M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

27.05.2013 09:58

Okkur barst bréf frá Steina Árna, spurning hvort að menn taki ekki vel í þetta, aðeins að rúnta með þá og taka skúraspjall, það klikkar seint.
Endilega koma með athugasemdir hér að neðan.

Heilir og sælir " Sokkar" !

Við erum nokkrir mótorhjólakallar hjá Orkuveitu Reykjavíkur í klúbb sem heitir " MótOR".  

Nú hefur stefnan verið sett á Eyjar , laugardaginn 8. Júní, og spurning hvort einhverjir félagar úr Drullusokkum mundu vilja taka á móti  borgarbúunum og hjóla með okkur um Eyjuna fögru og sýna okkur hversu vel þið búið félagslega.

Ég veit ekki endanlega tölu á ofurhugunum sem gæti verið 8- 10 manns ( Vonandi fleiri) eins á ég eftir að fá endanlega tímasetningu. Var reyndar búinn að heyra að pöntuð hafi verið RIB safari sigling, en ég mun fá endanlegar tímasetningar, helst í fyrramálið.

 Skrifað á næturvaktinni með bestu kveðjum:  Steini Árna, Drullusokkur # 170

Þorsteinn Árnason

Eldra efni

Flettingar í dag: 330
Gestir í dag: 263
Flettingar í gær: 1472
Gestir í gær: 1117
Samtals flettingar: 4839851
Samtals gestir: 635354
Tölur uppfærðar: 26.2.2020 03:35:42