07

Jæja smá fréttir af aðalfundinum

Aðalfundurinn okkar fór fram síðastliðinn laugardag og var þokkalegasta mæting þrátt fyrir að nokkrir norðureyjingar hafi ekki komist vegna smávægilegra samgönguörðuleika í samgöngubyltingunni "Landeyjarhöfn".
En fundurinn fór vel fram og hin ýmsu mál rædd. Það varð smá uppstokkun í stjórninni og eftir uppstokkun lítur stjórnin svona út :


  • Formaður - Darri
  • Varaformaður - Viggi Gúmm
  • Gjaldkeri - Siggi Óli
  • Meðhjálpari - Jens K.M.J.R
  • Sendiherra á norðurey - Hermann Haralds
  • Síðustjórnun - Sæþór, Tryggvi, Viggi, Siggi Óli, Hörður Snær, ásamt innsendum pistlum frá öðrum góðum mönnum. (Svo ef fleiri hafa áhuga á að taka þátt í djobbinu, endilega hafa samband, þó að það sé ekki nema ein og ein grein.)
  • " Sérstakur " (ráðgjafi) - Tryggvi



Það verða þrjár fastar ferðir farnar næsta sumar ; Hjóladagar á Akureyri og Samförin með Göflurunum og ein ný; Kvartmíludagur í Hafnafirði ( meira um það hér að neðan ) svo að sjálfsögðu verður einhverjum ferðum bætt inn í dagatalið sérstaklega ef útlit er fyrir gott veður. E-ð var talað um dagsferð í bakkafjöru næsta vor þar sem Tryggvi ætlar að testa Goldfingerinn á nýju skóflunni.

Kaffifundirnir verða áfram á fimmtudagskvöldum.

Aðalfundirinn verður framvegis haldinn síðustu heilu helgina í ágúst.

Hugmynd var um einhverskonar hjólahelgi í Eyjum, með dagskrá t.d. grill, útisýningu, einhverskonar spyrnu eða börnáti, svo eitthvað sé nefnt. Góð hugmynd sem vert er að skoða og þróa betur (hugmynd á frumstigi, engin niðurstaða komin enn).

Kvartmíludagur á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni. Samþykkt var að klúbburinn myndi leigja brautina í einn dag/kvöld næsta sumar, leiguverðið er 100.000kr. Gæti orðið skemmtilegt að fá tíma á græjuna sína, prófa ljósin og fá smá reis-fíling, um að gera fyrir alla að vera með. Það er jafnvel inni í myndinni að Gaflararnir leigji brautina með okkur sem yrði bara enn skemmtilegra. Sigurjón Gaflara-sokkur eða Drullu-gaflari ætlar að aðstoða okkur við að skipuleggja þennan dag.

Ef félagsmenn hafa ekki borgað árgjald í tvö ár þurkast þeir sjálfkrafa úr félaginu.

Félagsgjald verður óbreytt = 5000kr.

Þetta er svona það helsta sem kom upp af viti á fundinum, næst voru nokkrir baukar opnaðir og förinni heitið á Conero til Stebba, þar sem við borðuðum, sumir samt meira en aðrir. Næst var haldið í nöðrukot á Strandveginum þar sem var spjallað og bullað fram á nótt.



Takk fyrir samveruna Drullusokkar.

Flettingar í dag: 3079
Gestir í dag: 452
Flettingar í gær: 2002
Gestir í gær: 194
Samtals flettingar: 872833
Samtals gestir: 63895
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 08:32:37